Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 158

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 158
157 ið hans lágar einkunnir, óháð því hvernig þær standa sig. Í slíku tilfelli kemur ranglætið fram sem misbeiting tiltekins einstaklings á því sem ann- ars myndi teljast lögmætt samband byggt á valdamisræmi. Í tilfellum þar sem hefðirnar að baki félagslegu sambandi eru réttlátar en einhver verður fyrir rangmætum skaða má leiða líkur að því að annar hvor aðilinn hafi brotið af sér siðferðilega. Í öðrum tilfellum felst vandinn hins vegar í byggingu sambandsins og í valddreifingunni. Andspænis dæminu um óupplýsta kennarann Stanley, sem misbeitir því valdi sem honum er veitt innan sanngjarns félagslegs kerfis, skulum við stilla upp dæmi um kerfislægt ranglæti þar sem til dæmis aðeins karlar og Hvítar konur mega starfa sem háskólakennarar og vera skráðir nemendur. Hörundsdökku konurnar sem verða fyrir ranglátri meðferð í fyrra dæminu verða ekki fyrir kerfislægri kúgun þó að þær verði fyrir siðferðilegum misgjörðum Stanleys. Í seinna dæminu verða þær fyrir kerfislægri kúgun og svo væri jafnvel þótt kennarar sem vildu grafa undan hinu rangláta kerfi létu þeim í té öll nauðsynleg námsgögn: ef til vill myndi annar kennari, Larry, veita óskráðum hörundsdökkum konum aðgang að kennslustundum hjá sér. Ef við lítum sérstaklega á gerandakúgun þá hljótum við alltaf að leita að kúgara þegar einhver er kúgaður. En þegar um kerfislæga kúgun er að ræða þarf ekki að vera að neinn kúgari sé til staðar í þeim skilningi að ger- andi beri ábyrgð á kúguninni. Hefðir og stofnanir eru kúgandi og sumir einstaklingar eða hópar njóta forréttinda innan þessara hefða og stofn- ana. En það væri rangt að telja alla þá sem njóta forréttinda til kúgara.12 Samt sem áður má vera, þegar um kerfislæga kúgun er að ræða, að sumir beri meiri ábyrgð en aðrir á því að viðhalda ranglætinu; þeir kunna að vera sekari um að skapa, viðhalda, framlengja og hagnýta sér hin ranglátu félagslegu sambönd. Í slíkum tilfellum telst einstaklingur vera kúgari ef misgjörðir hans auka á hið kerfislæga ranglæti, það er ef hann er virkur í að beita kúgun innan kúgandi kerfis.13 En ekki allir sem njóta forréttinda innan kúgandi kerfis eru gerendur í þeim skilningi. 12 Sjá gagnlega umræðu um ásökun í samhengi við kúgun hjá Cheshire Calhoun, „Responsibility And Reproach“, Ethics 2/1989, bls. 389–406. 13 Nákvæm skilyrði þess að vera kúgari velta á því hvaða siðferðiskenningu við aðhyllumst. Spurningin er: Hvenær gera athafnir manns hann samsekan kerfislægu ranglæti? Samkvæmt sumum kenningum geta athafnir manns verið siðferðilega rangar fyrir það eitt að hann sé óvirkur þátttakandi í ranglátu kerfi; samkvæmt öðrum kenningum eru þær það ekki. KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.