Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Blaðsíða 16
15
undirsátum fyrri tíma lýst sem umkomulausum fórnarlömbum aðstæðna
sem aðeins breytingar á formgerð samfélagsins gátu frelsað þá undan.31
Algengara er þó að atbeini undirsáta sé álitinn vera aukaatriði þar sem
gjörðir alþýðufólks hafi lítil áhrif haft á samfélagsgerðina. Athygli slíkrar
sagnfræði er því fremur beint að formgerðinni sjálfri og þeim þáttum sem
höfðu áhrif á breytingar á henni. dæmigert form þeirrar sagnritunar lýsir
því hvernig fólksfjölgun og efling fiskveiða á síðari hluta nítjándu aldar
hafi leitt til þéttbýlisvæðingar sem ásamt aukinni menntun hafi skapað
grundvöll fyrir tilurð og vöxt félagshreyfinga. Það hafi verið forsenda þess
að undirsátar gætu með skipulögðu andófi bætt eigin hag.32
Hvort sem það er ætlunin eða ekki, felst í þess háttar sagnritun upp-
hafning og lögmæting samfélagsgerðar samtímans á kostnað fortíðarinnar.
Sagan er metin út frá forsendum byggðum á vitund um og þekkingu á
þeim breytingum sem síðan hafa átt sér stað. dregið er úr hinu óreiðu-
kennda og ófyrirsjáanlega í amstri hversdagsins í fortíðinni og sett fram
línuleg frásögn sem útilokar jafn mikla þekkingu á sögunni og hún leiðir
í ljós. Þess háttar sagnritun veitir einhliða og því takmarkaða innsýn í
valdaafstæður fyrri tíma og það samfélag sem bæði mótar þær og mótast af
þeim. Fengur væri að sagnritun sem væri einhvers konar mótvægi við þá
gerð sagnritunar, ekki til að koma alfarið í stað hennar heldur fremur sem
viðbót við hana.
Segja má að tvenns konar mótvægi hafi komið fram við þeirri mark-
hyggju sem einkenndi ýmis lykilverk grasrótarsögunnar í andófssinnaðri
sagnritun frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar og sem nýta mætti
til að greina sögu íslenskra undirsáta í nýju ljósi. Annars vegar er það
fræðimennska sem kennd er við „undirsátafræði“ (e. subaltern studies) og á
uppruna sinn meðal indverskra sagnfræðinga sem hafa gefið út tímaritið
Subaltern Studies síðan árið 1982. Meðal þeirra hefur verið lögð rík áhersla
sonar, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld: Tilraun til félagslegrar og lýðfræði-
legrar greiningar, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1983. Enda þótt
ritið fjalli fyrst og fremst um formgerðir samfélagsins og tilraunir ráðandi afla til
félagslegs taumhalds, er einnig vísað til þess að þær tilraunir hafi „mistekist“, atbeini
undirsáta ítrekaður og óhlýðni þeirra og þvermóðsku lýst sem formi andófs. Sjá
t.d. bls. 195–198.
31 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland, bls. 264–265.
32 Sjá t.d. Jón Grjetar Gunnarsson, „Upphaf og þróun stéttskipts samfélags á Íslandi“,
Íslensk þjóðfélagsþróun 1880–1990, bls. 215–264; Guðmund Jónsson, „Agents and
institutions in the creation of the icelandic welfare state, 1880–1946“, Frihed,
lighed og tryghed: Velfærdspolitik i Norden, ritstj. Hilda Rømer Christensen, Urban
Lundberg og Klaus Petersen, Árósum: Jysk selskab for historie, 2001, bls. 61–89.
SKiN oG SKUGGAR MANNLÍFSiNS