Peningamál - 01.03.2004, Side 46

Peningamál - 01.03.2004, Side 46
PENINGAMÁL 2004/1 45 anna í árslok 2003 og þar af var um 15,5 ma.kr. staða vegna afleiðusamninga viðskiptamanna eða ríflega 17%. Eigin staða viðskiptabankanna í verðbréfum í árslok 2003 var því um 138 ma.kr.22 Í Peningamálum 2003/4 var gerð úttekt á stöðu viðskiptabankanna í verðbréfum m.v. sex mánaða uppgjör þeirra og ljóst er að staða þeirra hafði heldur aukist í árslok 2003 sem hvort heldur má teljast til almennrar hækkunar á verðbréfamörkuðum eða aukinnar eignar. Sem hlut- fall af eigin fé hefur staða viðskiptabankanna í hluta- bréfum heldur verið að aukast á undanförnum árum og því má sjá að fjárfestingarbankastarfsemi er sífellt að verða mikilvægari tekjulind fyrir bankana eins og fjallað hefur verið um áður. Staða sex stærstu sparisjóðanna í markaðsskulda- bréfum lækkaði aðeins á árinu 2003 og var um 11 ma.kr. í árslok. Staða þeirra í hlutabréfum hækkaði aftur á móti aðeins og var í árslok 2003 um 5,5 ma.kr. ... og aukinna krafna á aðrar lánastofnanir sem og hærri viðskiptavildar Ríflega 48 ma.kr. má rekja til aukinna krafna viðskiptabankanna á svokallaðar aðrar lánastofnanir og námu þær um 131 ma.kr. í árslok 2003. Að lokum má rekja um 15 ma.kr. til aukningar í bókfærðri við- skiptavild viðskiptabankanna á árinu 2003 og nam hún í árslok 2003 ríflega 19 ma.kr. Hér er yfirleitt um yfirverð að ræða sem myndast hefur við samruna og yfirtökur bankanna á undanförnum árum. Fjármögnun erlendis jókst samhliða ... Fjármálafyrirtæki hafa nokkrar leiðir til að fjármagna umsvif sín. Á árinu 2003 varð mesta aukningin í gengisbundinni verðbréfaútgáfu og þá aðallega í formi MTN-skuldabréfaútgáfu.23 Samkvæmt pen- ingamálayfirlitum Seðlabankans jókst verðbréfa- útgáfa viðskiptabankanna um ríflega 290 ma.kr. á ár- inu 2003 og þar af voru ríflega 285 ma.kr. gengis- bundnir. Ef litið er á samstæðuuppgjör viðskipta- bankanna fyrir árið 2003 var aukning verðbréfa-út- gáfunnar um 308 ma.kr. Ef gert er ráð fyrir svipuðu hlutfalli gengisbundinnar verðbréfaútgáfu eins og í peningamálayfirlitunum voru um 302 ma.kr. af verð- bréfaútgáfu viðskiptabankanna samkvæmt ársupp- gjöri gengisbundnir. Þetta er ríflega 130% aukning á einu ári. Önnur lántaka dróst saman um 31 ma.kr. á sama tímabili. Hjá sex stærstu sparisjóðunum varð lítil breyting á erlendri fjármögnun á milli áranna 2002 og 2003. Síðasta ár var hagstætt fyrir íslensku bankana að mörgu leyti og ekki síst að því er varðar tiltölulega auðvelt aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum og hagstæð kjör. Samkvæmt umfjöllun um erlenda markaði hér að neðan eru ekki horfur á að breyting verði á því á þessu ári. Helsta hætta íslensku bank- anna væri ef þetta aðgengi myndi þrengjast til muna eða hverfa. Afar ólíklegt er að það gerist en markaðir geta orðið fyrir ýmsum sveiflum og framboð fjár- magns á þeim þurrkast upp með tiltölulega skömm- um fyrirvara. Einnig er aðgengi íslensku bankanna mjög undir lánshæfiseinkunn þeirra komið. Með því að lengja lánstíma erlendra lána sem bankarnir taka og jafnvel taka ekki mjög stór einstök lán draga bank- arnir úr endurfjármögnunaráhættu sinni. Annað sem íslensku bankarnir verða að huga að í tíma er hvaða áhrif nýjar eiginfjárreglur samkvæmt Basel-II komi til með að hafa á lánveitingar erlendra aðila til þeirra en fjallað hefur verið um þetta í fyrri greiningum um stöðugleika fjármálakerfisins. Nánar er fjallað um er- lenda skuldsetningu viðskiptabanka og sparisjóða í viðauka. ... aukningu innstæðna ... Innstæður í viðskiptabönkum jukust einnig töluvert á árinu 2003. Þær hækkuðu um 83,5 ma.kr. á árinu 2003 sem er ríflega 23% aukning. Mesta aukningin varð á tékkareikningum og verðtryggðum innstæð- um. Innstæður hjá sex stærstu sparisjóðunum hækk- uðu um 14,6 ma.kr. sem er ívið minna hlutfallslega en hjá bönkunum, eða um 22%. Það er fagnaðarefni að sjá innstæður í bankakerf- inu aukast en ein af afleiðingum þessarar aukningar mun þó hafa bein áhrif á afkomu innlánsstofnana á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þá þurfa þær að leggja aukna fjárhæð, eða 466 m.kr., inn í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta til að sá sjóður nái lögbundnu lágmarki. Ef litið er á hlutfall innstæðna af heildarfjármagni hjá viðskiptabönkunum og sex stærstu sparisjóðun- um hefur það hlutfall breyst nokkuð í áranna rás. Árið 1995 voru innstæður ríflega helmingur heildar- fjármagns en í árslok 2003 hafði þetta hlutfall lækkað niður í ríflega þriðjung. 22. Þ.e. eigin staða í veltubók auk stöðu í fjárfestingarbók. 23. MTN – Medium Term Note. Sjá umfjöllun í viðauka.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.