Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 20
19
Rannsóknir þeirra má því líta á sem leit að hinu almenna, að vísbend-
ingum um hugarfar eða hegðun sem sé á einhvern hátt einkennandi fyrir
alþýðufólk á tilteknu svæði á tilteknu tímabili.
Slíkt vekur óhjákvæmilega upp spurningar um skýringarmátt einstakra
atburða eða fyrirbæra og um alhæfingargildi þeirra. Þannig getur leitin að
hinu almenna gert lítið úr valdaafstæðum innan þjóðfélagshópa, afstæðum
sem endurspegla á ýmsan hátt ríkjandi form yfirráða og undirskipunar.44 Þá
setur slík áhersla fram takmarkandi mynd af undirsátum sem einsleitum
hóp sem taki litlum breytingum í tímans rás. Undirsátar hafi eðlislæga til-
hneigingu til að andæfa utanaðkomandi áhrifum eða þrýstingi og að hóp-
urinn eigi sameiginlega hagsmuni sem allir innan hópsins séu meðvitaðir
og sammála um. En einstaklingar sem deila reynslu eða þjóðfélagslegri
stöðu bregðast misjafnlega við félagslegum kringumstæðum og rannsókn-
ir á andófi þurfa að taka mið af þeirri staðreynd. Andóf er aðeins eitt af
mörgum ólíkum viðbrögðum við valdbeitingu, og litróf slíkra viðbragða
getur náð allt frá fullu samþykki til vopnaðrar byltingar.45
Það er því gagnlegt fyrir sagnfræðilegar rannsóknir á hversdagsandófi
að leita í aðferðafræði og söguspeki einsögunnar, sem leggur áherslu á
að rannsaka hið einstaka fremur en hið almenna. Það vekur raunar furðu
hversu sjaldan er vísað í þá fræðihefð í andófssinnaðri sagnritun þar sem
ýmis lykilverk hennar fjalla beinlínis um andóf. Rannsókn Carlos Ginzburg
á hugmyndaheimi ítalska sextándu aldar malarans Menocchios fjallar t.d.
um þær valdaafstæður sem skapast við rannsókn rannsóknarréttar kaþólsku
kirkjunnar á villutrú Menocchios. Hann var víðlesinn og hafði myndað sér
einstaka trúarlega heimssýn sem braut í bága við opinberar kenningar
kirkjunnar, sem túlkaði hugmyndir hans sem guðlast, auk þess sem heims-
sýn hans storkaði á margvíslegan hátt ríkjandi valdakerfi. Hugmyndir hans
og tjáning þeirra eru túlkaðar af Ginzburg sem andóf gegn ráðandi öflum,
44 Sjá t.d. Rosalind o’Hanlon, „Recovering the subject. Subaltern Studies and histories
of resistance in colonial South Asia“, Mapping Subaltern Studies and the Postcolonial,
bls. 72–115; Patience A. Schell, „Gender, resistance, and Mexico’s church-state
conflict“, New Approaches to Resistance in Brazil and Mexico, bls. 184–203.
45 donald S. Moore, „Subaltern struggles and the politics of place: Remapping resist-
ance in Zimbabwe’s eastern highlands“, Cultural Anthropology 3/1998, bls. 344–381;
Juan Pedro Viqueira, „indian resistances to the rebellion of 1712 in Chiapas“, New
Approaches to Resistance in Brazil and Mexico, bls. 63–80; Alf Lüdtke, „The appeal
of exterminating „others“: German workers and the limits of resistance“, Resist-
ance Against the Third Reich 1933–1990, ritstj. Michael Geyer og John W. Boyer,
Chicago: University of Chicago Press, 1994, bls. 53–74.
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS