Peningamál - 01.03.2004, Side 21
III Stefnan í peningamálum
Vextir Seðlabankans hafa enn ekki verið hækkaðir
Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir í rúmt
ár, en þeir voru lækkaðir í 5,3% 18. febrúar 2003.
Í síðustu Peningamálum var sagt að vaxtahækkanir
væru framundan þar sem horfur voru á að fram-
leiðsluslaki myndi snúast í framleiðsluspennu á árinu
2005, jafnvel þótt ekki kæmi til stækkunar Norðuráls.
Samkvæmt spánni sem þá var birt fór verðbólga upp
fyrir verðbólgumarkmið bankans eftir tvö ár að
óbreyttri peningastefnu. Í ritinu var einnig sagt að til
vaxtahækkunar gæti komið fljótlega, sem mátti skilja
sem svo að það yrði áður en Peningamál kæmu næst
út. Til vaxtahækkunar hefur hins vegar ekki komið
enn.
Í þessu sambandi verður að hafa í huga að bank-
inn taldi ekki rétt að hækka vexti í nóvember þótt
verðbólga tvö ár fram í tímann væri yfir markmiði.
Óvissa var um hversu mikill slakinn í hagkerfinu
væri um þær mundir, horfur voru á að verðbólga yrði
undir verðbólgumarkmiði allt árið 2004 og áhrif
stóriðjuframkvæmda á hagkerfið virtust hafa verið
minni en búist var við, m.a. sakir þess að hlutdeild er-
lends vinnuafls var mun meiri en ráð var fyrir gert. Þá
var sú staðhæfing að vaxtahækkun væri líkleg innan
skamms eins og alltaf skilyrt, þ.e.a.s. háð raunveru-
legri framvindu, hvort af stækkun Norðuráls yrði,
stefnunni í ríkisfjármálum og stefnunni í húsnæðis-
málum.
Að því er framvinduna varðar skiptir mestu þróun
verðbólgu og gengis og vísbendingar um slaka í hag-
kerfinu á síðasta ári. Verðbólga var að vísu meiri á
fjórða ársfjórðungi 2003 en bankinn spáði í nóv-
ember. Hún hjaðnaði hins vegar á fyrstu mánuðum
þessa árs og var í byrjun mars 1,8% eða nokkru undir
verðbólgumarkmiði bankans. Undir lok síðasta árs
tók gengi krónunnar síðan að hækka og er í uppfærðri
verðbólguspá sem hér birtist 5% sterkara en í spánni
í nóvember. Þá hafa styrkst vísbendingar um að fram-
leiðniaukning hafi verið veruleg á síðasta ári og
undirliggjandi slaki á vinnumarkaði meiri en gert var
ráð fyrir.
Varðandi önnur atriði sem nefnd voru hafa ekki
enn verið teknar endanlegar ákvarðanir um stækkun
Norðuráls þegar þetta er skrifað. Líkurnar á þeim
framkvæmdum eru hins vegar mjög miklar og er
reiknað með þeim í uppfærðri þjóðhags- og verð-
bólguspá. Fjárlög voru hins vegar samþykkt með
meiri afgangi og þar af leiðandi meira aðhald en fólst
í fjárlagafrumvarpi. Ekki hafa verið teknar ákvarðan-
ir um fyrirkomulag aukinna húsnæðislána en hugsan-
legt er að samhliða þeim breytingum verði teknar
ákvarðanir sem muni draga úr þensluáhrifum þeirra.
Að teknu tilliti til framvindunnar og annarra þátta er
það mat Seðlabankans að ekki hafi verið tímabært að
hækka vexti bankans á síðustu mánuðum. Sú
staðhæfing að vaxtahækkanir séu framundan miðað
við fyrirliggjandi horfur stendur hins vegar óhögguð.
Seðlabankavextir hér og í öðrum verðbólgumark-
miðslöndum
Stýrivextir Seðlabankans eru líklega nálægt því að
vera í hlutlausri stöðu, þ.e. hvorki örva né draga úr
eftirspurn og verðbólgu. Er þá miðað við að jafn-
vægisraunvextir séu á bilinu 2½-3%, en raunstýri-
vextir eru á því bili hvort sem miðað er við
verðbólgumarkmið eða verðbólguálag ríkisskulda-
bréfa til þriggja ára. Miðað við liðna verðbólgu og
verðbólguálag ríkisskuldabréfa til tveggja ára eru
raunstýrivextirnir hins vegar yfir 3%.
Athyglisvert er að um þessar mundir eru stýri-
vextir Seðlabankans nánast hinir sömu og í Ástralíu,
Nýja-Sjálandi og Póllandi. Öll þessi lönd eru með
svipað verðbólgumarkmið og Ísland (miðgildi verð-
bólgumarkmiðs Nýja-Sjálands er þó ½ prósentu
lægra en í hinum löndunum), verðbólga er við eða
lítillega undir verðbólgumarkmiðinu og mat á jafn-
vægisraunvöxtum í þessum löndum er ekki fjarri því
sem er á Íslandi og hærra en á við um stærri iðnríki.
Seðlabankavextir eru hins vegar bæði hærri og lægri
í ýmsum öðrum verðbólgumarkmiðslöndum, sbr.
meðfylgjandi töflu. Þar sem þeir eru lægri er
verðbólga yfirleitt mun minni, verðbólgumarkmið
lægra, efnahagshorfur ekki eins bjartar og hér og/eða
jafnvægisraunvextir lægri. Þannig eru stýrivextir
aðeins 2% í Noregi en þar er verðbólgan langt undir
verðbólgumarkmiðinu og reyndar hefur neysluverð
lækkað á síðustu tólf mánuðum en er nær óbreytt að
sköttum og orkuverði frátöldu. Svipaða sögu má
segja af Svíþjóð, en vextir og verðbólga eru þar þó
aðeins hærri en í Noregi en verðbólgan samt nokkuð
undir markmiði.
20 PENINGAMÁL 2004/1