Peningamál - 01.03.2004, Síða 14

Peningamál - 01.03.2004, Síða 14
PENINGAMÁL 2004/1 13 áls. Eins og endranær byggist spáin á óbreyttum stýrivöxtum og óbreyttu gengi krónunnar, sem er nokkru hærra en í síðustu spá. Heldur meiri hagvexti er spáð en í nóvember. Einnig verður vöxtur inn- lendrar eftirspurnar og viðskiptahalli heldur meiri. Slakinn á vinnumarkaði er hins vegar talinn heldur meiri um þessar mundir en reiknað var með í nóvem- ber, en hann mun smám saman hverfa þegar líður á spátímabilið, eins og í nóvemberspánni. Þá er fram- leiðnivöxtur talinn hafa verið töluvert meiri á síðasta ári en reiknað var með í nóvember. Sterkara gengi krónunnar og hægari vöxtur launa- kostnaðar á framleidda einingu sökum meiri fram- leiðni dregur úr verðbólguþrýstingi á næstunni. Því er spáð minni verðbólgu fram undir mitt næsta ár en í nóvember. Sé litið tvö ár fram í tímann er gert ráð fyrir nánast sömu verðbólgu og í síðustu spám bankans. Horfur um eftirspurn og framleiðslu Gert er ráð fyrir stækkun Norðuráls Í nóvember var ákveðið að taka ekki tillit til fyrir- hugaðrar stækkunar álvers Norðuráls, því ekki lágu fyrir nægar upplýsingar um umfang og tímasetningu hennar og sú meginbreyting hafði orðið á áformunum að ekki var lengur gert ráð fyrir orkuöflun Lands- virkjunar, en samningar stóðu yfir við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. Nú liggja þess- ar áætlanir hins vegar fyrir og eru framkvæmdir við virkjanir sem veita eiga orku til stækkaðrar álbræðslu annaðhvort hafnar eða eru að hefjast. Áætlað er að umfang þessara framkvæmda muni nema tæplega 17 ma.kr. Meginþungi framkvæmdanna verður á þessu ári og því næsta og stefnt er að því að þeim ljúki árið 2006. Þá mun vinna við tengivirki vegna aukinnar orkusölu til Norðuráls hefjast á þessu ári og ljúka árið 2006. Kostnaður við tengivirkin er áætlaður u.þ.b. 6½ ma.kr. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við sjálfa stækkun álversins hefjist síðan á þessu ári en megin- þunginn verði á því næsta. Heildarkostnaður er talinn verða um 22 ma.kr. Samtals mun því kostnaður vegna stækkunar álvers Norðuráls og orkuöflunar verða á bilinu 45-46 ma.kr. Þá mun heildarvinnuaflsþörf á framkvæmdatímanum öllum verða tæplega 1.400 mannár. Hærra gengi krónunnar en í nóvember Af öðrum forsendum sem breyst hafa er fyrst að nefna að gengi krónunnar hefur hækkað nokkuð frá því sem reiknað var með í síðustu spá bankans. Þá var gert ráð fyrir að gengisvísitala erlendra gjaldmiðla yrði 126 stig á spátímabilinu en nú er gert ráð fyrir að vísitalan verði 120 stig á tímabilinu. Þetta samsvarar u.þ.b. 2,8% hækkun gengis krónunnar milli árs- meðaltala 2003 og 2004 í stað lækkunar í síðustu spá og 5% gengishækkun á spátímabilinu öllu. Meðal annarra breytinga á forsendum má nefna áætlun um meiri vöxt útflutningsframleiðslu sjávarafurða en á móti kemur meiri lækkun á verði sjávarafurða en síðast var gert ráð fyrir. Forsendur um þróun ál- og olíuverðs taka mið af breytingu framvirks verðs. Eins og endranær gerir spáin ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankans. 1. Vegna álvers og virkjana. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2002 2003 2004 2005 2006 0 4 8 12 16 20 24 28 Ma.kr. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 % af VLF Heildarkostnaður í ma.kr. Heildarkostnaður sem hlutfall af VLF Mynd 11 Heildarkostnaður1 Vinnuaflsnotkun1 Heildarkostnaður og vinnuaflsnotkun við stækkun Norðuráls 2002-2006 2002 2003 2004 2005 2006 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Mannár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.