Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 25
24
fólst jafnframt afstaða sem engar auðmjúkar játningar og afsökunarbeiðn-
ir frammi fyrir valdi sýslumanns geta hulið. Í hegðun hans fólst tilraun
undirsáta til að brjótast undan taumhaldi laga og samfélagsnorma í því
skyni að öðlast forráð yfir eigin lífi. Hann véfengdi vald samfélagsins yfir
sér og nýtti þær aðstæður sem honum stóðu til boða til að komast undan
því valdi, og storka því þegar undanbrögðin dugðu ekki til. Þetta er óra-
fjarri yfirlýstri uppreisn eða kerfisbundinni gagnrýni á ríkjandi samfélags-
gerð, en þetta var einn af þeim möguleikum til andófs sem fátækum og
valdalitlum undirsáta eins og Jónasi stóðu til boða í valdaafstæðum daglegs
lífs í Húnavatnssýslu um miðja nítjándu öld, og hann beitti sér í samræmi
við það.
og Jónas var ekki einn um að beita sér með þessum hætti. Það virðist
raunar hafa verið fremur algeng orsök lausamennskubrota í Húnavatnssýslu
á öndverðri nítjándu öld að menn hafi viljað sjá fyrir börnum sínum og
fyrirbyggja tvístrun fjölskyldu sinnar, líkt og raunin var yfirleitt fyrir þá
sem ekki höfðu kost á jarðnæði.61 Svo voru aðrir lausamennskulögbrjót-
ar sem lugu til um stöðu sína og sögðust t.d. vera vistráðnir á fjarlægum
stöðum á landinu, forðuðust manntalsþing og báru fyrir sig veikindi eða
vanþekkingu á réttindum sínum og skyldum.62 Þeir eiga það sameiginlegt
að hafa vísvitandi farið á svig við lög í því skyni að komast undan lögboð-
inni vistarskyldu, sem var af ráðandi öflum álitin vera einn af hornsteinum
íslensks samfélags, nauðsynleg til þess að halda uppi samfélagsreglu og
aga.63 Valdaafstæður daglegs lífs voru þannig vettvangur átaka um reglur
samfélagsins í sinni hversdagslegu framkvæmd og þar var hversdagsandóf
af þessu tagi einn af þeim möguleikum sem undirsátum stóðu til boða. Það
er rannsóknarefni í sjálfu sér, hvernig sem niðurstöðurnar eru svo túlk-
aðar.
61 Sjá t.d. Þjskjs., Skjalasafn sýslumanna og sveitarstjórna, Hún. V.17., bls. 123–126;
Hún. V.21., bls. 259–263; Hún. V.21., bls. 492–494. Um sundrun fjölskyldna vegna
jarðnæðisleysis, sjá Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Saga og samfélag: Þættir úr félagssögu
19. og 20. aldar, ritstj. Guðmundur Hálfdanarson, Loftur Guttormsson og Ólöf
Garðarsdóttir, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1997, bls. 90–91.
62 Sjá t.d. Þjskjs., Skjalasafn sýslumanna og sveitarstjórna, Hún V.18., bls. 32–35; Hún.
V.20., bls. 141–147; Hún. V.32., bls. 163v–164v.
63 Sjá t.d. Magnús Stephensen, Ræður Hjálmars á Bjargi, bls. 72–77. Sjá einnig rit
Guðmundar Hálfdanarsonar, old provinces, modern nations, bls. 113–127.
Vilhelm Vilhelmsson