Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 53
52
samræma þessar tvær stefnur giftusamlega þegar ákvarðað var hvaða
einstaklingar ættu rétt á að teljast frjálsir og jafnir.16
Hinn fullveðja einstaklingur á opinberum vettvangi
Eitt af því sem einstaklingsmiðuð stefna á borð við frjálslyndisstefnuna
hefur í för með sér er ákveðin sýn á sjálfsveruna; að hún sé fullvalda (e. sov-
ereign). Kannski mætti þó segja að slík sýn sé algengur (og ómeðvitaður)
fylgifiskur heimspekiiðkunar. Vilji maður setja fram þekkingarfræðilegar
og frumspekilegar spurningar um sjálfsvitund, sprettur ef til vill upp sú til-
hneiging að hugsa sér hana í fullkomlega sjálfstæðri einangrun frá öðrum
sjálfsvitundum. (Sérstaklega þar sem lestur og hugsun getur verið ein-
manaleg iðja.) Þá virkar sjálfsveran eins og hún hafi dafnað af eigin vilja án
þess að nokkurt foreldri hafi fóstrað hana á eigin brjósti eða aðrar mann-
eskjur eða samhengi skilyrði hana. Þessi hugmynd um fullvalda sjálfsveru
hefur haft í för með sér mikla og margbreytilega gagnrýni sem búið hefur
til nýjar stefnur og strauma og þá sérstaklega innan raða femínista.17
Skiptingin á milli hins persónulega einkavettvangs og hins opinbera
vettvangs gerir það að verkum að allt sem ekki fellur að hugmyndinni um
fullvalda sjálfsveru á að skilja eftir heima; til dæmis veikindi og umönnun
barna eða gamalmenna. Það mætti orða það svo að allt sem gerir mann
ekki samkeppnishæfan sem fullvalda sjálfsveru skuli fela þegar á hinn opin-
bera vettvang er komið. En aðalgagnrýnin á hugmyndina um hina full-
valda sjálfsveru hefur þó gengið út á að ekki sé hægt að hugsa um einstaka
meðvitund á þennan hátt, tengsl okkar við aðra séu þvílík að á hvaða veg
sem hugsað er stöndum við ávallt í stöðugri þakkarskuld við aðra; ekkert
sé fullkomlega okkar.18
Ef við höfum slíka gagnrýni á hina fullvalda sjálfsveru í huga verða
tengsl eða samskipti mikilvæg hugtök og þá sérstaklega þegar hugað er að
16 Carole Pateman, „Feminist Critiques of the Public/Private dichotomy“, bls 105.
Sáttmálakenningar á borð við kenningu Johns Locke í Ritgerð um ríkisvald telja
réttmæti ríkisvaldsins byggjast á samþykki allra einstaklinga á sama tíma og réttur
eiginkonu er náttúrulega háður vilja eiginmanns hennar. John Locke, Ritgerð um
ríkisvald, þýð. Atli Harðarson, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1986.
17 Ein þekktasta gagnrýni á hugmyndina um hina fullvalda sjálfsveru má eflaust finna
í grein Gayatri Chakravorti Spivak, „Can the Subaltern Speak“, Marxism and
the Interpreation of Culture, ritstj. Cary Nelson og Lawrence Gossberg, Urbana:
University of illinois Press, 1988.
18 Sjá til dæmis: Judith Butler, Giving an Account of Oneself, New york: Fordham
University Press, 2005, bls. 77.
nanna hlín hallDóRsDóttiR