Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 125

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 125
124 heldur breiddist vitneskjan um atburðina einnig með sjálfsprottnum hætti um landið, menn báru sig eftir handritum til að afskrifa, breyttu frásögn- unum að vissu marki, slepptu úr eða juku við. Síðan var efnið vafalaust endursagt munnlega og menn tileinkuðu sér það á mismunandi hátt. Jafnframt því sem ljóst er að Tyrkjaránið varð skjótt að þjóðminningu er margt sem bendir til þess að það hafi ekki takmarkast við þjóðminninguna framan af þó að það gerðist síðar. Atburðurinn varðaði bæði danska kon- ungsveldið og kristnina sem hin herteknu tilheyrðu. Kristjáni konungi bar að gæta allra þegna sinna í ríkinu og þá ekki síst þeirra sem voru í sálarháska í landi íslams. Þessi afstaða kemur einnig fram hjá Ólafi Egilssyni. Annars vegar var sjálfsmynd hans kristin, hins vegar samsamaði hann sig samfé- laginu í Kaupmannahöfn þar sem honum fannst hann vera kominn „heim“ þegar hann náði þangað eftir ferð um meginland Evrópu. Svipaða sögu er að segja af íslenska stórbóndanum Kláusi Eyjólfssyni og danska kaup- manninum Níelsi Klemenssyni sem sameinuðust í kristilegum skilningi á Tyrkjaráninu með því að láta gera altaristöflu sem þeir gáfu til Krosskirkju og ég hef útlagt sem hugleiðingu um Tyrkjaránið.11 „Minningaheimur“ þeirra var ekki takmarkaður við Íslandsstrendur eða danska ríkið heldur náði til táknheims kristninnar og óvina hennar, Tyrkjaveldis. Minning Tyrkjaránsins lokaðist hins vegar fljótlega inni í íslenskri þjóðminningu. Ein skýring kann að vera sú að ránið var fyrst og fremst ógnun við landið í heild – og Vestmannaeyjar sérstaklega – en í minna mæli danska ríkið eða stærri heildir, a.m.k. til lengri tíma. Það bliknaði við hliðina á ýmsum áföllum í hjarta ríkisins. önnur skýring er sú að það hafi lokast inni í íslenskri tungu, íslenskum ritum. Prentun á danskri þýðingu á reisubók Ólafs Egilssonar 1740 og 1741 hafði ekki langtímaáhrif. Ritaðar frásagnir Kláusar, Ólafs og Björns og útbreiðsla þeirra í hand- ritum staðfestu þjóðarminningu um Tyrkjaránið en komu ekki í veg fyrir að minningar mótuðust á annan hátt, einstaklingsminningar og hópminn- ingar af ýmsu tagi. Minningasamfélög urðu til, samfélög manna sem deildu sömu eða skyldum minningum og ræddu um þær. Nýjar (þjóð)sögur voru samdar og eldri sögur voru lagaðar að Tyrkjaráninu. örnefni spruttu upp eða þau sem voru fyrir voru látin snúast um ránið. Vissulega skorðuðu ítar- legar frásagnir Kláusar og Ólafs hópminningu Vestmannaeyinga því erfitt var að skálda allt aðra atburðarás og aðstæður en þær lýstu. Rituð frásögn 11 Þorsteinn Helgason, „Sverð úr munni Krists á Krossi“, Árbók Hins íslenska forn- leifafélags 2000–2001, bls. 143–167. ÞoRsteinn helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.