Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 84
83
fram hjá fulltrúum hinna ólíku fræðasviða getur rannsókn Flowerdews
komið að gagni en hann hefur sýnt fram á hvernig ýmsar menningar-
bundnar ritunarhefðir gera erlendum höfundum erfitt fyrir við að skrifa
á ensku.43 Óneitanlega eru umfjöllunarefni innan hug- og menntavísinda
menningarbundnari en innan raunvísinda. Niðurstöður hér styðja það sem
haldið hefur verið fram, að framsetning raunvísindatexta sé mun staðlaðri
og ekki menningarbundin á sama hátt og ritun fræðitexta innan hugvís-
inda.44 Einnig hefur komið fram að ritun á sumum fræðasviðum er pers-
ónubundnari en á öðrum. Rannsóknir hafa sýnt að framkoma og raddblær
fólks getur breyst við að kenna á erlendu máli og framsetning verður
einsleitari þótt það hafi ágætt vald á erlenda málinu45 og það sama getur
gilt um ritun. Það veitir heldur ekki sömu persónulega fullnægju að skrifa
á erlendu máli og á móðurmálinu og Fløttum o.fl. tala í því sambandi um
menningarlega sjálfsmynd (e. cultural identity) sem hafi komið í ljós í rann-
sóknum á fræðaskrifum en það kemur einnig fram í viðtölum okkar.46
Lillis og Curry47 benda á að lausnin geti að hluta falist í samstarfsnet-
um með innfæddum þar sem fræðimenn vinni saman þvert á landamæri
og læri þannig ritunarhefðir ensku. Íslenskir fræðimenn þekkja vel slík
samstarfsnet og þeim fer stöðugt fjölgandi en vandinn er sá að hugsanlega
hefur enginn þeirra ensku að móðurmáli, enda er enska ekki móðurmál
meirihluta þess fólks sem notar hana í samskiptum. Viðtölin sem hér hefur
verið lýst leiða í ljós að kennarar við Háskóla Íslands virðast þurfa tals-
verða aðstoð við ritun á ensku og leita ýmissa úrræða og greiða jafnvel háar
upphæðir fyrir slíka aðstoð. Það kom skýrt fram í viðtölum að fræðimenn-
irnir gera skýran greinarmun á þeim yfirlestri sem þeir þurfa á enskuskrif-
um sínum og svo yfirlestri félaga með tilliti til innihalds. Þetta kemur
43 John Flowerdew, „Problems in Writing for Scholarly Publication in English: The
Case of Hong Kong“.
44 Anna Mauranen, „Contrastive ESP rhetoric: Metatext in Finnish-English econo-
mics texts“; Kersti Fløttum, Trine dahl og Torodd Kinn, Academic voices; Charles
Bazerman, „Genre and cognitive development: Beyond writing to learn“.
45 Adriana A. Vinke, Joke Snippe og Wim Jochems, „English medium-content courses
in non-English higher education: A study of lecturer experiences and teaching
behaviours“, Teaching in Higher Education 3/1998, bls. 383–394; Robert Wilkinson,
„The impact of language on teaching content: Views from the content teachers“:
http://www.palmenia.helsinki.fi/congress/bilingual2005/presentations/wilkinson.
pdf [sótt 15. október 2012].
46 Kjersti Fløttum, Trine dahl og Torodd Kinn, Academic voices.
47 Theresa Lillis og Mary Jane Curry, Academic writing in a global context: the politics
and practices of publishing in English.
GÍFURLEG ÁSKoRUN