Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 54
PENINGAMÁL 2004/1 53
útlán til erlendra aðila um 36% (67 ma.kr.) af aukn-
ingunni og innstæður í erlendri mynt ríflega 34% (64
ma.kr.). Annar stór eignaliður sem jókst á árinu voru
innstæður í íslenskum krónum í erlendum bönkum,
þær skýra ríflega 16% aukningar krafna á erlenda
aðila (30 ma.kr.).1
… en kröfur erlendra aðila á viðskiptabankana juk-
ust þó enn meira
Kröfur erlendra aðila á banka og sparisjóði jukust um
ríflega 303 ma.kr. frá árslokum 2002 til ársloka 2003.
Kröfur á þrjá stærstu viðskiptabankana jukust um
305 ma.kr. á sama tímabili. Aðeins lengdist í eftir-
stöðvatíma erlendra krafna eins og sést á mynd 3. Ef
litið er á breytingar á einstökum skuldaliðum hjá
viðskiptabönkunum þremur er það einn liður sem
yfirgnæfir aðra. Þetta er gengisbundin erlend
verðbréfaútgáfa til lengri tíma en eins árs. Hún jókst
um ríflega 207 ma.kr. á liðnu ári og skýrir ríflega
68% af aukningu krafna erlendra aðila. Reyndar
verður að líta á þessa aukningu í samhengi við
skuldaliðinn löng lán vegna endurlána sem dróst
saman um ríflega 83 ma.kr. Eins og áður hefur verið
fjallað um má skýra aukninguna í verðbréfaútgáfunni
með aukinni MTN-útgáfu bankanna og svo virðist
sem skuldabréfaútgáfa í þessu formi sé að ryðja burt
beinum erlendum lántökum bankanna að verulegu
leyti. Einnig varð töluverð aukning í gengisbundinni
erlendri verðbréfaútgáfu til skemmri tíma en eins árs
en hún jókst um 78 ma.kr. á liðnu ári.
Hvað er MTN-skuldabréfaútgáfa?
Algengt er að útgefendur á skuldabréfamarkaði í Evr-
ópu hafi gengið til samninga á grundvelli svokallaðs
European Medium Term Note (EMTN)-útgáfuramma
sem hægt er að nýta við útgáfu skuldabréfa. Til að
öðlast rétt til útgáfu skuldabréfa á grundvelli MTN-
ramma þarf útgefandi að samningsbinda sig til að
uppfylla ákveðin skilyrði við útgáfu, auk þess sem
markaðurinn gerir kröfu um lánshæfismat viður-
kennds matsfyrirtækis. Í samningi um útgáfu er m.a.
kveðið á um hámarksfjárhæð heildarútgáfu, hóp
miðlara auk allra almennra atriða að því er varðar þær
skuldbindingar sem bréfin eru til staðfestingar á.
Útgáfuramminn miðar þannig að því að lágmarka
skriffinnsku og auka hraða við útgáfu og viðskipti
með skuldabréf fyrirtækja og ríkja. Útgáfa sem bygg-
ist á slíkum samningi gefur færi á auknum sveigjan-
leika við lánsfjáröflun, sparar kostnað við útgáfu og
gefur aðgang að breiðari hópi fjárfesta en áður. Eink-
um munar þar um aukinn aðgang að stofnanafjárfest-
um.
Á undanförnum árum hafa þrír viðskiptabankar,
ríkissjóður og Landsvirkjun gefið út skuldabréf á
grundvelli slíkra samninga. Landsvirkjun reið á vaðið
um vorið 1998, FBA hf. fylgdi á eftir ári síðar,
viðskiptabankarnir þrír hófu útgáfu á árunum 2000 til
2002 og ríkissjóður gerði samning um útgáfu í mars
2001. Þess má þó geta að ríkissjóður hafði gert
Heimild: Seðlabanki Íslands.
6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 1
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
0%
20%
40%
60%
80%
100%
1. Gjaldkræfar kröfur 2. Allt að 3 mánuðir
3. Yfir 3 mánuðir og allt að ári 4. Yfir 1 ár og allt að 2 árum
5. Yfir 2 ár og allt að 3 árum 6. Yfir 3 ár og allt að 5 árum
7. Yfir 1 ár og allt að 5 árum 8. Yfir 5 ár
Hlutfall krafna á erlenda aðila innan
mismunandi tímabelta 1998-2004
Mynd 2
Heimild: Seðlabanki Íslands.
6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 6 12 1
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
0%
20%
40%
60%
80%
100%
1. Gjaldkræfar skuldir 2. Allt að 3 mánuðir
3. Yfir 3 mánuðir og allt að ári 4. Yfir 1 ár og allt að 2 árum
5. Yfir 2 ár og allt að 3 árum 6. Yfir 3 ár og allt að 5 árum
7. Yfir 1 ár og allt að 5 árum 8. Yfir 5 ár
Hlutfall krafna erlendra aðila innan
mismunandi tímabelta 1998-2004
Mynd 3
1. Athugið að erlendur aðili gæti í sumum tilfellum verið erlent dóttur-
félag viðkomandi banka.