Peningamál - 01.03.2004, Page 6

Peningamál - 01.03.2004, Page 6
PENINGAMÁL 2004/1 5 Verðlagsþróun Frá því að Peningamál komu síðast út í byrjun nóv- ember sl. hefur verðbólga verið nálægt verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Hún steig lítillega fram í desember, en hefur síðan lækkað á ný og mældist 1,8% í marsbyrjun frá sama tíma í fyrra. Undirliggj- andi verðbólga er heldur meiri. Kjarnavísitala 2, þar sem auk búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns er horft framhjá verðbreytingum opinberrar þjónustu, hækkaði t.d. um 2% á sama tíma. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs skýrir tæplega helming hækkunar vísitölunnar undanfarna tólf mánuði. Þó hefur verulega dregið úr hækkun húsnæðisliðarins undanfarna mánuði. Hækk- un yfir tólf mánuði varð mest 11% í ágúst í fyrra, en var í marsbyrjun komin niður í 6,7%. Hækkun vísi- tölunnar sem ekki skýrist af hækkun húsnæðisliðar- ins stafar að miklu leyti af verðhækkun opinberrar þjónustu. Þá hækkun verður að skoða í ljósi þess að verðlag opinberrar þjónustu hækkaði mun minna en verðlag þjónustu einkaaðila frá ársbyrjun 2000 fram á vorið 2002. Síðan hefur bilið minnkað verulega og má því gera ráð fyrir að dragi úr verðhækkunum opinberrar þjónustu þegar frá líður. Um leið og dregið hefur úr hækkun húsnæðisliðar hefur hjöðnun vöruverðs sem gætti á sl. ári horfið að mestu. Í marsbyrjun var verðlag innfluttrar vöru án áfengis og tóbaks ½% lægra en fyrir ári og verðlag innlendrar vöru án búvöru og grænmetis sjónarmun hærra. Sl. sumar nam tólf mánaða verðlækkun inn- fluttrar vöru 2-3%. Þessar breytingar endurspegla breytingar á gengi krónunnar, sem hækkaði fram á vor, veiktist um sumarið, en styrktist á ný eftir það og hafði í febrúar sl. u.þ.b. endurheimt styrk sinn frá vormánuðum 2003. Þessar gengissveiflur koma fram í verðlagi með töluverðri töf og oft aðeins að litlu leyti ef sveiflurnar eru minni háttar eða skammvinn- ar. Verðbólguvæntingar markaðsaðila í samræmi við verðbólgumarkmið Þótt nokkrar sveiflur hafi orðið innan tímabilsins hef- ur verðbólguálag óverðtryggðra ríkisskuldabréfa til tveggja eða þriggja ára undanfarnar vikur verið nokkuð svipað og í lok október, u.þ.b. 2% til tveggja ára og 2½% til þriggja ára. Þar sem framkvæmdir við virkjanir verða komnar vel á skrið innan þriggja ára má líta svo á að markaðsaðilar séu sannfærðir um að þær muni ekki leiða til verulega aukinnar verðbólgu Mynd 1 Heimild: Hagstofa Íslands. Þjónustuliðir og húsnæðiskostnaður í neysluverðsvísitölunni 1998-2004 12 mánaða breyting 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 % Húsnæði Opinber þjónusta Önnur þjónusta Vísitala neysluverðs Mynd 2 Heimild: Hagstofa Íslands. Verðþróun þjónustu og almenns neysluverðs 1997-2004 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 |2004 100 105 110 115 120 125 130 135 140 Mars 1997=100 Opinber þjónusta Önnur þjónusta Vísitala neysluverðs Mynd 3 Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs og vöruverð 1998-2004 12 mánaða breyting 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 0 2 4 6 8 10 12 14 -2 -4 -6 % Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Vísitala neysluverðs Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.