Peningamál - 01.03.2004, Síða 47

Peningamál - 01.03.2004, Síða 47
46 PENINGAMÁL 2004/1 Standard & Poor’s 16. desember 2003 (A+/A-1+)** Hreinar skuldir þjóðarbúsins við útlönd eru mjög mikl- ar eða sem svarar til 272% af heildarútflutningstekjum (e. Current Account Receipts) árið 2003. Útstreymi fjármagns frá lífeyrissjóðum vegna fjárfestingar þeirra erlendis til að breikka fjárfestingargrunn sinn eykur þrýsting á greiðslujöfnuðinn. Þrátt fyrir hraða minnkun viðskiptahallans og mikla styrkingu gjaldeyrisforðans hefur erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins aðeins batnað lítillega og verður í fyrirsjáanlegri framtíð ein sú veik- asta í samanburði við aðrar þjóðir sem hafa lánshæfis- mat. Ábyrgðir og skuldbindingar utan fjárlaga eru að minnka. Ójafnvægi í fjármálageiranum hafði verið um- talsvert vegna útlánaþenslu. Áhættu gætir enn vegna mikilla erlendra skuldbindinga og óstöðugs gengis. Á móti kemur að strangari varúðarreglur og bætt eftirlit ásamt betri rekstrarvísbendingum og bættri afkomu hafa styrkt fjármálakerfið frá því sem var í upphafi ára- tugarins. Hugsanleg hækkun lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs á skuldbindingum í erlendri mynt er háð frekari styrk- ingu fjármálakerfisins auk skynsamlegrar efnahags- stjórnar á komandi tímabili. Hins vegar gæti verulega verri erlend skuldastaða eða efnahagslegt ójafnvægi af völdum stórframkvæmda leitt til þess að horfur yrðu endurskoðaðar til lækkunar. (Fréttatilkynning Standard & Poor’s frá 16.12.2003). Moody’s 5. júní 2003 (Aaa/P-1)** Umbætur á öllu fjármálaeftirliti ættu að leiða til þess að bankarnir geta fylgst betur með útlánum. Með til- komu ákveðnari afskriftastefnu og hækkunar eiginfjár- hlutfalls bankanna munu áhættuþættir fjármálakerfis- ins minnka, þrátt fyrir að erlend skammtímalán séu mikil. Áframhaldandi hagræðing í bankakerfinu, eins og samruni Kaupþings banka og Búnaðarbanka, mun auka samkeppni á bankamarkaði. Aukin vaxtabyrði heimilanna ætti að halda í skefjum eftirspurn eftir láns- fé. (Moody’s Analysis May 2003, bls. 3). Annað áhyggjuefni eru umfangsmiklar erlendar skuldir bankakerfisins. Íslenskum bönkum er heimilt að hafa opnar stöður í erlendri mynt upp að allt að 30% af eigin fé sem verður að teljast talsverð áhætta. Hins vegar skal litið til þess að allt regluumhverfi fjármála- kerfisins hefur styrkst verulega, og að stærstu viðskiptavinir bankanna sem taka gengisbundin lán hafa gjarnan tekjur í erlendum gjaldeyri. Þess má geta að eignir bankanna rýrnuðu aðeins lítils háttar þrátt fyrir miklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar. (Moo- dy’s Analysis May 2003, bls. 5). Fitch Ratings í lok mars 2003 (AA-/F1+)** Fitch Ratings telja varhugavert í hversu miklum mæli bankarnir hafa fjármagnað innlenda lánsfjárþörf með erlendri lántöku. Hins vegar er bent á að það sé takmörkunum háð hversu háar opnar erlendar stöður bankarnir geta haft en gengisáhættan er þó enn fyrir hendi þegar innlendir lántakendur taka erlend lán án þess að hafa erlendar tekjur. (Sovereign Report Iceland Fitch Ratings 2003, bls. 9-10). Sérfræðingar Fitch Ratings hafa áhyggjur af mikl- um hreinum erlendum skuldum þjóðarbúsins en vekja athygli á því að ekki sé óeðlilegt að ríki, þar sem ald- urssamsetning er hagstæð og góður arður býðst af fjár- festingu, búi við neikvæða hreina skuldastöðu við útlönd. Með hliðsjón af smæð hagkerfisins hefur Ís- land þó gengið lengra í þessa átt en sambærileg hag- kerfi eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Íslenska þjóðar- búið hefur ólíkt þessum tveimur ríkjum aukið erlendar skuldir sínar til að fjármagna hlutabréfakaup. (Sover- eign Report Iceland Fitch Ratings 2003, bls. 1). Erlend skuldastaða er helsta hindrunin fyrir bættu lánshæfismati. Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins gæti lækkað hraðar og lánshæfismatið hækkað ef líf- eyrissjóðir drægju úr sókn sinni í erlend hlutabréf. (Sovereign Report Iceland Fitch Ratings 2003, bls. 1). * Í umsögn um lánshæfi ríkissjóðs. ** Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í erlendum gjaldmiðli. Rammagrein 2 Umsagnir matsfyrirtækjanna um íslenska fjármálakerfið á árinu 2003*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.