Peningamál - 01.03.2004, Side 26

Peningamál - 01.03.2004, Side 26
Lausafjárlíkaninu er lýst í rammagrein 1. Þótt það gefi ákveðnar vísbendingar er það ekki fullkomið þar sem nokkur óvissa ríkir ávallt um hreyfingar á sjóðsstöðu ríkissjóðs og einnig hafa væntingar veru- leg áhrif. Til stendur að endurskoða reglur um við- skipti bindiskyldra aðila í því skyni að bæta notkun tækja Seðlabankans og verður haft samráð við aðila áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar. Meira flökt skammtímavaxta á krónumarkaði Vextir skammtímafjár á millibankamarkaði með krónur hafa sveiflast mikið upp á síðkastið. Sennileg skýring er sú að lægri bindiskylda dragi úr þeim jöfnunaráhrifum sem áður voru til staðar. Lágt bundið fé þýðir að ekki verður sótt á bindireikninga PENINGAMÁL 2004/1 25 2. Hollensk aðferð byggist á því að þeir aðilar sem áttu hagstæðustu til- boðin frá sjónarhóli uppboðsaðila komast fyrst að við úthlutun og síðan koll af kolli. Síðasta tilboð sem kemst að í úthlutun ákvarðar síðan verðið fyrir alla aðila sem fá samþykkt tilboð. Við mat á þörf fyrir aðgerðir Seðlabanka Íslands vegna lausafjárgnóttar hefur bankinn stuðst við tiltölulega einfalt líkan af flæði fjármagns. Í líkaninu er annars vegar reynt að meta áhrif aðgerða Seðlabankans, svo sem endurhverfra viðskipta, bindingar, gjaldeyris- kaupa og breytinga á seðlum og mynt í umferð og hins vegar lýsa áhrifum ríkissjóðs á lausafjármyndun. Notast er við tiltækar upplýsingar og spáð um framhaldið á komandi tveimur vikum. Ýmis vandamál koma upp þegar slíkar spár eru gerðar, t.d. getur bank- inn séð nákvæmlega hver þörfin er á bundnu fé til loka binditímabils en hann getur ekki séð fyrir með hvaða hætti bindiskyldar stofnanir nýta sér það svigrúm sem er til staðar við að uppfylla hana. Seðlabankinn getur ekki séð fyrir hvernig þróun endurhverfra viðskipta verður að viku liðinni og því er spáð óbreyttu ástandi í síðari vikunni. Við mat á áhrifum ríkissjóðs eru skoðuð söguleg sambönd en einnig er fylgst með útboðum á verðbréfum og endurgreiðslum. Tafla 1 sýnir breytur líkansins. Til að meta þörf fyrir innstæðubréf er tekið tillit til niðurstöðu endurhverfra viðskipta og reiknað út hversu mikið þarf að gefa út til að hálfsmánaðar- meðaltal fráviks verði 0. Ljóst er að slípa þarf líkanið til og endurmeta og yfirfara forsendur þess og spáa sem gerðar eru en líkanið ásamt fyrirspurnum getur gefið bankanum og markaðsaðilum mikilvægar vísbendingar um stöðu lauss fjár. Rammagrein 1 Lausafjárlíkan Tafla 1 Lausafjárlíkan Lausafjárlíkan + Grunnþörf/gnótt ............................................................... + Bindiþörf (meðaltal) ........................................................ – Staða ríkissjóðs ............................................................... + Innbyrðis viðskipti Seðlabankans og ríkissjóðs .............. + Áætluð gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans........................ + Seðlar og mynt................................................................. = Áætluð þörf/gnótt............................................................. + Endurhverf viðskipti (staða) ............................................ = Mismunur......................................................................... – Seld innstæðubréf ............................................................ = Frávik ............................................................................... = Meðaltalsfrávik ................................................................ Skýringar Er neikvæð ef þörf er til staðar Er neikvæð ef bindiskylda er óuppfyllt Ávallt jákvæð tala (byggt á spá) Breytilegt, t.d. v/sölu Seðlabankans á gjaldeyri til ríkissjóðs Dagsviðskipti Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði Staða hvern dag (byggt á spá) Áætluð staða fyrir endurhverf viðskipti Staða endurhverfra viðskipta eftir útboð Mismunur hvers dags Dagleg staða innstæðubréfa eftir útboð Daglegt gildi fráviks sbr. ofangreint Meðaltal fráviks næstu 14 daga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.