Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 29
28
indversk-breski fræðimaðurinn Ania Loomba segir að þótt við getum
bent á forn heimsveldi sem lögðu undir sig önnur lönd, séu þau innrásar-
ríki, í grundvallaratriðum ólík þeim nýlenduríkjum sem hugsuðu sér til
hreyfings á sautjándu og átjándu öld og náðu hámarki veldis síns á nítjándu
öld. Nýlenduríkin voru boðberar nútímans, betur vopnum búin, skipu-
lagðari og gráðugri en áður hafði sést. Nýlenduherrarnir settust að í for-
kapítalískum samfélögum, mótuðu þau að sínum hætti og ruddu veginn
fyrir nýja tegund af nýlendustefnu sem tók ekki aðeins til sín af auðlindum
nýlendanna heldur breytti og lagaði efnahag þeirra að sínum þörfum.1
Eitt af hinum fornu heimsveldum sögunnar var Ósmanska ríkið. Það
náði yfir mörg menningarsvæði, óteljandi tungumál, margs konar trúar-
brögð, fjölda þjóða og þjóðflokka sem Íslendingar kölluðu einu nafni
„Tyrki“. Þetta tyrkneska heimsveldi var við lýði í sex aldir en hæst stóð
veldi þess á 16. og 17. öld þegar það réð yfir miklum landsvæðum í Austur-
Evrópu, Suðaustur-Asíu og Norður-Afríku. Þrælahald var að sjálfsögðu
útbreitt í þessu mikla ríki.
Í fræðiritum um eftirlendufræði hafa rannsóknir á bresk-fransk-amer-
ískri heimsvaldastefnu verið mjög áberandi og þegar talað er um þrælasölu
er það í hugum flestra samheiti við rán hvítra manna á u.þ.b. tíu til tólf
milljónum Afríkubúa sem þeir seldu í þrældóm á þriggja alda tímabili á
16.–19. öld, oftast til Ameríku. Minna hefur verið talað í fræðunum um
heimsveldisstefnu dana, sem vonlegt er, og enn minna um rán Tyrkja á
meira en milljón hvítum, kristnum mönnum sem seldir voru sem þræl-
ar á mörkuðum í kringum Miðjarðarhaf, einkum í Alsír og Marokkó.2
Hæst reis þessi þrælasala á 16. og 17. öld, á sama tíma og þrælasalan frá
Afríku byrjaði að ná sér á strik. En á þessu tvennu var munur eins og
bandaríski fræðimaðurinn Robert C. davis hefur bent á: Á meðan svarta
þrælasalan til Ameríku var fyrst og fremst knúin áfram af græðgi og rekin
í ábataskyni, einkenndist hvíta þrælasalan frá Norður-Afríku ekki síður af
hatri Máranna, sem reknir höfðu verið frá Spáni af kristnum mönnum,
og hefndarhug arabískra múslíma vegna svívirðunnar sem þeir urðu fyrir
1 Ania Loomba, Colonialism/Postcolonialism, oxon, New york: Routledge, 2005, bls.
8–10.
2 Fjöldi þrælanna er áætlaður allt að 1.250 þúsund, en að sjálfsögðu eru allar tölur
um þetta umdeilanlegar, sjá Robert davis, „British Slaves on the Barbary Coast“,
BBC History, 2011: http://www.bbc.co.uk/history/british/empirecseapower/white-
slaves-01.shtml [sótt 18.12. 2013]
Dagný KRistjánsDóttiR