Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 133
132
Minningar um skyndileg og stórfelld áföll eru oft tætingslegar í fyrstu,
skyndimyndir sem fara hjá, tilfinningar sem hellast yfir fórnarlambið.
Heimspekingurinn Susan J. Brison sem hefur fjallað um áföll og eftirköst
þeirra, m.a. út frá eigin reynslu af grófri líkamsárás, kemst að þessari nið-
urstöðu:
A primary distinguishing factor of
traumatic memories is that they
are more tied to the body than are
narrative memories... 31
Ef fórnarlambið nær áttum verður minningin síðan að frásögn sem
inniheldur skýringar og skilning á því sem átti sér stað. Einstök atvik og
minningabrot eru sett í röð og tengd með merkingarbærum þræði.
Margt hefur verið fjallað um hlutverk orða, frásagnar og texta í minn-
ingum, ekki síst af áföllum. Hér verður ekki farið langt út á þá braut en þó
ekki látið hjá líða að nefna athuganir Sigrúnar Sigurðardóttur, sagnfræð-
ings og ljósmyndafræðings. Hún hefur á síðari árum leitað þeirra augna-
blika og áhrifa sem brjótast út úr fortíðinni sem lifandi minning, fram hjá
hefðbundnum textum, og eru sem lifandi raunveruleiki. Það getur verið
trámatískt augnablik eins og fæðing eða sterk bernskuminning og getur
borist áfram sem lykt (eins og Marcel Proust fann af magðalenukökum32)
eða ljósmyndir sem Roland Barthes kallar punctum „og geta þegar minnst
varir rofið gat á þann vef sem tungumálið spinnur á milli vitundar okkar
og alls þess sem er“.33 Þarna er um að ræða að augnablikin, sem geta
verið trámatísk, fela í sér stund sannleikans, „hið liðna birtist sem leiftur á
stund hættunnar“, svo að notað sé orðalag Walters Benjamin sem Sigrún
Sigurðardóttir vitnar til.34
Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum kemur til okkar í frásögnum þriggja
31 Susan J. Brison, „Trauma Narratives and the remaking of the Self“, Acts of Memory.
Cultural Recall in the Present, Hanover: dartmouth College, 1999, bls. 39–54, hér
bls. 42.
32 Sigrún Sigurðardóttir, „Magðalenukökur. Um fortíð og framtíð í sagnfræði sam-
tímans“, Frá endurskoðun til upplausnar, ritstj. Hilma Gunnarsdóttir, Jón Þór Pét-
ursson og Sigurður Gylfi Magnússon, Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og
ReykjavíkurAkademían, 2006, bls. 329–347.
33 Sigrún Sigurðardóttir, Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, Reykjavík: Þjóð-
minjasafn Íslands, 2009, bls. 64.
34 Sigrún Sigurðardóttir, „Magðalenukökur“, bls. 331.
ÞoRsteinn helgason
Aðgreinandi grundvallarþáttur
áfallaminninga er að þær eru tengd-
ari líkamanum en frásagnarminn-
ingar ...