Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 92

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 92
91 er hermikenningin (e. simulation theory). Hún gerir ekki ráð fyrir að menn nýti tiltekna kenningu við að draga ályktanir um það sem öðrum býr í hug eða ætli sér, heldur kúpli sjálfum sér frá − ef svo má að orði komast − en noti ómeðvitað sömu ferli og við eigin ákvarðanatöku í samræmi við bakgrunnsupplýsingar um þann sem í hlut á og aðstæðurnar sem skipta máli.16 Af því að menn deila allajafna sömu meginlíkamseinkennum, geta þeir m.ö.o. ósjálfrátt sett sig í spor annarra og „hermt“ eftir þeim eða ráðið í ætlan þeirra og hug. Meðal bókmenntafræðinga hefur Lisa Zunshine ekki síst nýtt sér hugar kenninguna, t.d. í verki sínu Why We Read Fiction, Theory of Mind and the Novel. Hún hefur m.a. fullyrt að það sem dragi menn að bókmenntum sé að þær virki og örvi hugarlestur og ýmsir sæki markvisst í þá örvun.17 En Zunshine hefur líka gengið svo langt að halda því fram að hugarkenn- ingin sé forsenda bókmennta − og reyndar menningar yfirleitt.18 Í umfjöll- un sinni um skáldsöguna og hugarkenninguna vísar Zunshine til Baron- Cohens um að kenningin hafi komið til sögunnar á ísaldarskeiðinu, þegar gagnger breyting varð á vitsmunum mannsins, og lítur á hana sem „safn vitsmunaaðlagana er geri mönnum kleift að fara um félagsheim sinn“ og komi líka skipan á þann heim.19 Zunshine telur að þó að hugarkenningin sé formlega skilgreind sem annars stigs íbyggni (e. second-order intentiona- lity) eða ætlan um ætlan – sbr. „Jón heldur að Gunnu langi burt“ – geti svið (e. levels) hennar orðið ansi mörg. Vinnsluminni lesenda ráði hins vegar ekki vel við nema fjögur, sbr. „Auðvitað skiptir mig máli hvernig þú ímyndaðir þér að ég héldi að þú upplifðir að ég vildi að þér liði“, þar sem sviðin eru svo mörg að þau þvælast eflaust fyrir ýmsum.20 Zunshine telur þó að ákveðnir höfundar, t.d. Virginia Woolf, reyni á þolrif lesenda sinna og geri tilraunir með mörg svið. Í verkum sínum greinir Zunshine á milli hugarkenningarinnar og fyrir- 16 Sjá t.d. Robert M.Gordon, „Folk Psychology as Simulation“, Mind and Language 2/1986, bls. 158−171 og „The Simulation Theory: objections and Misconcep- tions“, Mind and Language 1−2/1992, bls. 11−34. 17 Lisa Zunshine, Why We Read Fiction, bls. 24−25 og Getting Inside Your Head, What Cognitive Science Can Tell Us about Popular Culture, Baltimore: John Hopkins University Press, 2012, bls. 8−19. 18 Why We Read Fiction, bls. 10. 19 Sama stað. Á ensku segir: „Theory of Mind is a cluster of cognitive adaptations that allows us to navigate our social world and also structures that world.“ 20 Hér er lauslega þýdd setning með teiknaðri mynd sem Zunshine tekur sem dæmi, sjá Why We Read Fiction, bls. 29. AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.