Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 54
PENINGAMÁL 2004/1 53 útlán til erlendra aðila um 36% (67 ma.kr.) af aukn- ingunni og innstæður í erlendri mynt ríflega 34% (64 ma.kr.). Annar stór eignaliður sem jókst á árinu voru innstæður í íslenskum krónum í erlendum bönkum, þær skýra ríflega 16% aukningar krafna á erlenda aðila (30 ma.kr.).1 … en kröfur erlendra aðila á viðskiptabankana juk- ust þó enn meira Kröfur erlendra aðila á banka og sparisjóði jukust um ríflega 303 ma.kr. frá árslokum 2002 til ársloka 2003. Kröfur á þrjá stærstu viðskiptabankana jukust um 305 ma.kr. á sama tímabili. Aðeins lengdist í eftir- stöðvatíma erlendra krafna eins og sést á mynd 3. Ef litið er á breytingar á einstökum skuldaliðum hjá viðskiptabönkunum þremur er það einn liður sem yfirgnæfir aðra. Þetta er gengisbundin erlend verðbréfaútgáfa til lengri tíma en eins árs. Hún jókst um ríflega 207 ma.kr. á liðnu ári og skýrir ríflega 68% af aukningu krafna erlendra aðila. Reyndar verður að líta á þessa aukningu í samhengi við skuldaliðinn löng lán vegna endurlána sem dróst saman um ríflega 83 ma.kr. Eins og áður hefur verið fjallað um má skýra aukninguna í verðbréfaútgáfunni með aukinni MTN-útgáfu bankanna og svo virðist sem skuldabréfaútgáfa í þessu formi sé að ryðja burt beinum erlendum lántökum bankanna að verulegu leyti. Einnig varð töluverð aukning í gengisbundinni erlendri verðbréfaútgáfu til skemmri tíma en eins árs en hún jókst um 78 ma.kr. á liðnu ári. Hvað er MTN-skuldabréfaútgáfa? Algengt er að útgefendur á skuldabréfamarkaði í Evr- ópu hafi gengið til samninga á grundvelli svokallaðs European Medium Term Note (EMTN)-útgáfuramma sem hægt er að nýta við útgáfu skuldabréfa. Til að öðlast rétt til útgáfu skuldabréfa á grundvelli MTN- ramma þarf útgefandi að samningsbinda sig til að uppfylla ákveðin skilyrði við útgáfu, auk þess sem markaðurinn gerir kröfu um lánshæfismat viður- kennds matsfyrirtækis. Í samningi um útgáfu er m.a. kveðið á um hámarksfjárhæð heildarútgáfu, hóp miðlara auk allra almennra atriða að því er varðar þær skuldbindingar sem bréfin eru til staðfestingar á. Útgáfuramminn miðar þannig að því að lágmarka skriffinnsku og auka hraða við útgáfu og viðskipti með skuldabréf fyrirtækja og ríkja. Útgáfa sem bygg- ist á slíkum samningi gefur færi á auknum sveigjan- leika við lánsfjáröflun, sparar kostnað við útgáfu og gefur aðgang að breiðari hópi fjárfesta en áður. Eink- um munar þar um aukinn aðgang að stofnanafjárfest- um. Á undanförnum árum hafa þrír viðskiptabankar, ríkissjóður og Landsvirkjun gefið út skuldabréf á grundvelli slíkra samninga. Landsvirkjun reið á vaðið um vorið 1998, FBA hf. fylgdi á eftir ári síðar, viðskiptabankarnir þrír hófu útgáfu á árunum 2000 til 2002 og ríkissjóður gerði samning um útgáfu í mars 2001. Þess má þó geta að ríkissjóður hafði gert Heimild: Seðlabanki Íslands. 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 1 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0% 20% 40% 60% 80% 100% 1. Gjaldkræfar kröfur 2. Allt að 3 mánuðir 3. Yfir 3 mánuðir og allt að ári 4. Yfir 1 ár og allt að 2 árum 5. Yfir 2 ár og allt að 3 árum 6. Yfir 3 ár og allt að 5 árum 7. Yfir 1 ár og allt að 5 árum 8. Yfir 5 ár Hlutfall krafna á erlenda aðila innan mismunandi tímabelta 1998-2004 Mynd 2 Heimild: Seðlabanki Íslands. 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 1 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0% 20% 40% 60% 80% 100% 1. Gjaldkræfar skuldir 2. Allt að 3 mánuðir 3. Yfir 3 mánuðir og allt að ári 4. Yfir 1 ár og allt að 2 árum 5. Yfir 2 ár og allt að 3 árum 6. Yfir 3 ár og allt að 5 árum 7. Yfir 1 ár og allt að 5 árum 8. Yfir 5 ár Hlutfall krafna erlendra aðila innan mismunandi tímabelta 1998-2004 Mynd 3 1. Athugið að erlendur aðili gæti í sumum tilfellum verið erlent dóttur- félag viðkomandi banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.