Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 67
66
öll þessi atriði virðast benda til þess að jafnvel þótt valdatengsl muni
aldrei fela í sér fullkomið jafnrétti á milli jafnra gerenda þá værum við, ef
við viljum minnka yfirráð, að miða að jafnari stöðu manneskja til þess að
ástunda valdatengsl. Sínýtt valdaástand verður til, ef það er ávallt sama
aðilanum í hag er það merki um ójöfnuð en ef það er fjölbreyttum og ólík-
um aðilum í hag er það merki um jafnrétti.
Það er samt ljóst að fullkomið jafnrétti í valdatengslum er ekki til. Væri
það til þá væri vald ekki til staðar í samfélagi, og ef vald væri ekki til staðar
þá værum við í raun vélmenni. Við gætum reyndar myndað hið fullkomna
jafnaðarsamfélag, með hinu fullkomna flata skipulagi, en þá væri allur
sjálfstæður vilji og möguleiki á andófi farinn úr veru okkar eins og ger-
ist þegar maður samlagast fyrirbærinu Borg úr hinum sígildu Star Trek-
sjónvarpsþáttum. Borg er kollektíf sem tekur yfir allar þær vitsmunalífver-
ur sem verða á vegi þess og tengir við háþróaða nanótækni sína þannig að
enginn hafi sjálfstæðan vilja lengur; allir verða hluti af sama huga.65
Viljum við jafnréttishugtak sem leyfir margbreytileika og ólíkan vilja í
raunverulegu lífi, daglegum samskiptum, verðum við því að sætta okkur
við útópískt jafnréttishugtak. En það þarf ekki að vera slæmt; ef leitað er
í smiðju heimspekingsins Theodors Adorno þá má notast við áhugaverða
sýn á útópíuna.
Slíkur útópískur skilningur felst ekki í því að einn daginn komi sá stóri
dagur að algert jafnrétti ríki. Útópískur skilningur felst samkvæmt Adorno
í því að spurningin um vonina (um jafnrétti í þessu tilviki) er alltaf tengd
spurningu um hvað við vitum, hvað við getum haft í huga, hvað við getum
hugsað. Von er jafnframt alltaf minning að hluta, samkvæmt Adorno. Það
er möguleikinn og vonin um hið nýja, nýja reynslu, sem er meginatriðið
hér, en hið mögulega er ekki eins algerlega aðgreint frá hinu raunverulega
hjá Adorno og oft er í hefðbundinni heimspeki. 66
Niðurlag
Ef fastsett er að jafnrétti sé náð, þá er um leið möguleikinn á hinu nýja far-
inn úr hugsuninni um jafnrétti. Sé jafnrétti að öðlast jafnan rétt í lögum
eða á einhverjum mælikvörðum laganna, þá lokum við fyrir möguleikann á
nýrri reynslu í samhengi við jafnréttishugtakið þegar við uppfyllum þessa
65 Það fyrsta sem Borg segir við óvini sína er: „We are the Borg, resistance is futile
...“ Andóf er sem sagt algerlega gagnslaust.
66 Simon Jarvis, Adorno; a Critical Introduction, Cambridge: Polity Press, 1998, bls.
222.
nanna hlín hallDóRsDóttiR