Peningamál - 01.03.2004, Side 10

Peningamál - 01.03.2004, Side 10
PENINGAMÁL 2004/1 9 Starfsgreinasambandið (SGS) og Flóabandalagið (aðildarfélög SGS við Faxaflóa) undirrituðu nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins (SA) 7. mars sl. Samningarnir eru að megininntaki sam- hljóða. Þeir ná til allt að fjórðungs hins almenna vinnu- markaðar, í ársverkum talið, en líklegt má telja að kostnaðaráhrif þeirra muni í meginatriðum gilda fyrir vinnumarkaðinn í heild. Heildarkostnaður launagreiðenda á samningstím- anum er metinn á 15,1% eða 3,6% að meðaltali á ári en áhrifin fara minnkandi eftir því sem líður á samnings- tímann eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Til samanburðar má nefna að í kjarasamningum sömu aðila árið 2000 var samið um tæplega 19% hækkun launakostnaðar eða 4,4% hækkun að meðaltali á ári. Meginatriði samninganna eru þrjú, þ.e. almennar launahækkanir, ný launatafla og aukið framlag launa- greiðenda í sameignarlífeyrissjóð. Almennar launa- hækkanir verða samtals 11,5% á samningstímanum. Laun hækka um 3,25% við gildistöku, 3% í upphafi árs 2005, 2,5% 2006 og 2,25% 2007. Lágmarkstekjur hækka úr 93 þúsund krónum í 108 þúsund krónur á samningstímanum eða um 4,2% umfram almenn laun. Mikilvægur þáttur samninganna er gildistaka nýr- rar launatöflu og tilfærslur ýmis konar bónus- og álagsgreiðslna í taxtakaup í tveimur áföngum, við und- irskrift og í janúar 2006. Kostnaðarauki af þessum breytingum er metinn 1% í hvort skipti. Í tengslum við breytingar á launatöflu var vaktavinnu- og vinnutíma- ákvæðum sem snerta einstakar starfsgreinar eða vinnu- staði breytt. Þær breytingar munu hafa í för með sér aukinn sveigjanleika varðandi vinnutíma og vakta- skipulag og gefa þannig kost á hagræðingu og stuðla þar með að aukinni framleiðni. Ennfremur er með þessum samningum stigið skref í átt að samræmingu lífeyrisréttinda á vinnumarkaði með því að framlag launagreiðenda í sameignarsjóð hækkar á samningstímanum úr 6% í 8%. Frá 1. janúar 2005 fellur niður skylda launagreiðanda til að greiða 1% í séreignarsjóð án eigin framlags en í staðinn mun launagreiðandi greiða 1% í sameignarsjóð. 1. janúar 2007 bætist síðan við önnur prósenta í sameignarsjóð. Launamaður á þó áfram rétt á allt að 2% framlagi launagreiðanda í séreignarsjóð á móti sama framlagi launamanns. Kostnaður launagreiðanda er minni en sem nemur viðbót í sameignarsjóð eða 1,1%. Stafar það af því að tilfærsla úr séreignarsjóði í sameignar- sjóð hefur eingöngu í för með sér 0,6% kostnaðarauka, því að ekki taka allir launamenn þátt í séreignar- sparnaði og lækkun tryggingagjalds um 0,45% mun vega á móti auknum kostnaði að hluta árið 2007. Meginstyrkur samninganna er langur samnings- tími, en þeir renna út 31. desember 2007 og eru því til tæplega fjögurra ára. Í þeim eru þó uppsagnarákvæði svipuð og voru í kjarasamningum árið 2000 sem hægt er að grípa til standist forsendur samninganna ekki en þær eru svipaðar og þá voru. Annars vegar er miðað við frávik frá ákveðinni verðlagsþróun og er nú miðað við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Hins veg- ar er forsenda um að kostnaðarhækkanir þessara kjara- samninga verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra samninga á vinnumarkaði. Tvisvar á samningstíman- um, í nóvember 2005 og 2006, mun nefnd skipuð af ASÍ og SA meta hvort forsendur hafi staðist. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að forsendur samningsins séu brostnar verður annað hvort samið um launaliðinn á ný eða samningi sagt upp og verður hann þá laus frá næstu áramótum þar á eftir. Mikilvægt er þó að hafa í huga að meira er í húfi nú en á síðasta samningstíma- bili verði samningi sagt upp. Þá hefðu eingöngu al- mennar launahækkanir fallið niður en nú myndu einnig falla niður seinni breyting launatöflu og seinna viðbótarframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð. Í tengslum við undirskrift samninganna lofaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir lækkun tryggingagjalds á Rammagrein 1 Kjarasamningar Aukning launakostnaðar vegna kjarasamninga SGS, Flóabandalags og SA % 2004 2005 2006 2007 Samtals Almenn launahækkun.......... 3,25 3,0 2,5 2,25 11,5 Launatafla.............. 1,0 . 1,0 . 2,0 Lífeyrissjóður ........ . 0,6 . 0,5 1,1 Starfsmenntamál.... . . 0,05 0,1 0,2 Samtals .................. 4,3 3,6 3,6 2,9 15,1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.