Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 25

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 25
ríkjadals og evru hafa öðru hverju leitt til skamm- vinnrar spákaupmennsku með íslensku krónuna en áhrifin hafa þó ekki varað lengi. Minni kaup Seðlabankans á gjaldeyri Á árinu 2003 keypti Seðlabanki Íslands gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði fyrir 43 ma.kr. Frá miðjum maí keypti bankinn daglega 2,5 milljónir Bandaríkjadala en frá byrjun árs 2004 hefur bankinn keypt 2,5 milljónir Bandaríkjadala tvisvar í viku. Hinn 19. janúar bauðst Seðlabankanum að kaupa 80 milljónir Bandaríkjadala í einum skammti utan mark- aðar og tók hann því boði en einnig var gerður gjald- eyrisskiptasamningur upp á 100 milljónir Banda- ríkjadala til þriggja mánaða sem frestar áhrifum kaupanna um þann tíma. Tilgangur Seðlabankans með gjaldeyriskaupunum er sem fyrr að styrkja gjald- eyrisforðann og verður reglulegum kaupum haldið áfram út þetta ár. Sem fyrr er Seðlabankinn reiðu- búinn til að kaupa eða selja gjaldeyri ef um mjög háar fjárhæðir er að ræða til að liðka fyrir á gjaldeyris- markaði, sem ekki á alltaf gott með að ráða við mjög stórar einstakar hreyfingar. Breyttar reglur um bindiskyldu ollu lækkun á bundnum innstæðum Í byrjun desember setti Seðlabankinn nýjar reglur um bindiskyldu. Þær voru síðara skrefið í breytingum sem boðaðar voru í febrúar 2003 og miða að því að færa umhverfi innlendra lánafyrirtækja nær því sem tíðkast í nálægum löndum og er þá sérstaklega horft til landa sem standa að Seðlabanka Evrópu. Breyting- arnar tóku gildi með bindiskyldutímabili sem hófst 21. desember 2003. Meginbreytingin fólst í einföldun bindigrunns, breytingu á bindihlutfalli og breytingu á tímaviðmiðun. Einföldun bindigrunns miðaði að því að taka upp viðmiðun Seðlabanka Evrópu á bindi- grunni en tilteknir liðir efnahagsreiknings lánastofn- ana mynda hann. Innlán og skuldabréf sem viðkom- andi lánastofnun gefur út og eru skráð á mörkuðum auk peningamarkaðsverðbréfa eru í bindigrunni skv. nýju reglunum. Bindihlutfall er 2% á liðum í bindi- grunni sem eru til tveggja ára eða skemmri tíma. Fyrri reglur mæltu fyrir um 1% bindihlutfall á tiltekn- um liðum efnahagsreiknings með lengri binditíma en eitt ár og 3% bindihlutfall á öðrum liðum. Sem kunn- ugt er hafði bankinn lækkað þessi hlutföll í mars árið 2003 úr 1,5% og 4%. Áætlað er að bindiskylda hafi með þessum aðgerðum lækkað um 15 ma.kr. í þessu síðara skrefi. Í fyrri áfanganum vorið 2003 lækkaði bindiskyldan um 8 ma.kr. Frá febrúar til desember lækkaði álögð bindiskylda um 19 ma.kr. en fyrirfram hafði verið búist við að lækkunin yrði um 16 ma.kr. Hækkun á bindigrunni vegna stækkunar efnahags- reiknings á tímabilinu febrúar til desember skýrir muninn á lækkun álagningar annars vegar og saman- lagðri lækkun í báðum skrefum hins vegar. Innstæðubréf til að draga úr lausu fé Áhrif gjaldeyriskaupa Seðlabankans hafa m.a. verið þau að laust fé hefur aukist. Því til viðbótar hefur lækkun bindiskyldu aukið laust fé í fjármálakerfinu. Viðbrögð markaðarins við þessu hafa verið að lána- stofnanir hafa minnkað endurhverf viðskipti við Seðlabankann. Þau hafa minnkað í grófum dráttum til samræmis við gjaldeyriskaupin og lækkun bindi- skyldunnar. Vegna ólíkrar stöðu einstakra lánastofn- ana og áhættumats hafa myndast stíflur í miðlun lauss fjár. Sumar lánastofnanir hafa haft rúma lausafjár- stöðu en aðrar hefur skort lausafé. Lánalínur sem byggðar hafa verið á áhættumati hafa síðan komið í veg fyrir beinar lántökur. Til að reyna að bæta ástandið hóf Seðlabankinn um áramótin að bjóða inn- stæðubréf. Þau eru skuldabréf sem Seðlabankinn gef- ur út og gilda til tiltekins tíma. Innstæðubréfin draga úr lausu fé og binda það í Seðlabankanum á lánstím- anum. Innstæðubréfin hafa oftast verið boðin upp vikulega og er notuð svokölluð „hollensk aðferð“ í uppboðunum.2 Fjárhæð uppboða hefur að mestu verið miðuð við niðurstöður lausafjárlíkans sem spáir fyrir um lausafjárþörf eða -gnótt fjármálakerfisins. 24 PENINGAMÁL 2004/1 Heimild: Seðlabanki Íslands. J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O N D J F 2002 2003 2004 0 5 10 15 20 25 30 35 Ma.kr. Mynd 2 Álögð bindiskylda janúar 2002 - febrúar 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.