Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 166
165
ingalögmál eða eigin hópa (sem skarast).25 Í staðinn fléttist stéttakúgun og
kynjakúgun saman, ekki aðeins í þeim skilningi að sumir verði fyrir hvoru
tveggja eða að annað kerfið hafi áhrif á hitt, heldur í þeim skilningi að
þau öfl sem dreifa valdi ójafnt milli stétta dreifi því líka ójafnt milli kynja.
Í grófum dráttum er hér um að ræða það sem kallað hefur verið skörun
mismunarbreyta (e. intersectionality).26 Greining á stöðu heimilishjálpar af
mexíkóskum uppruna í Bandaríkjunum aðeins út frá einum þætti eins og
stétt, þjóðernisuppruna, kynþætti eða kyni væri ófullnægjandi. Greinargerð
sem á að vera nothæf til að meta hvort tilteknar aðstæður séu réttlátar eða
ekki þarf að fela í sér mismunandi greiningarflokka og þar þarf líka að taka
tillit til þess hvernig brotið er á réttlætiskröfum í mismunandi samböndum
og með mismunandi hætti. Hið tiltekna form ranglætis sem um ræðir getur
hvílt á blöndu af hópaðild hjá þeim sem það beinist að.27
Á hinn bóginn mætti halda því til streitu að ranglætið verði að koma til
af rasískum hvötum eða að því verði að vera ætlað að gera þeim sem til-
heyra tilteknum kynþætti lífið leitt. En eins og við höfum séð gengur þessi
krafa of langt. Auk þess að finna megi dæmi um kynþáttabundið ranglæti
sem ekki er tilkomið af rasískum hvötum, þarf ekki einu sinni að vera um
að ræða einstakling eða hóp einstaklinga sem í neinum skýrum skilningi
fremur ranglætið. Lykilinn er því hvorki að finna í afleiðingum eingöngu
né hvötum eingöngu. Hvar eigum við að leita næst?
Í bók sinni Justice and the Politics of Difference heldur iris young því fram
að kúgun eigi sér stað þegar félagslegur hópur verður fyrir einhverri af
(að minnsta kosti) fimm tegundum undirokunar: arðráni (e. exploitation),
jaðarsetningu (e. marginalization), valdaleysi (e. powerlessness), menningar-
legri heimsveldisstefnu (e. cultural imperialism) eða kerfisbundnu ofbeldi
(e. systematic violence).28 Þótt umfjöllun young sé gríðarlega dýrmæt sem
sýn á þær ólíku myndir sem kúgun getur tekið á sig gerir hún ráð fyrir
föstum félagslegum hópum og einblínir á mismunandi kerfislægt ranglæti
sem þeir geta þurft að þola. Fyrir vikið sneiðir hún hjá sumum af þeim
25 iris Marion young, „Socialist Feminism and the Limits of dual Systems Theory“,
Socialist Review 1980, bls. 169–188.
26 Kimberlé Crenshaw, „Mapping the Margins: intersectionality, identity Politics,
and Violence Against Women of Color“, Stanford Law Review 6/1991, bls. 1241–
1299.
27 Að því gefnu að til séu lög gegn sumum myndum mismununar en ekki öðrum getur
það skipt gríðarlegu máli hvaða hópaðild tiltekið ranglæti er tengt. Sjá til dæmis
DeGraffenreid v. General Motors (413 F. Supp. 142 [Ed Mo. 1976]).
28 iris Marion young, Justice and the Politics of Difference, bls. 48–63.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR