Peningamál - 01.03.2004, Síða 2

Peningamál - 01.03.2004, Síða 2
PENINGAMÁL 2004/1 1 Undanfarna mánuði hefur verðbólga verið lítillega undir 2½% verðbólgumarkmiði Seðlabankans og heldur minni en þegar Peningamál komu síðast út. Samkvæmt verðbólguspá sem birt er í þessu riti verður verðbólga undir markmiði þar til á seinni hluta árs 2005. Um það leyti má gera ráð fyrir að hún fari upp fyrir markmiðið, miðað við óbreytt gengi og stýrivexti Seðlabankans. Þegar lagt er mat á verðlagsþróun og horfur er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að gengi krónunnar er að öllum líkindum nokkru sterkara um þessar mundir en sennilegt er að haldist til langframa. Nýleg verðlagsþróun og spár sem byggðar eru á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldist áfram hátt kunna því að fela í sér vanmat á duldum verðbólguþrýstingi. Fjármagnsinn- streymi á næstu tveimur árum kann að vísu að halda genginu fremur sterku, þótt ekki sé hægt að ganga að því vísu meðal annars sakir þess að aðstæður gætu breyst. Umtalsverður framleiðnivöxtur á sl. ári virðist hafa stuðlað að lítilli verðbólgu að undanförnu, þrátt fyrir meiri hagvöxt en reiknað var með í spá bankans í nóvember. Haldi framleiðni áfram að aukast meira en vant er mun það létta á verðbólguþrýstingi á næstunni. Kjarasamningar sem nýlega voru undirrit- aðir og í stórum dráttum virðast geta samrýmst verðbólgumarkmiðinu fela í sér ákvæði er gætu ýtt undir frekari hagræðingu. Að undanförnu hefur það einnig létt á verðbólguþrýstingi að ör vöxtur þjóðar- útgjalda hefur fyrst og fremst fundið sér farveg í meiri innflutningi. Hann hefur því þrýst minna á innlenda framleiðsluþætti og verðlag en ella, en birst í vaxandi viðskiptahalla, sem nam u.þ.b. 5½% af landsframleiðslu á sl. ári. Viðskiptahallinn skýrist að hluta af þeirri miklu fjárfestingu sem nú er hafin ásamt stöðnun í útflutningi, en er nokkru meiri en gert var ráð fyrir í fyrri spám. Óhóflegur viðskipta- halli gæti til lengri tíma litið grafið undan gengi krónunnar og leitt til aukinnar verðbólgu, en hættan virðist ekki mikil á tímabilinu sem verðbólguspáin sem hér er birt nær til. Þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er að þessu sinni er ekki heildstæð spá, þar sem farið er yfir allt sviðið, heldur uppfærsla á nóvemberspá bankans. Veigamesta frávikið frá nóvemberspánni er að nú er reiknað með framkvæmdum vegna stækkunar Norðuráls, sem leiðir til þess að hagvöxtur verður nokkru meiri en áður var spáð, 3½% 2004 og 4½% 2005. Vegna hærra gengis, mikillar framleiðni- aukningar í fyrra og hárrar hlutdeildar erlends vinnuafls við stóriðjuframkvæmdir verður þrýstingur á innlenda framleiðsluþætti og verðlag minni en ella. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir í rúmt ár. Aðhald peningastefnunnar sem í þeim felst er líklega nálægt því að vera hlutlaust og eru vextirnir svipaðir og í þeim verðbólgumarkmiðs- löndum sem eru í líkri stöðu. Í síðustu Peninga- málum var sagt að vaxtahækkanir væru líklega framundan, jafnvel þótt ekki kæmi til stækkunar Norðuráls, enda fór verðbólga samkvæmt spánni sem þá var birt upp fyrir verðbólgumarkmið bankans eftir tvö ár að óbreyttri peningastefnu. Til þessa hefur Seðlabankinn þó ekki talið tímabært að hækka vexti. Verðbólga var að vísu meiri á fjórða ársfjórðungi 2003 en bankinn spáði í nóvember, en hjaðnaði á fyrstu mánuðum þessa árs og var í byrjun mars 1,8% eða nokkru undir verðbólgumarkmiði bankans. Gengi krónunnar tók enn fremur að hækka undir lok Inngangur Horfur varðandi vexti mjög svipaðar og í nóvember
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.