Peningamál - 01.03.2004, Síða 50

Peningamál - 01.03.2004, Síða 50
PENINGAMÁL 2004/1 49 einnig verulega öryggi í viðskiptum, auk þess sem uppgjör urðu til muna öruggari. Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráning Íslands eru eign eins félags, Eignarhaldsfélags Verðbréfaþings hf. … en helstu veikleikar eru smæð markaðar, fæð verðbréfaflokka og markaðsaðila Smæð markaðarins, takmarkaður fjöldi virkra verðbréfaflokka og fáir markaðsaðilar eru helstu veikleikar Kauphallarinnar. Þótt velta hennar á síðasta ári hafi verið um 1.578 ma.kr. er markaðurinn þó agnarsmár á heimsvísu. Á árinu 2003 var hlutdeild 15 veltumestu hlutabréfa fyrirtækja með 83% heildarveltunnar en hlutabréf 6 þessara fyrirtækja hafa nú verið afskráð. Á árinu 2003 voru 12 flokkar skuldabréfa með 87% af allri veltu. Í 57% tilfella skráðra skuldabréfaflokka urðu engin viðskipti á síðasta ári. Ljóst má vera að fáir virkir flokkar verð- bréfa takmarka starfsemi verðbréfamarkaðarins og litrófið er fremur fábreytt. Kauphallaraðilar á árinu 2003 voru 19 en hlutdeild þriggja stærstu aðilanna25 í hlutabréfaviðskiptum var 80% og hlutdeild í öðrum viðskiptum var um 71-77%. Þegar aðilar að markaði og virkir flokkar verðbréfa eru fáir er ávallt hætta á að samkeppni verði áfátt og verðmyndun brotakennd. Fleiri krónur að elta færri fjárfestingarkosti Átján félög voru afskráð úr Kauphöllinni á árinu 2003. Ýmsar ástæður lágu að baki en aldrei hafa jafn mörg félög verið afskráð á einu ári. Hinir nýju eig- endur eru einatt fjárfestingarfélög sem sum eru skráð á markaði. Engu að síður er afleiðingin sú að valkost- um hefur fækkað til milliliðalausrar eignar almennra hluthafa í skráðum atvinnufyrirtækjum. Þetta dregur að einhverju leyti úr gegnsæi íslensks hlutabréfa- markaðar. Eftir því sem skráðum félögum fækkar beinist einnig fjárfesting lífeyrissjóða og verðbréfa- sjóða að færri félögum vegna þeirra reglna sem um sjóðina gilda og fjárfestingarstefnu þeirra. Sam- kvæmt fjárfestingarstefnu er blönduðum verðbréfa- sjóðum gert að hafa hluta eigna sinna í skráðum inn- lendum hlutabréfum og sumir þeirra eiga að fylgja samsetningu úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Þegar skráðum félögum fækkar færist eftirspurn yfir á þau félög sem eftir eru. Athyglisvert er að lífeyrissjóðirnir seldu innlend hlutabréf á síðasta ári umfram kaup. Alls var hrein sala rúmir 7 ma.kr. en endurmat vegna hækkandi hlutabréfaverðs um 27 ma.kr. Seðlabankinn starfrækir þrjá millibankamarkaði, … Þrír millibankamarkaðir eru starfræktir af Seðla- banka Íslands. Reglur eru í gildi en smæð og fæð markaðsaðila eru helstu veikleikar. Reglur um milli- bankamarkaði eru settar af bankanum og eiga sér stoð í lögum um bankann. Mótun reglna hefur verið á herðum Seðlabankans og í nánu samráði við aðila að þeim. Viðskipti fara fram um síma eða viðskiptakerfi Reuters. Upplýsingamiðlun fer fram í upplýsinga- kerfi Reuters. Rekstraröryggi er þokkalegt og batnaði mikið þegar sæsímastrengjum til landsins fjölgaði. Símabilanir hafa stöku sinnum hamlað virkni milli- bankamarkaðanna. … með gjaldeyri, … Aðilar að gjaldeyrismarkaði eru þrír og er markaður- inn því brothættur og erfitt getur verið að bregðast við bilunum hjá einstökum aðilum. Velta gjaldeyris- markaðar á síðasta ári var rúmlega 1.185 ma.kr. Þótt þetta sé tiltölulega há fjárhæð er talsverður hluti hennar tilkominn vegna hringrásar sama fjármagns. Erfitt er að áætla umfang raunverulegra viðskipta en geta má þess að Seðlabanki Íslands keypti á síðasta ári rúmlega 43 ma.kr. á þessum markaði og jafnaði sú fjárhæð út 2/3 þess sem stærsti aðilinn seldi nettó inn á markaðinn. Nokkur reynsla er fyrir því á gjaldeyris- markaði að hann er mjög næmur fyrir breytingum. Seðlabankinn hefur komið að þessum markaði og um nokkurt skeið hefur hann verið tilbúinn til að grípa Mynd 16 J F M A M J J Á S O N D J F 50 100 150 200 250 300 350 30. des. 2002=100 Úrvalsvísitala Sjávarútvegur Fjármál og tryggingar Olíudreifing Byggingar- og verktakastarfsemi Lyfjagrein Nokkrar atvinnugreinavísitölur Kauphallar Íslands 2003-2004 Heimild: Kauphöll Íslands. Daglegar tölur 3. janúar 2003 - 27. febrúar 2004 2003 2004 25. Kaupþing banki hf. og Búnaðarbanki Íslands hf. taldir saman allt árið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.