Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 27
26
valdalítilla einstaklinga til að beita sér innan þess ramma sem samfélags-
gerð hvers tíma mótar. Með þeirri áherslu er fjölbreytileiki fortíðarinnar
undirstrikaður. Eða með orðum Jóns Helgasonar þá er sagan „síður en svo
ofin frægðarhrósi einu, heldur leikast þar á margvísleg tilbrigði. Skin og
skuggar flökta um mannlífssviðið, og sú saga krefst réttar síns.“67
Ú T d R Á T T U R
Skin og skuggar mannlífsins: Nokkur orð um andóf, vald og íslenska sagnritun
Í þessari grein er hugtakið ‚andóf‘ (e. resistance) kynnt sem fræðilegt greiningartæki.
Fjallað er um skilgreiningu hugtaksins og notkun þess í fræðirannsóknum erlendis
og færð rök fyrir kostum þess að beita hugtakinu í rannsóknum á sögu Íslands. Um
leið eru algengar áherslur í íslenskri sagnfræði gagnrýndar. Fjallað er um atbeina
(e. agency) undirsáta í íslenskum og erlendum sagnfræðirannsóknum og vikið að
fræðilegum deilum um getu fræðimanna til að bera kennsl á hugarfar og menningu
alþýðu. Þá eru ítrekaðir þeir kostir sem felast í einstaklingsmiðaðri nálgun í rann-
sóknum á valdaafstæðum fyrri tíma. Tekin eru dæmi um það hvernig nota megi
kenningar Michels Foucault um valdaafstæður og James C. Scott um hversdags-
andóf til að túlka margvíslega hegðun undirsáta í íslensku samfélagi á nítjándu öld
sem skapandi form andófs gegn ríkjandi samfélagsvenjum.
Lykilorð: Sagnfræði, andóf, vald, atbeini, undirsátar
A B S T R A C T
The Different Shades of Human Existence: A Few Words on Resistance,
Power and Icelandic Historiography
This article discusses the concept of resistance as an analytical tool for historians.
Problematic definitions of the concept are discussed as well as several different ways
in which the concept has been employed by scholars in different academic fields.
The author advocates for a creative usage of the concept in researching icelandic
history and deals critically with icelandic historical writing in the process. in addi-
tion, the article discusses the question of subaltern agency and the theoretical and
methodological debates which have surrounded the issue in recent decades. The
author argues for the use of an individualist approach when researching power rela-
tions in a historical context. Using examples culled from nineteenth century judicial
records, the author shows how James C. Scott’s theory of everyday resistance can be
applied to analyze power relations in the past.
Keywords: History, resistance, power, agency, subalternity
67 Jón Helgason, Þrettán rifur ofan í hvatt, Hafnafjörður: Skuggsjá, 1972, bls. 182.
Vilhelm Vilhelmsson