Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 49

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 49
hafa dregið úr útgáfu og því hafa fjárfestar sóst eftir bréfum fjármálafyrirtækja sem eru í raun svipuð eign og fyrirtækjabréf. ... og vaxtaálag dróst saman á árinu 2003 Vaxtaálag dróst saman á árinu 2003 m.a. vegna vænt- inga um að hagkerfi heimsins væru að taka við sér. Átti það sérstaklega við um vaxtaálag fyrirtækja, en þau áttu erfitt um vik á árunum 2001 og 2002. Fyrir- tæki nýttu tækifærið á síðasta ári til endurfjár- mögnunar og því hefur verið minna framboð af þess háttar bréfum það sem af er 2004. Jafnframt virðast fyrirtæki hafa minni þörf fyrir fjármagn enda fer fjár- festing þeirra hægt af stað þar sem næg framleiðslu- geta virðist vera til staðar. Hins vegar virðist fjármögnun vegna samruna og yfirtöku vera aftur að taka við sér eftir lægð. Slík fjármögnun er yfirleitt stór í sniðum og eykur veltu á markaði. Bankar hafa áfram þörf fyrir aukið fjármagn m.a. vegna endurnýjunar lána, lána til einstaklinga og fjár- mögnunar fasteignaviðskipta. Lánstími fjármögnunar banka hefur verið í styttra lagi og hafa þeir nýtt sér markað fyrir lán með breytilegum vöxtum í Evrópu, þar sem 3–5 ára útgáfa hefur verið mikil. Útgáfa ríkja og fjölþjóðastofnana hefur jafnframt gengið vel á þessum lánstíma. Síðasta ár og það sem af er þessu ári hefur verið hagstætt fyrir íslenska banka. Þeir njóta þar góðrar lánshæfiseinkunnar og lágrar áhættuvogunar og lögðu áherslu á útgáfu styttri bréfa en þó hefur hún verið að lengjast á síðustu mánuðum. Íslandsbanki hf. er með hæstu lánshæfiseinkunn íslenskra banka. Nýjar eiginfjárreglur gætu haft áhrif á lánskjör banka þegar kemur að því að ný viðmið verði tekin upp. Sambankalán Markaður fyrir sambankalán hefur verið góður og hagkvæmur útgefendum og er það einkum vegna þess að lausafjárstaða banka virðist vera traust. Bank- ar hafa verið að auka eignir sínar, en eru viðkvæmir fyrir lánshæfi í fjárfestingu sinni. Þátttaka banka í sambankalánum hefur gjarnan tengst eflingu við- skiptasambanda, þ.e. að bankar vonast til að fá við- skipti á öðrum sviðum fjármálastarfsemi sem búbót. Íslenskir bankar hafa um langt skeið verið reglulega á lánamarkaði. Á síðustu árum hefur skuldabréfa- útgáfa þeirra aðallega verið á MTN-markaðnum og hefur hún að miklu leyti komið stað beinnar fjár- mögnunar þeirra með sambankalánum. Mest ber á tveggja til fimm ára útgáfum. Íslensku bankarnir nota nú sambankalán í auknum mæli sem ódregnar láns- heimildir í tengslum við víxlaútgáfu (svokölluð ECP útgáfa – European Commercial Paper). Innlendir markaðir Rekstraröryggi Kauphallarinnar og Verðbréfaskrán- ingar er mikið … Regluumgjörð Kauphallarinnar er mjög traust, byggð á grundvelli reglna Evrópusambandsins og reglum sem mótaðar eru af NOREX-samstarfinu. Reglurnar eru sambærilegar við reglur helstu markaða í hinum vestræna heimi. Kauphöll Íslands er fjárhagslega stöndugt fyrirtæki24 og hefur yfir að ráða þróuðu og traustu viðskiptakerfi sem er í notkun í stærstu kaup- höllum Norðurlandanna. NOREX er samband kaup- hallanna í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Ósló og Kauphöll Íslands. Kauphöllin í Helsinki, sem á kaup- hallirnar í Tallinn og Riga ásamt eignarhlut í kaup- höllinni í Vilnius, er að verða þátttakandi í NOREX. Væntanlega verður skrifað undir samninga fyrir lok mars 2004 og viðskiptakerfið SAXESS tekið upp næsta haust. Í framhaldinu er þess vænst að kauphall- irnar í Eystrasaltslöndunum taki einnig upp sameigin- lega viðskiptakerfið. Kauphöllin í Færeyjum hefur samið um náið samstarf við Kauphöll Íslands. NOR- EX-samstarfið snýr að rekstri sameiginlegs viðskipta- kerfis (SAXESS) og svipaðri regluumgjörð. Sameig- inlegt viðskiptakerfi eykur mjög öryggi í viðskiptum þar sem margir aðilar taka þátt í rekstri og skipta með sér kostnaði. Viðskiptaumhverfið er að fullu tölvuvætt og frágangur viðskipta er það einnig að mestu leyti. Rekstraröryggi viðskiptakerfisins er mikið og við fjölgun sæsímastrengja til landsins var bætt úr helsta áhyggjuefninu sem hefur verið símasambandið við hinar kauphallirnar. Verðbréfaskráning Íslands er starfrækt í samræmi við lög um rafræna skráningu verðbréfa. Stofnun Verðbréfaskráningar var mikið framfaraspor sem hef- ur sparað þjóðfélaginu stórfé sem áður fór í umsýslu pappírsverðbréfa. Tilkoma Verðbréfaskráningar jók 48 PENINGAMÁL 2004/1 24. Hagnaður Kauphallarinnar eftir skatta á árinu 2003 var ríflega 36 m.kr. af ríflega 363 m.kr. rekstrartekjum. Eigið fé hennar í árslok var um 180 m.kr. af um 250 m.kr. heildarfjármagni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.