Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 31
30
Tyrkjaránið
Í júní 1627 lagði skip að landi utan við Grindavík, hópur „Tyrkja“ reri í
land, tók með sér nokkra íslenska bændur og sjómenn, konur og börn,
alls 15 manns. Grindvíkingar voru varnarlausir en flúðu og földu sig í
hrauninu hver sem betur gat. Ræningjarnir sigldu á tveimur skipum sínum
fyrir Reykjanesið. Rosenkranz höfuðsmaður hafði þá haft uppi viðbúnað,
safnað saman kaupskipum í Seylunni, látið byggja byrgi utan um fallstykki
sín og skaut að skipum Tyrkjanna sem varð svo mikið um að þeir strönd-
uðu öðru skipi sínu og voru lengi að bauka við að færa íslensku fangana
og það góss sem þeir höfðu náð yfir í hitt skipið til að létta á því strand-
aða. Höfuðsmaðurinn danski og „hermenn“ hans horfðu á úr landi. Ekki
vildi höfuðsmaðurinn skjóta á Tyrkina af ótta við að drepa gíslana en: „Var
lítt hrósað vörn hans og hugprýði í þessu,“ segir séra Jón Halldórsson í
Hirðstjóraannál.7
Rán og gripdeildir sjóræningjanna spurðust út og grimmilegar aðfarir
þeirra en skammt var að bíða næstu árásar. Fimmta til þrettánda júlí sama
ár kom freigáta í djúpavog og ræningjarnir eltu fólk uppi, drápu þá sem
þeir tóku ekki með sér, herjuðu í Berufirði líka og tóku um 110 fanga á
Austfjörðum. Þeir héldu síðan beint til Vestmannaeyja og réðust til upp-
göngu sunnan á Heimaey og komu fólki að óvörum um nóttina. dönsku
kaupmennirnir í eyjunni létu róa með sig og fólk sitt í land þegar í stað en
blóðbað hófst í eyjunni. Tyrkirnir drápu um 30 manns, um 200 sluppu með
því að klífa björg, fela sig í hellum og gjótum, en 234 manns voru teknir
til fanga. Alls rændu Tyrkir 359 manns og færðu til Alsír. Lausnargjald var
greitt fyrir 30 og 27 komu aftur til baka til Íslands eftir níu ára útlegð.8
October 1994, bls. 125–133, hér bls. 130–131. „Under cover of camouflage, mimicry,
like the fetish, is a part-object that radically revalues the normative knowledges of
the priority of race, writing, history. For the fetish mimes the forms of authority at
the point at which it deauthorizes them.“ The difference between the colonizer and
the colonized becomes blurred, the colonized subject might mime the colonizers’
culture until he becomes „almost the same but not quite ...“. This „not quite“ is a
source of great anxiety as it reveals the partial objects of presence and the inevitable
split of the colonized and fetishized object.“
7 Jón Þorkelsson (ritstj.), Tyrkjaránið á Íslandi 1627, Reykjavík: Sögufélag, 1906,
bls. v.
8 Heimaslóð – Tyrkjaránið, Vestmannaeyjabær 2005–2009, http:/www.heimaslod.is/
index.php/Tyrkjar%C3%Alni%C3%Bo [sótt 20. janúar 2012]. Þorsteinn Helgason
Minning og saga í ljósi Tyrkjaránsins, [ritgerð til doktorsprófs í sagnfræði], Reykjavík:
Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, 2013, bls. 12.
Dagný KRistjánsDóttiR