Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 42
41
þjáningarbróðir og sá eini sem sér og skilur sorg einstaklingsins því að
enginn annar les hugsanir hans og þekkir hjarta hans. Arnfríður dreg-
ur línur milli trúarvissunnar í bréfi Guðríðar og þeirrar trúar sem fram
kemur í söngvum ánauðugra blökkukvenna í Bandaríkjunum sem trúðu á
það að þrauka og bíða fremur en að frelsast og sigra.34
Bréf Guðríðar segir afar lítið um hagi hennar sjálfrar og er í raun furðu-
lega ópersónulegt. Sigurður Nordal dró í efa að Guðríður hefði skrifað
bréfið eigin hendi en Sigurbjörn Einarsson var sammála honum í því að
efni bréfsins væri komið frá Guðríði en bætir við: „Guðríður var enginn
meðalmaður að atgervi og hefði vel getað komið mönnum á óvart í því,
eins og ýmsu öðru, að vera skrifandi.“35 Tvisvar er eins og höfundurinn
reyni að brjótast í gegnum guðsorðið til að ná sambandi við sín eigin orð
en hún nefnir að sonur hennar og Eyjólfs, tíu ára, sé í mikilli hættu og hún
þakkar manni sínum tryggð hans og elskusemi. Hún segir:
En það, sem er að tala um mína aumu æfi er hið fyrsta, að eg hjari,
einkum fyrir guðs náð og sérlega velgerninga, verandi hér í Barbaríe
og í einum tyrkneskum stað, sem heitir Arciel [Algier], hjá einum
Tyrkja, er mig keypti með það fyrsta og mína barnkind, hvað að mig
gerði bæði að hryggja og gleðja í mínum hörmungum, og undir þessu
drottins maklega álagða hrísi og krossins þunga hryggðist eg og sær-
ist daglega að vita hann í þvílíkri neyð og háska, sem oss er upp á lagt
vegna vorra synda, en eg gleðst í guði og í því nokkurn part ...“36
Fangarnir í Alsír fengu engar fréttir að heiman og Guðríður vissi ekki að
níu árum eftir ránið, árið 1636, hafði maður hennar eignast fjögur börn
með Kristínu Jónsdóttur, sambýliskonu sinni.37 Hún vissi ekki heldur að
bréf hennar yrði til þess að maður hennar, sem hafði hlotið líflátsdóm fyrir
hórdóm, fengi ekki skilnað og leyfi til að giftast barnsmóður sinni af því að
bréf hennar sýndi það svart á hvítu að hún var lifandi og hafði ekki gengið
af trúnni.38
34 Sama rit, bls. 13.
35 Sigurbjörn Einarsson, „Guðríður Símonardóttir“, Lesbók Morgunblaðsins, 24. des-
ember 1985, bls. 20–22, hér bls. 20. Sjá einnig Sigurður Nordal, „Tyrkja-Gudda“,
Skírnir 1927, bls. 110–131.
36 Tyrkjaránið á Íslandi 1627, 1906, bls. 420–421. Bréfið er varðveitt í bréfabók Gísla
biskups oddssonar í uppskrift, frumritið er ekki til og það vantar aftan á það.
37 Sigfús M. Johnsen, „Anna Jasparsdóttir eða drottningin af Algeirsborg (Algier)?“
Fálkinn 23/1942, bls. 4.
38 Jón Helgason, Tyrkjaránið, Reykjavík: iðunn 1983, bls. 184. Ekki var gengið hart
TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi