Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 20

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 20
PENINGAMÁL 2004/1 19 flutnings, sem hefði þau áhrif að hagvöxtur yrði u.þ.b. ¼ prósentu meiri á næstu tveimur árum en ella. Atvinnuleysi yrði um ¼-½ prósentu minna. Verðbólga yrði hins vegar töluvert meiri þar sem bein áhrif innfluttrar neysluvöru á innlent verðlag bættist við ofangreind eftirspurnaráhrif. Gæti verðbólga orðið allt að 2 prósentum meiri að meðaltali á þessu ári og um 1 prósentu meiri á því næsta. Verðbólga yrði þá um 1 prósentu yfir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans á spátímabilinu. Meiri hlutdeild erlends vinnuafls myndi eitthvað draga úr verðbólguþrýstingi Í spánni er gert ráð fyrir að allt að 40% vinnuafls við stóriðjuframkvæmdir verði innflutt. Er það byggt á forsendum sem Seðlabankinn fær frá framkvæmda- aðilum. Verði hlutfallið hins vegar helmingur drægi það lítillega úr innlendri eftirspurn og verðbólgu en áhrifin yrðu þó ekki mikil á heildina litið innan spá- tímabilsins. Jafnvel þótt hlutfallið færi í 70% væru áhrifin á hagvöxt á þessu og næsta ári tiltölulega lítil en atvinnuleysi yrði um ¼ prósentu hærra og verðbólga um ¼-½ prósentu minni á tímabilinu. (sjá rammagrein 3 í Peningamálum 2003/4). Fram- kvæmdirnar dreifast því yfir lengra tímabil en það gerir hagkerfinu auðveldara að rýma fyrir þeim án þess að spenna upp innlenda eftirspurn. Í greiningu Seðlabankans í Peningamálum 2003/1 var gert ráð fyrir að rúmlega ¾ hlutar vinnu- aflsins yrðu innlendir, og var það mat algerlega byggt á áætlunum framkvæmdaaðila. Raunin hefur hingað til orðið allt önnur. Nú er ætlað að innan við helmingur vinnuaflsins verði innlendur að meðaltali yfir framkvæmdatímann. Eftir því sem hlutdeild innflutts vinnuafls er meiri við framkvæmdirnar, því minni spenna mun hljótast af á innlendum vinnu- markaði. Þá hafa forsendur um gengi og stýrivexti Seðla- bankans breyst. Reiknað var með gengisvísitölu 124 en í þeirri spá sem birt er að þessu sinni er hún 120. Gengi krónunnar væri líklega töluvert lægra nú ef framkvæmdaáformin hefðu ekki komið til. Hærra gengi dregur úr verðbólguþrýstingi og eykur svigrúm fyrir framkvæmdirnar. Stýrivextir bankans voru þá 5,8% en eru nú 5,3% enda er enn nokkur slaki í hagkerfinu. Sá slaki auðveldar hagkerfinu einnig að takast á við þessar framkvæmdir án koll- steypu og er reyndar einnig afleiðing af innri aðlögun hagkerfisins í gegnum gengi og vexti vegna þessara framkvæmda. Án þeirra stóriðjuframkvæmda sem nú eru hafn- ar væru vextir bankans að öllum líkindum lægri en þeir eru nú. Miðað við einfalda Taylor-reglu og stöðu efnahagslífsins á þessu og síðasta ári ættu stýrivextir bankans að vera um 4½-5%. Áhrif þess- ara framkvæmda koma því fram í því að stýrivextir bankans hafa lækkað minna en ella, eins og búast mátti við. Það má því segja að um ½% af þeim 2% sem dæmi með gengisaðlögun sýndu að vextir þyrftu að vera hærri en ella vegna stóriðjufram- kvæmda sé þegar komið fram. Aðhaldssamari ríkis- fjármálastefna átti síðan að geta dregið úr þessari hækkun enn frekar. Aukið aðhald í ríkisfjármálum á þessu ári samkvæmt fjárlögum er einmitt tilkomið vegna framkvæmdanna. Í úttekt Seðlabankans í Peningamálum 2003/1 voru reiknuð mismunandi dæmi þar sem niður- stöður voru sýndar sem frávik frá þróun án stóriðju- framkvæmda. Án hagstjórnarviðbragða, gengis- aðlögunar og annarrar innri aðlögunar myndi verð- bólga verða 4% hærri en ella þegar hún yrði mest. Með gengisaðlögun og stýrivöxtum sem yrðu mest 2% hærri en ella mætti halda verðbólgu innan við 1% hærri en ella. Með ríkisfjármálaaðgerðum myndi enn meiri árangur nást og ekki myndi reyna í sama mæli á hækkun gengis. Að teknu tilliti til breyttra forsendna og í ljósi þeirrar þjóðhagsspár sem hér er birt er ekkert sem bendir til þess að veilur hafi verið í greiningu og mati Seðlabankans í febrúar 2003. Hagvöxtur stefn- ir upp fyrir jafnvægisvöxt og slaki mun snúast í spennu. Verðbólga mun fara upp fyrir markmið við hámark framkvæmdanna nema stýrivextir verði hækkaðir. Gengishækkun hefur dregið úr verð- bólguþrýstingi og mun slá á nauðsynlegar vaxta- hækkanir. Aukið aðhald í ríkisfjármálum mun stuðla að lægra gengi en ella og draga úr nauðsynlegum vaxtahækkunum. Rétt er að undirstrika að lokum að allt of snemmt er að kveða upp úr um endanleg áhrif stór- iðjuframkvæmdanna. Þær eru rétt að byrja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.