Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 114
113
menn sæju bókstaflega fyrir sér (í)myndir eða að minnsta kosti eitthvað í
líkingu við myndir þegar þeir ímynduðu sér eitthvað.76 Hér skal þó tekið
undir viðhorf þeirra sem telja að engin sönnun sé fyrir því að ímyndun
feli í sér að menn sjái myndir. Sé litið svo á að ímyndunaraflið sé öðru
fremur reynslan af að ímynda sér, má spyrja hvernig samfélagsaðstæður og
menningarumræða á hverjum tíma kunni að virkja tilfinningar þeirra, festa
athygli þeirra fremur við eitt atriði en annað svo að þeim yfirsjáist hitt og
þetta − og ímyndunarafl þeirra falli í þrengri farveg en tiltekin frásögn
sem heild gefur tilefni til. Þorgils gjallandi var t.d. búinn að vekja menn til
umhugsunar um afleiðingar þess, að börn voru einatt rangfeðruð á Íslandi
þegar saga Jóhanns Magnúsar kom út.77 Vera má að það hafi valdið því
að einhverjir þeirra sem lásu „Ungfrú Harrington og ég“ á öðrum áratug
20. aldar, hafi fest í því atriði; gleymt um stund aðdáun sögumanns á ung-
frúnni en þess í stað ímyndað sér framhald þar sem hann kæmi á síðustu
stundu í veg fyrir blóðskömm ungmenna. En margt fleira kemur auðvitað
til; hvaða atriði frásagnarinnar eru sett í forgrunn þannig að þau fangi
athygli betur en önnur; hvernig fólk les – t.d. fáar bækur nákvæmlega eða
fjölmargar hratt − og einkaástæður fyrir áhuga þess á einu en ekki öðru,
svo að fátt eitt sé nefnt. Slík atriði verða ekki könnuð nema með viðtölum
við lesendur, og að ákveðnu marki með tækjabúnaði sem nemur taugavið-
brögð þeirra og heilastarfsemi meðan á lestri stendur. Enda er hér ein-
ungis drepið á athygli og ímyndunarafl til að ítreka að þegar fjallað er um
lestur og lesendur snýst málið ekki einvörðungu um huga og upplýsingar
sem ráða má röklega úr táknum. Í hlut eiga margbrotnar manneskjur sem
skynja og finna til, bregðast við persónum sagna líkt og lifandi mönnum,
og lifa að auki sjálfar og hrærast í tilteknum félagslegum veruleika sem þær
„taka með sér“, sama hvað þær hafa fyrir stafni.
Þó að ljóst ætti að vera í síðasta frásagnarhluta „Ungfrú Harrington
og ég“ að sagan sé ekki einfaldlega leynilögreglusaga, er þó enn gert út á
tengslin við þá bókmenntagrein þegar skýring er gefin á því sem á undan
er gengið. Kominn til heilsu drepur sögumaður á dyr hjá gömlu kon-
unni en þar situr fyrir ungfrú Harrington með gervi þeirrar gömlu við
hlið sér og skýrir atburðarásina. Ljósmynd skiptir þá miklu eins og í sögu
Arthurs Conans doyle „Konungur Bæheims í vanda staddur“.78 Mynd
76 Sjá t.d. Stephen M. Kosslyn, William L. Thompson og Giorgio Ganis, The Case
for Mental Imagery, New york: oxford University Press, 2006.
77 Sbr. Þorgils gjallandi, Upp við fossa, Akureyri: [höf.] 1902.
78 Sagan heitir á ensku „A Scandal in Bohemia“.
AÐ SEGJA FRÁ [...] ÆVINTÝRUM