Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 32
31
Skipstjóri leiðangursins hét Murat Reis. Hann var upphaflega hol-
lenskur skipstjóri, Jan Janszoon van Haarlem að nafni, en hafði kastað
trúnni og gerst múslími. Hann var auðugur maður sem réð yfir átján
skipum og hafði bækistöð í borginni Salé í Marokkó þar sem annar aðal-
þrælamarkaðurinn var, hinn var í Alsír. Í áhöfn skipsins voru Tyrkir en líka
Evrópubúar af mörgum þjóðernum sem höfðu valið hið ábatasama lífs-
viðurværi sem fólst í sjóránum og þrælasölu bæði á Miðjarðarhafi og upp
með Evrópu.9
Augljóslega var Tyrkjaránið tráma10 fyrir þá sem upplifðu árás, blóð-
bað og mannrán en það má rökstyðja að Tyrkjaránið sé líka tráma í sögu
Íslands. Þær fáu manneskjur sem eftir voru í Vestmannaeyjum og þær sem
komust undan á djúpavogi höfðu ekki aðeins misst ástvini og eignir held-
ur lifði þetta fólk og afkomendur þess í miklum ótta við aðrar árásir. Jón
Þorkelsson segir: „Eptir Tyrkjaránið blandaðist hér á landi bæði saman
heiptin og óttinn við Tyrkjann, svo að jafnvel hinir vitrustu og gætnustu
menn gátu ekki á hann minst, án þess að láta því fylgja einhver illyrði.“11
Um leið og segl ræningjaskipanna hurfu við sjóndeildarhringinn byrj-
aði fólkið að segja sögur og safna sögum sem enn mögnuðu ótta þess.
Eins og nærri má geta túlkaði kirkjan á þessari lútersku rétttrúnaðaröld
ránið sem refsingu Guðs vegna syndugrar og ókristilegrar hegðunar lands-
manna.Væri það rétt, og í ljósi þess að hegðun landsmanna hafði síst batn-
að, gat hver maður sagt sér að Tyrkinn myndi koma aftur með ránum og
morðum. Síðustu þjóðsögurnar um rán Tyrkja eru frá upphafi 19. aldar.12 Í
sögunum af Tyrkjaráninu má líka sjá margvíslegar bókmenntalegar vísanir
og fólk spurði eins og Job: „Hvers vegna ég?“
Ein sagan sem sögð var í kjölfar ránsins hermir að stórhöfðingjarnir í
Alsír hafi rætt það sín á milli hvort hægt væri að hafa nokkur auðæfi eða
þræla upp úr árás á Ísland og þá hafi einn herleiddur dani, Páll að nafni,
sem með þeim var, keypt sér frelsi með því að vísa þeim á Ísland.13 önnur
saga segir að íslenskur fangi, tekinn á enskri duggu undan Eyjafjallajökli,
9 Svanur Gísli Þorkelsson, „Hver var Murat Reis og hvers vegna réðist hann á Ísland?“,
2008: http://svanurg.blog.is/blog.is/svanurg/entry/564286 [sótt 30. janúar 2012].
10 „Tráma“ er sálrænt áfall, mállaust, djúprætt og oft illnálganlegt. Augljóslega hefur
Tyrkjaránið alið á ótta eyjarskeggja við útlendinga (e. xenophobia) og undirliggjandi
vissu um að eyjarskeggjar væru varnarlausir ef sagan endurtæki sig.
11 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, Reykjavík: Sögufélag 1906, bls. XViii.
12 Sama rit, bls. XXVi–XXVii.
13 Sama rit, bls, bls. 221–222.
TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi