Peningamál - 01.03.2004, Síða 13

Peningamál - 01.03.2004, Síða 13
eyrissjóðir og aðrir innlendir fjárfestar hefðu keypt innlend verðbréf fyrir ráðstöfunarfé sitt sem nemur erlendum verðbréfakaupum þeirra hefðu innlendir vextir væntanlega orðið lægri eða hlutabréfaverð enn hærra. Gengi krónunnar kann einnig hafa verið eitt- hvað hærra til skemmri tíma. Þriðjungs hækkun hlutabréfaverðs frá októberlokum Frá októberlokum 2003 til loka febrúar hækkaði úrvalsvísitala hlutabréfa um þriðjung. Eðlilegt er að setja þessa hækkun í samhengi við fyrrnefndar hrær- ingar í íslensku atvinnulífi, því að ekki verður séð að afkomuspár hafi breyst svo til hins betra að réttlæti jafnmikla hækkun, né heldur virðist ástæðna að leita í eftirspurn frá stórum innlendum stofnanafjárfestum. Lífeyrissjóðir virðast fremur hafa haldið að sér höndum hvað áhrærir innlend hlutabréfakaup. Meðan hátt hlutabréfaverð varir felur það í sér hagstæð fjár- málaleg skilyrði fyrirtækja. Fyrirtæki sem eiga þess kost að afla sér fjár til fjárfestingar með útboði hluta- fjár eru þó ekki mjög mörg, en í hópi öflugustu fyrir- tækja landsins. Seljendur hlutabréfa fá að sjálfsögðu einnig laust fé til ráðstöfunar, sem getur orðið hvort heldur innan lands eða utan, og geta áhrifin á þjóðarbúskapinn verið nokkuð mismunandi eftir því hvort verður ráðandi. Breytingar á gengi krónunnar hafa áhrif á fjár- málaleg skilyrði. Þau eru þó ekki einhlít. Gengis- hækkun krónunnar léttir greiðslubyrði erlendra lána en hefur um leið þau áhrif, ef litið er á hana sem tíma- bundna, að framtíðargreiðslubyrði lána eykst. Hækk- un gengisins sem talin er tímabundin kann því að verka letjandi á erlendar lántökur. Jafnframt leiðir hærra gengi til erfiðari skilyrða fyrir atvinnustarfsemi í samkeppni við útlönd og getur því dregið úr láns- fjáreftirspurn. Sökum stórframkvæmda sem fram- undan eru og fjármagnsinnstreymis sem þeim fylgir, sem ætti að stuðla að háu gengi um skeið, er ekki víst að um þessar mundir sé litið á gengissveiflur krón- unnar sem eins mikilvægan áhættuþátt erlendra láns- kjara og ella, a.m.k. til skamms tíma. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja og heimila heldur hagstæðari en í októberlok Frá sjónarhóli fyrirtækja eru fjármálaleg skilyrði um þessar mundir líklega heldur hagstæðari á heildina litið en í októberlok. Vextir hafa heldur lækkað þrátt fyrir óbreytta stýrivexti, sem bendir til þess að aðgangur að lánsfé sé greiður. Sum fyrirtæki njóta einnig hærra hlutabréfaverðs. Á móti kemur að gengi krónunnar hefur hækkað nokkuð og því þrengt að útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegum, þótt lægri greiðslubyrði erlendra skulda vegi á móti. Frá sjónar- hóli heimilanna eru fjármálaleg skilyrði líklega held- ur betri en í lok október, og áfram hagstæð séu þau skoðuð í lengri tíma samhengi. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkaði reyndar tímabundið, en hefur að undanförnu verið svipuð og í októberlok. Almennir vextir hafa heldur lækkað og hækkun á gengi krón- unnar hefur í flestum tilfellum jákvæð áhrif á rekstur heimilanna, þótt á því séu undantekningar. Hærra hlutabréfaverð felur einnig í sér jákvæð auðsáhrif. Fjármálafyrirtæki búa í stórum dráttum við svipuð skilyrði og í októberlok, bæði erlendis og innan lands. Verð hlutabréfa í skráðum fjármálafyrirtækjum hefur þó hækkað og gefur þeim færi á að stækka efnahagsreikning sinn með öflun hlutafjár. II Uppfærð þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankinn birtir nú uppfærslu síðustu þjóðhags- og verðbólguspár. Það felur í sér að í meginatriðum er byggt á síðustu spá bankans, sem birtist í nóvem- ber síðastliðnum, en vissum forsendum er breytt í ljósi framvindunnar og nýjustu upplýsinga. Framveg- is verður heildstæð þjóðhags- og verðbólguspá að jafnaði birt tvisvar á ári, þ.e. í júní og desember. Þess á milli, þ.e. í mars og september, verður yfirleitt ekki birt spá eða birt uppfærsla á síðustu spá. Bankinn kann þó að birta nýja spá í þessum heftum Peninga- mála ef það er talið brýnt vegna umtalsverðra breyt- inga á aðstæðum. Uppfærsla spár felur í sér að viss- um forsendum hennar er breytt í ljósi framvindu og mikilvægra breytinga á horfum án þess að fram- kvæmd sé ítarleg greining eða allar forsendur teknar til skoðunar. Ekki fylgir heldur ítarlegt mat á öllum óvissuþáttum uppfærðrar spár. Reiknað er með að það verði yfirleitt aðeins gert þegar heildstæð spá er birt.3 Mikilvægasta breytingin á forsendum frá því í nóvember er að nú er gert ráð fyrir stækkun Norður- 12 PENINGAMÁL 2004/1 3. Regluleg greining á spávillum verðbólguspár, sem hingað til hefur birst í fyrsta hefti Peningamála hvers árs, verður birt næst þegar heildstæð spá er birt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.