Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 84

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 84
83 fram hjá fulltrúum hinna ólíku fræðasviða getur rannsókn Flowerdews komið að gagni en hann hefur sýnt fram á hvernig ýmsar menningar- bundnar ritunarhefðir gera erlendum höfundum erfitt fyrir við að skrifa á ensku.43 Óneitanlega eru umfjöllunarefni innan hug- og menntavísinda menningarbundnari en innan raunvísinda. Niðurstöður hér styðja það sem haldið hefur verið fram, að framsetning raunvísindatexta sé mun staðlaðri og ekki menningarbundin á sama hátt og ritun fræðitexta innan hugvís- inda.44 Einnig hefur komið fram að ritun á sumum fræðasviðum er pers- ónubundnari en á öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að framkoma og raddblær fólks getur breyst við að kenna á erlendu máli og framsetning verður einsleitari þótt það hafi ágætt vald á erlenda málinu45 og það sama getur gilt um ritun. Það veitir heldur ekki sömu persónulega fullnægju að skrifa á erlendu máli og á móðurmálinu og Fløttum o.fl. tala í því sambandi um menningarlega sjálfsmynd (e. cultural identity) sem hafi komið í ljós í rann- sóknum á fræðaskrifum en það kemur einnig fram í viðtölum okkar.46 Lillis og Curry47 benda á að lausnin geti að hluta falist í samstarfsnet- um með innfæddum þar sem fræðimenn vinni saman þvert á landamæri og læri þannig ritunarhefðir ensku. Íslenskir fræðimenn þekkja vel slík samstarfsnet og þeim fer stöðugt fjölgandi en vandinn er sá að hugsanlega hefur enginn þeirra ensku að móðurmáli, enda er enska ekki móðurmál meirihluta þess fólks sem notar hana í samskiptum. Viðtölin sem hér hefur verið lýst leiða í ljós að kennarar við Háskóla Íslands virðast þurfa tals- verða aðstoð við ritun á ensku og leita ýmissa úrræða og greiða jafnvel háar upphæðir fyrir slíka aðstoð. Það kom skýrt fram í viðtölum að fræðimenn- irnir gera skýran greinarmun á þeim yfirlestri sem þeir þurfa á enskuskrif- um sínum og svo yfirlestri félaga með tilliti til innihalds. Þetta kemur 43 John Flowerdew, „Problems in Writing for Scholarly Publication in English: The Case of Hong Kong“. 44 Anna Mauranen, „Contrastive ESP rhetoric: Metatext in Finnish-English econo- mics texts“; Kersti Fløttum, Trine dahl og Torodd Kinn, Academic voices; Charles Bazerman, „Genre and cognitive development: Beyond writing to learn“. 45 Adriana A. Vinke, Joke Snippe og Wim Jochems, „English medium-content courses in non-English higher education: A study of lecturer experiences and teaching behaviours“, Teaching in Higher Education 3/1998, bls. 383–394; Robert Wilkinson, „The impact of language on teaching content: Views from the content teachers“: http://www.palmenia.helsinki.fi/congress/bilingual2005/presentations/wilkinson. pdf [sótt 15. október 2012]. 46 Kjersti Fløttum, Trine dahl og Torodd Kinn, Academic voices. 47 Theresa Lillis og Mary Jane Curry, Academic writing in a global context: the politics and practices of publishing in English. GÍFURLEG ÁSKoRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.