Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 102
101
við félagslegt vitsmunastarf að ástæða er til að halda gáttinni opinni fyrir
fleiri tilgátum en einni.
En þá er víst kominn tími til að snúa að Jóhanni Magnúsi og huga að því
hvað hann kunni að sækja til leynilögreglusögunnar í „Ungfrú Harrington
og ég“; hvernig hann leitast við að stýra lestri lesenda sinna; hvernig þeir
kunni að bregðast við eða kunni að hafa brugðist við og hvort ástæða sé til
að ætla að hugarlestur sé öðru fremur lykilatriði við lesturinn.
III
„Ungfrú Harrington og ég“ er í smásagnasafni Jóhanns Magnúsar,
Vornætur á Elgsheiðum, sem var gefið út í Reykjavík 1910. Sagan er fyrstu
persónu frásögn, um það bil 90 blaðsíður að lengd. Aðalpersóna hennar
er liðlega tvítugur fréttaritari í Halifax. Hann segir frá atburðum í lífi sínu
árin 1885–1886 en þá alllöngu eftir að þeir gerast. Frásögnin skiptist í sex
hluta sem tengjast fyrst og fremst í krafti persóna. inngangur er að fyrsta
hlutanum þar sem sögumaður setur starf fréttamannsins á oddinn og segir
nokkur deili á sjálfum sér. Ekki er þó ljóst hvers konar sögu hann ætlar að
segja en ýmislegt er gefið í skyn. Lýsingin á starfi fréttamannsins beinir
athyglinni t.d. að hinu æsilega, þar á meðal glæpum og leynd, þannig að
einhverjir halda kannski að þeir séu að byrja að lesa glæpasögu:
Fréttaritarinn heldur aldrei kyrru fyrir. Hann er […] allsstaðar þar
sem eitthvað er um að vera, hnýsist inn í allt, grefur upp alls konar
leyndarmál, kynnist mönnum af öllum stéttum og sér og heyrir
margt misjafnt […] hvar sem hús brenna, morð hafa framin verið,
eða menn lenda í illdeilum og slys hafa viljað til, þá er hann þar
[…]54
En þegar sögumaður segir frá sjálfum sér reynist hann að minnsta kosti
ekki neinn Sherlock Holmes: Hann lýsir sér kímilega sem lítt reyndum
saklausum smástrák sem skapaði sér nafn í blaðamennsku fyrir algjöra til-
viljun. Einhverjir hnjóta þó eflaust um að hann getur ekki nafns síns þó að
hann taki fram að hann sé Íslendingur.
Undir lok inngangsins líkir sögumaður svo atburðaríku lífi sínu við
54 Jóhann Magnús Bjarnason, „Ungfrú Harrington og ég“, Ritsafn V, Vornætur á Elgs-
heiðum, Akureyri: Bókaútgáfan Edda, 1970, bls. 1. Hér eftir verður vísað til þessarar
bókar í meginmáli með blaðsíðutali einu í svigum.
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM