Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 112
111
orðaskak konunnar og sögumanns, bendir flest til að ungfrú Harrington sé
hér á ferð. Samtöl þeirra þriggja gefa ýmis tilefni til að metnar séu „heim-
ildamyndir“ en félagsleg skipti þeirra eru líka nýtt til að miðla líkams-
upplifun sögumanns. Þannig sér hann t.d. þegar konan kveðst hafa orðið
hrædd við ágengni hans að hún titrar öll, „eins og maður, sem berst við það
að halda niðri í sér hlátri“. (50) Kátínan sem sögumaður álítur sig sjá í ung-
frúnni er á skjön við myndina sem af henni hefur verið dregin – og vinnur
gegn ógninni sem sumpart hefur verið reynt að tengja henni. Ógninni er
þó viðhaldið, t.d. með því að maðurinn með valbrána krefur sögumann
nafns; ætlar honum illt eitt og setur honum afarkosti: Hann skuli hljóta
refsingu fyrir áreitni nema hann fari strax alfarinn úr borginni, eða skrifi
undir yfirlýsingu þess efnis að hann sé „enginn annar en Jakob Jorgensen,
sem einu sinni var gjaldkeri baðmullarverslunarinnar Hauftmann og Son
í Nýja orleans“ (51). Sögumanni tekst sem vænta mátti að bjarga sér frá
afarkostunum en athygli lesenda er nú aftur beint að trúverðugleika hans
þegar leyndinni hefur verið létt af því hver alþýðukonan er.
Ljóst er að bæði innan einstakra frásagnarhluta og í samspili þeirra
er reynt að tefla saman stillu og hraða, og reynt að vekja ólíkar kennd-
ir eins og ótta, feginleik, tilhlökkun, vonbrigði o.s.frv. En einmitt á
Viktoríutímabilinu, þegar einn eftirlætishöfunda Jóhanns Magnúsar,
Charles dickens, var upp á sitt besta, fengust menn við líkamsfræði skáld-
sögunnar (e. physiology of the novel) og mótuðu kenningar sínar um form
skáldverka miðað við lestur þeirra. Formið varð að þeirra hyggju til sem
ferli í tíma, sem ryþmi, fremur en sem formgerð (e. structure), og þá skiptu
ekki minnstu umskipti í hrynjandi milli mikillar athygli og dreifðrar (eða
athyglisskorts); hægs skilnings eða skeiðandi, og er geðhrif (e. affect)
mögnuðust eða dvínuðu.73 Vera má að slíkar hugmyndir marki frásögnina
í „Ungfrú Harrington og ég“ – þó ekki sé nema sem menningareinkenni
er Jóhann Magnús kann óafvitandi að hafa tileinkað sér.
En hvernig sem því er farið er í fjórða frásagnarhluta sögunnar brugðið
á nýtt ráð, þ.e. að láta öðrum þræði rísa upp melódramatíska „sögu í sög-
unni“, en gefa lesendum jafnframt æ fleiri vísbendingar sem ætla má að ýti
undir ímyndunarafl þeirra og færi þá nær skilningi á leiknum sem þeir eiga
hlut að. Þar kemur jafnvel við sögu íbúð með óheillanúmerinu 13 en í hana
flyst gömul kona sem sögð er dauðvona. Hún kallar sögumann á sinn fund
73 Nicholas dames, The Physiology of the Novel, Reading, Neural Science, and the Form
of Victorian Fiction, oxford og New york: oxford University Press, 2007, bls. 11.
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM