Peningamál - 01.03.2004, Side 56
PENINGAMÁL 2004/1 55
6,6% hjá viðskiptabönkunum. Um 6% af útgáfu
viðskiptabankanna er í pundum og um 5,5 í jenum.
Þrátt fyrir að gjaldmiðlasamsetning útgáfunnar sé
með þessum hætti þarf hún alls ekki að endurspegla
endanlega gjaldmiðlasamsetningu skuldbindinga
þessara aðila þar sem hægt er að breyta þeim með
afleiðusamningum.
Í töflu 3 má sjá hversu mikið svigrúm er eftir til
útgáfu skuldabréfa innan MTN-rammans. Kerfið er
byggt þannig upp að heimildin til útgáfu er föst tala,
annaðhvort í evrum eða Bandaríkjadölum. T.d. er
heimild ríkissjóðs í Bandaríkjadölum, ef ríkissjóður
gefur út skuldabréf í evrum er upphæðinni breytt yf-
ir í Bandaríkjadali á krossgengi þess tíma sem
skuldabréfið er gefið út. Þetta er gert fyrir allar útgáf-
ur sem gefnar eru út í öðrum gjaldmiðli en Banda-
ríkjadölum. Svigrúmið til lántöku ræðst svo af
útgáfuheimildinni og uppsafnaðri útgáfu á kross-
gengi hvers tíma. Miðað við þessa útreikninga höfðu
allir aðilar enn svigrúm í mars til aukinnar útgáfu.
Útgáfuheimildina má þó hækka við endurnýjun
samninga.
Hvatinn liggur m.a. í vaxtamun sem þó hefur farið
lækkandi á síðustu misserum …
Vaxtamunur milli íslensks og erlends fjármagns-
markaðar er með þeim hætti að til lengri tíma litið
hafa innlendir vextir verið hærri en erlendir. Þetta
gefur erlendri skuldasöfnun hreyfiafl; svo hefur lengi
verið og verður væntanlega áfram um langa hríð.
Aðgengi íslenskra banka og sparisjóða að erlendum
lánsfjármörkuðum er með besta móti og hefur aldrei
verið betra en á liðnum tveimur árum. Með rúmu
aðgengi að erlendri fjármögnun hafa bankar og spari-
sjóðir valið að bjóða gengisbundin lán í víðtækari til-
gangi og til fleiri hópa lántakenda en áður þekktist.
Sem dæmi má nefna að samningar eignaleigufyrir-
tækja til bifreiða- og vélakaupa eru nú að meirihluta
til gengisbundnir. Þá bjóðast nú fasteignaveðlán að
hluta til eða að öllu leyti í erlendri mynt. Hafa ber í
huga að fjármálaþjónusta í formi körfulána og af-
leiðusamninga til að draga úr gengisáhættu getur gert
erlendar lántökur auðveldari og áhættuminni, ef
viðskiptamenn kjósa að nýta sér þessa möguleika.
Tafla 2 Hlutfall gjaldmiðla í skulda-
bréfaútgáfum skv. MTN-ramma
Viðskipta- Ríkið og
% bankar Landsvirkjun
EUR ............................................ 78,3 81,4
USD ............................................ 6,6 17,5
JPY ............................................. 5,5 0,7
GBP ............................................ 6,0 .
CAD............................................ 0,6 .
HKD ........................................... 0,6 .
CZK ............................................ 0,5 .
ISK.............................................. 1,3 0,4
SEK............................................. 0,5 .
NOK ........................................... 0,2 .
Tafla 3 Svigrúm til útgáfu innan MTN-ramma hjá íslenskum aðilum1
Útistandandi skv. Ríkis- Lands- Íslands- Landsbanki Búnaðarbanki KB
REUTERS sjóður virkjun banki hf. FBA hf. Íslands hf. Íslands hf. banki hf. Samtals
EUR ..................................... 822 730 2.262 71 1.758 145 1.369 7.156
USD ..................................... 1.027 912 2.826 88 2.001 181 1.710 8.745
Heimild til útgáfu
EUR ..................................... 1.201 801 2.500 1.500 2.500 1.000 2.000 11.501
USD ..................................... 1.500 1.000 3.123 1.874 3.123 1.249 2.498 14.367
Svigrúm til lántöku
EUR ..................................... 379 70 238 Lokað 742 Lokað 631 2.061
USD ..................................... 473 88 297 Lokað 1.122 Lokað 789 2.770
Útistandandi skv.
útreikningum SÍ2
EUR ..................................... 1.057 819 2.518 70 1.758 145 1.444 7.810
USD ..................................... 1.320 1.023 3.145 88 2.196 181 1.804 9.757
1. Allar fjárhæðir eru taldar í milljónum. Upplýsingar frá Reuters þann 3. mars 2004 og útreikningar Seðlabankans.
2. Gengi þann 1. mars 2004 (www.oanda.com).