Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 144
143
átöldu þá hræsni að sýna Evrópumönnum fulla hluttekningu í norðurafr-
ískum þrældómi en láta hlutskipti svartra þræla í haldi Frakka í Ameríku
sig engu varða.66
Árið 1809 var gert fjölþjóðlegt samkomulag um afnám þrælahalds.
Frakkar og Englendingar urðu boðberar hinnar nýju frelsisstefnu og í
nafni hennar lögðu Frakkar Alsír undir sig með hervaldi árið 1830. Þá voru
þrælahald og sjórán að vísu orðin miklu minni í sniðum hjá Alsírmönnum
en áður hafði verið. Franska frelsishugsjónin var hins vegar komin í félags-
skap landvinninga, útþenslu og kynþáttahyggju. Alsír var gert að hluta
af Frakklandi og mikill innflutningur fólks hófst til landsins. Eftir seinni
heimsstyrjöld risu nýlenduþjóðir upp með nýjar hugsjónir um frelsi og
sjálfstjórn. Í Alsír stóð blóðugt sjálfstæðisstríð í átta ár sem skók einnig
stoðir franska lýðveldisins. Eftir fengið sjálfstæði árið 1962 hafa skipst á
skin og skúrir í Alsír, með herforingjastjórnum og valdaránum til skiptis
við friðsamari tímabil og olíugóðæri.
Hver er staður korsara- og tyrkjatímans í sameiginlegri minningu
Alsírbúa í skugganum af hinum miklu átakatímum sem á eftir fóru? Gestur
sem fer um Algeirsborg um þessar mundir rekst fljótt á götur og torg,
styttur og minnismerki sem kennd eru við Múrat Reis, að vísu ekki þann
sem var framarlega í flokki korsara í Tyrkjaráninu á Íslandi heldur frægari
forvera hans á 16. öld, pólitískan foringja í átökum milli stórveldis Ósmana
og Spánar. Þetta eru ummerki þjóðernis- og sjálfstæðissinna sem vilja sjá
tyrkjatímann sem gullöld þegar kristnu veldin skulfu frammi fyrir öflugu
Alsírríki.67 Enn eru kempurnar frá Alsírstríðinu (sjálfstæðisbaráttunni) og
fylgismenn þeirra við völd í Alsír og í þeirra augum yfirskyggir uppgjörið
við Frakkland flest annað. Að því marki sem rými er fyrir fornýlendutím-
ann í þjóðminningu þessara Alsírmanna þá var hann hinn glæsti tími sjálf-
stæðis sem endurheimt var árið 1962, að þeirra skilningi.
Samskiptin við Frakkland yfirskyggja önnur tengsl í minningu Alsír
og í þeim samskiptum eru nýlendutíminn frá 1830 og sjálfstæðisstríðið
langfyrirferðarmest. Það er að öllum jafnaði minna rými fyrir tímabilin
þar á undan og samskipti við fjarlægari lönd og þjóðir. Það er því ekki á
almannavitorði að Norðurlönd áttu tiltekin samskipti við Norður-Afríku á
tímum korsara og Ósmana. Þau samskipti hófust af alvöru þegar sænsk og
66 Gillian Weiss, Captives and Corsairs. France and slavery in the Early Modern Mediter-
ranean, Stanford: Stanford University Press, 2011, bls. 98–99.
67 Lemnouar Merouche, La course, mythes et réalité. Recherches sur l’Algérie à l’époque
ottomane ii, París: Editions Bouchène, 2007, bls. 7–21.
tYRKjaRániÐ sem minning