Peningamál - 01.03.2004, Page 48

Peningamál - 01.03.2004, Page 48
PENINGAMÁL 2004/1 47 ... auk þess sem nýtt eigið fé var gefið út Allir viðskiptabankarnir að Sparisjóðabanka Íslands hf. undanskildum gáfu út nýtt hlutafé á árinu 2003. Þetta nýja hlutafé var m.a. notað sem endurgjald í samrunum og kaupum á öðrum fyrirtækjum. Eigið fé viðskiptabankanna jókst um ríflega 27 ma.kr., eða ríf- lega 37%, aðallega vegna hagnaðar á árinu og yfir- verðs á nýju hlutafé sem gefið var út. Þessi upphæð mun lækka eitthvað aftur þar sem eftir er að greiða út arð vegna ársins 2003. Aukning heildarfjármagns viðskiptabankanna að upphæð 420 ma.kr. var því að þremur fjórðu fjár- mögnuð með lánsfé. Þróunin er reyndar að einhverju leyti misjöfn á milli viðskiptabankanna en greinilegt er að vogun bankanna jókst töluvert á síðasta ári sem útheimtir mikinn aga og góða áhættustýringu af þeirra hálfu. Eiginfjárhlutfall stóð í stað frá fyrra ári Lögbundið eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna í heild stóð því sem næst í stað frá árslokum 2002 til ársloka 2003 og var ríflega 12%. Hlutfallið er þó mis- jafnt hjá viðskiptabönkunum og er það lægst hjá Landsbanka Íslands hf. eða 9,9% en hæst hjá KB banka hf. og Sparisjóðabanka Íslands hf. eða ríflega 14%. Eiginfjárhlutfall sex stærstu sparisjóðanna hækkaði á árinu 2003 og var í árslok um 14,8%. Við útgreiðslu arðs á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mun hlutfallið lækka hjá bönkum og sparisjóðum. Þótt eiginfjárhlutfallið stæði nánast í stað, hækk- aði áhættugrunnur viðskiptabankanna töluvert á árinu 2003 sem m.a. má rekja til aukinna útlána og verð- bréfaeignar. Áhættugrunnurinn hækkaði um 33,5% á heildina litið hjá viðskiptabönkunum en hækkunin var þó mest hjá Landsbanka Íslands hf. eða um 57%. Áhættugrunnur sex stærstu sparisjóðanna hækkaði einnig á árinu 2003 en þó töluvert minna en hjá viðskiptabönkunum eða um 10,5%. Landsbanki Íslands hf. og Íslandsbanki hf. gáfu út víkjandi lán á árinu 2003 en að öðru leyti var lítið um nýjar útgáfur víkjandi lána. Eiginfjárhlutfall viðskiptabanka og sex stærstu sparisjóða var tiltölulega sterkt í lok árs 2003 og hafa þeir því meira borð fyrir báru en oft áður. Erlendir markaðir Útgáfa á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði hefur gengið vel ... Útgáfa á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði hefur gengið vel það sem af er árinu. Óvissa um þróun vaxta hefur þó aðeins dregið úr þrótti á markaðnum. Sérstaklega á það við um lengri útgáfur, a.m.k. miðað við það sem vænst var í upphafi árs, og hafa því fjár- festar leitað eftir styttri og öruggari bréfum. MTN- markaðurinn hefur verið líflegur. Á það sérstaklega við um opinberar útgáfur ríkja, fjármálafyrirtækja og fjölþjóðastofnana. Breytingar á vöxtum og gengi gjaldmiðla hafa leitt til samdráttar í útgáfu sem teng- ist afleiðum þar sem uppsagnarákvæði lána hafa verið nýtt í minna mæli og hefur það dregið úr veltu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir verðbréfum útgef- enda með góða lánshæfiseinkunn og lága áhættuvog- un (skv. eiginfjárreglum BIS). Bankar hafa notið góðs af þessu þar sem fjárfestar hafa sóst eftir vaxta- álagi umfram það sem ríkisskuldabréf gefa. Fyrirtæki 1. Í B- og C-hluta. Heimild: Fjármálaeftirlitið. 11,4 10,3 10,3 9,7 11,3 12,2 12,3 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 6 7 8 9 10 11 12 13 14 % Eiginfjárhlutfall viðskiptabanka og sex stærstu sparisjóða 1997-2003 Mynd 15 Eiginfjárhlutfall í lok tímabils 31. desember 2003 Lögbundið lágmark Eiginfjárhlutfall án víkjandi lána1 Eiginfjárhlutfall A (Tier 1 hlutfall) Eiginfjár- hlutfall (CAR) Íslands- banki KB banki Landsbanki SPRON 0 5 10 15 20 -5 % A hluti B hluti C hluti Frádrag CAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.