Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 35

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 35
34 Lýsingar Ólafs á Alsír eru merkingarþrunginn texti. Hann sýnir afar vel þá gjá sem opnast þegar gamla tungumálið dugir ekki til að lýsa eða segja frá veruleikanum sem hugveran upplifir og reynir að skrásetja. Frá þessu segja fjölmargir nýlendutextar fyrr og síðar. „Þessi gjá opnast hjá þeim sem upplifa að tungumál þeirra dugir ekki til að lýsa nýjum stað, hjá þeim sem eru hnepptir í þrældóm þar sem tungumál þeirra er kerfisbundið brotið niður og hjá þeim sem eiga tungumál sem er undirskipað tungumáli nýlenduvaldsins.“20 Þetta er algengt dæmi um firringuna sem fylgir því að vera slitinn með rótum úr sínu eigin umhverfi og settur niður í annars konar mold, ef tungumálinu er líkt við jarðveg. Sumu því sem fyrir augu ber í Alsír getur Ólafur illa lýst fyrir íslenskum lesendum af því að allar myndrænar eða náttúrulegar tilvísanir vantar hjá viðtakendunum. Þannig reynir hann að búa til mynd af kameldýri í orðum og teikna það með því að lýsa einstökum hlutum dýrsins: item sá eg þar v kameldýr í þeim stað, hver að eru geysistór og sterk, svo eg gat sem naumast náð upp á þau, þá þau eru með sínum söðl- um, sem eg meina jafnan muni á þeim sitja. og það er mín mein- ing, að hvert eitt muni bera við 4 eða 5 hesta. Þau dýr eru öll bleik að lit eða bleikálótt, og í suman máta vaxin sem naut til læranna og afturbeinanna, með klaufum sem naut, en ekki eru þær nema hár og ekki neðan undir, með svo kringdum hrygg sem hálfur pípubotn, með geysilöngum hálsi, ekki stórum eyrum, nær því sem hestur, en mjög ljótan haus, þó svo sem nautsgrönum, sem og bera fyrir þeim brauðkörfu, og þessi dýr eru mjög seinfær, og þá þau eru keyrð, þá er slegið um þeirra afturbein, en þau akta það að engu. (73–73) Hér er lýst gríðarháu dýri sem er jafn sterkt og 4–5 hestar. Því er lýst með íslenskum hestalitum sem ljósbrúnu með dökka fætur og/eða rönd eftir baki og Íslendingar hafa trúlega haldið áfram með myndina og séð fyrir sér að dýr þetta væri með fax. dýrinu, sem hefur verið líkt við risavaxinn hest í textanum, er svo líkt við naut þegar kemur að afturhluta kroppsins og það hefur kryppu á baki eins og „hálfan pípubotn“, „geysilangan háls“ og hvaða íslenskt dýr hefur slíkan háls annað en svanur? dýrið hefur eyru 20 „The gap occurs for those whose language seems inadequate to describe a new place, for those whose language is systematically destroyed by enslavement, and for those whose language has been rendered unprivileged by the imposition of the language of a colonizing power.“ Bill Ashcroft, Gareth Griffiths og Helen Tiffin, The Empire Writes Back, London og New york: Routledge, 1989, bls. 9. Dagný KRistjánsDóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.