Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 49
48
stæður þessara jákvæðu hugtaka. Ef svo er, hvað eigum við að gera við
þessar tuggur og klisjur?
Þó svo að oft sé freistandi að henda hugtökunum, hætta að nota þau, þá
tel ég að öll sú heimspekiástundun sem á að hafa í sér umbreytingarkraft
hafi þörf fyrir slík jákvæð, raunar útópísk hugtök, þótt fara þurfi varlega
með þau.
Í þessari grein legg ég til að við hugsum jafnréttishugtakið frekar út
frá tengslum við vald en frelsi, þótt frelsið flögri óneitanlega alltaf eins
og þröstur um grein. Ennfremur vil ég meina að skilja eigi vald sem eitt-
hvað sem gerist í tengslum manna á milli og þar af leiðandi jafnrétti líka.
Þann skilning hef ég eftir franska hugsuðinum Michel Foucault, sem hafði
mikil áhrif á félags- og hugvísindi með verkum sínum, og þá sérstaklega
þau er varða valdagreiningu. Foucault er þekktur fyrir hugtak sitt lífvald,
sem felur í sér mótandi virkni valds; hvernig hægt sé að hafa áhrif á gjörð-
ir okkar og búa til, skapa og móta hugsanagang okkar. Verk á borð við
Þekkingarviljann og Gæslu og refsingu varpa ljósi á það hvernig umgjörð
samfélagsins ýtir undir slíka mótandi virkni valds í vestrænum nútíma-
samfélögum.2 Hvað varðar okkar eigin skilning á valdi þá erum við aftur
á móti enn stödd á miðöldum, samkvæmt Foucault, því fyrir okkur hefur
það aðeins hinn hindrandi og bælandi mátt sem birtist í valdi laganna sem
setja okkur skorður í samfélagi.
Til þess að skilgreina jafnrétti út frá valdasamskiptum verður sjálfsveran
(e. subject, fr. sujet) ennfremur að lykilhugtaki og gefur auk þess möguleika
á andófi. Hugmyndin um sjálfsveruna hefur í verkum Foucaults þann til-
gang að útskýra tengsl okkar við okkur sjálf sem og samfélagsgerðina.
Samband valds og sjálfsveru set ég í samhengi við hugmynd frjálshyggj-
unnar eða frjálslyndisstefnunnar um hina fullvalda sjálfsveru og hvaða
afleiðingar þessar ólíku hugmyndir um sjálfsveruna hafa í allri umræðu um
jafnrétti. Jafn réttur allra einstaklinga er mikilvæg hugmynd frjálshyggj-
unnar og hefur mótað allar hugmyndir um lýðræði fram á okkar dag, en
þegar gert er ráð fyrir einhvers konar persónulegu fullveldi í jafnréttishug-
takinu þá virðist það ekki á nokkurn hátt vera tengslahugtak, þ.e. fjalla um
tengsl okkar við aðra. Þess vegna tel ég mikilvægt að taka til gagnrýninnar
skoðunar þá sjálfsverumótun sem byggist á frjálslyndri hugmyndafræði.
Í þessari grein færi ég rök fyrir því að skilja eigi jafnrétti út frá félags-
2 Michel Foucault, The Will to Knowledge; Michel Foucault, Discipline and Punish, the
Birth of the Prison, þýð. Alan Sheridan, London: Pantheon Books, 1977.
nanna hlín hallDóRsDóttiR