Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 131
130
hremmingar eða lifa í skugga þeirra með því að áhrif áfallanna berast
milli kynslóða (e. intergenerational transmission).22 Sagnfræðin gegnir öðru
hlutverki en skörun hennar við áfallafræði felst í því að fjalla um hvernig
hægt sé að segja frá hremmingum af þessu tagi, og jafnvel hvort hægt sé að
segja frá þeim (ekki síst í tilviki helfararinnar).23 Sagnfræðingar hafa ásamt
félagsvísindamönnum safnað vitnisburðum, t.d. með aðferðum munnlegr-
ar sögu, um slíka viðburði. Áhersla þeirra hefur verið á tuttugustu öldina,
og einkum á styrjaldir, og atburðirnir hafa oftast verið í lifandi minningu
fólks. Um hremmingar á 17. öld gegnir öðru máli. Enginn lifandi maður á
beinar minningar um þær og vitundin um þær hefur ekki borist milli kyn-
slóðanna með beinum hætti heldur fyrir tilstilli ýmissa miðla. Hægt er að
vísu að tengjast atburðunum með ýmsu móti sem kalla má per sónulegt eins
og áður er rakið, svo sem vegna ættartengsla (dæmið um Jón Þorkelsson
skólameistara á 18. öld), vegna nálægðar við vettvang atburðanna (t.d. í
Vestmannaeyjum) eða með þróaðri samhygð (e. empathy) sem m.a. má sjá í
ritum Steinunnar Jóhannesdóttur.24
Annar vandi við að nýta sér áfallaathuganir síðari áratuga er að áhrif
hremminganna og viðbrögð geta verið menningar- og tímabundin.
Raunar hefur verið bent á menningar- og einstaklingsmun í nútímanum
og varað við alhæfingum, t.d. um algildan lækningamátt þess að tala um
áföll sín. Sem dæmi má nefna að í ákveðnu inúítasamfélagi í Kanada tíðk-
ast sá siður að karlmenn leita þöguls félagsskapar eftir hremmingar, ósjald-
an með því að vinna saman, beinlínis til hugarléttis.25 Á móti þessu hafa
aðrir stefnt því sjónarmiði, studdu reynslu ráðgjafa og hjálparfólks, að áföll
komi fram á svipaðan hátt í heiminum, að einstaklingarnir þjáist og ekki sé
rétt eða verjanlegt að loka augunum fyrir því.26 Enn aðrir hafa bent á að
22 Charles Portney, „intergenerational Transmission of Trauma: An introduction for
the Clinician“, Psychiatric Times 4/2003, bls. 225–231. Fjöldi vísindagreina hefur
birst um þetta fyrirbæri síðan það komst í hámæli á sjöunda áratug tuttugustu
aldar.
23 Sjá t.d. Saul Friedlander (ritstj.), Probing the Limits of Representation. Nazism and the
Final Solution, Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1992.
24 Steinunn Jóhannesdóttir, Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Skáldsaga byggð á heim-
ildum, Reykjavík: Mál og menning, 2001.
25 Aaron R. denham, „Rethinking Historical Trauma: Narratives of Resilience“,
Transcultural Psychiatry 3/2008, bls. 391–414.
26 Atle dyregov, Leila Gupta, Rolf Gjestad og Magne Raundalen, „is the Culture
Always Right?“, Traumatology 3/2002, bls. 135–145.
ÞoRsteinn helgason