Peningamál - 01.03.2004, Síða 72
mæla betur undirliggjandi verðbólguþróun sem gæti
auðveldað seðlabankanum að móta peningastefnuna.
Því ættu að vera minni líkur á því að seðlabankinn sé
að ófyrirsynju að bregðast við fyrstu áhrifum fram-
boðsskella sem einungis hafa tímabundin áhrif á
verðbólgu.
Þrátt fyrir ofangreind vandamál við notkun al-
mennrar vísitölu neysluverðs í þessu sambandi, er
PENINGAMÁL 2004/1 71
Tafla 5 Útfærsla verðbólgumarkmiðs
Formlegt verð- Tölulegt Formleg ákvæði um Tímarammi Flótta-
Ríki vísitöluviðmið markmið7 endurskoðun markmiðs markmiðs leiðir
Ástralía . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV1 2-3% Engin Opinn Nei
Brasilía . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 3¾% (±2½%) Einu sinni á ári Til eins árs Nei
Bretland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV2 2%8, 9 Einu sinni á ári Opinn Nei
Chíle . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 2-4% Engin síðan 1999 Opinn Nei
Filippseyjar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 4-5% Einu sinni á ári Til eins árs Já10
Ísland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 2½% (±1½%) Engin Opinn Nei
Ísrael . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 1-3% Engin síðan 2002 Opinn Nei
Kanada . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 1-3% (2% miðgildi) Næst árið 2006 Til nokkurra ára Já10
Kólumbía . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 3% Einu sinni á ári Til nokkurra ára Nei
Mexíkó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 3% (±1%) Einu sinni á ári Opinn Nei
Noregur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 2½% (±1%) Engin Opinn Nei11
Nýja-Sjáland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV1 1-3% Reglulega Opinn Já10
Perú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 2½% (±1%) Engin Opinn Nei
Pólland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 2½% (±1%) Einu sinni á ári Til nokkurra ára Já
Suður-Afríka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . K-VNV3 3-6% Einu sinni á ári Til nokkurra ára Já10
Suður-Kórea . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . K-VNV4 2½-3½% Einu sinni á ári Til nokkurra ára Nei
Sviss . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 0-2% Engin Opinn Já10
Svíþjóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 2% (±1%) Engin Opinn Nei11
Taíland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . K-VNV5 0-3½% Engin Opinn Nei
Tékkland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV6 2-4% Engin síðan 2001 Til nokkurra ára Já10
Ungverjaland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . VNV 3½% (±1%) Engin Til nokkurra ára Nei
VNV táknar vísitölu neysluverðs og K-VNV kjarnavísitölu.
1. Seðlabankar Ástralíu og Nýja-Sjálands hættu að miða við kjarnavísitölu eftir að vaxtakostnaður húsnæðislána var tekinn út úr skilgreiningu almennu
vísitölunnar. 2. Samræmd neysluverðsvísitala Evrópusambandsins (HICP-vísitalan). Miðaði áður við verðvísitölu smásölu án vaxtakostnaðar húsnæðislána.
3. Miðar við verðvísitölu smásölu án vaxtakostnaðar húsnæðislána. 4. Miðar við vísitölu neysluverðs án verðs landbúnaðarvara og olíu. 5. Miðar við vísitölu
neysluverðs án orkuverðs og verðs óunninnar matvöru. 6. Miðaði áður við vísitölu neysluverðs án verðs háðs opinberum ákvörðunum og beinna áhrifa
óbeinna skatta og niðurgreiðslna. 7. Taflan sýnir eingöngu núverandi verðbólgumarkmið eða opinbert langtímamarkmið ef það er annað en markmið stefn-
unnar í árslok 2003 (Brasilía (nú 3¼% (±2%)), Filippseyjar (nú 4½-5½%), Kólumbía (nú 5½% (±½%)), Pólland (nú 3% (±1%)), Suður-Kórea (nú 3% (±1%))
og Tékkland (nú 2½-4½%)). 8. Verðbólgumarkmiðið tilgreinir einnig ±1% þolmörk en fari verðbólga út fyrir þau þarf bankinn að gefa út opinbera greinar-
gerð til skýringar. Englandsbanki hefur hins vegar ekki viljað skilgreina þau sem þolmörk verðbólgumarkmiðsins. 9. Markmiðið var áður 2½% en var lækkað
þegar breytt var um viðmiðunarvísitölu til samræmis við metinn mismun á verðbólgu mældri með þessum tveimur vísitölum (sjá athugasemd 2). 10. Tilgreint
að frávik séu leyfð sem orsakast af meiri háttar viðskiptakjaraskellum (eins og stórfelldum breytingum olíuverðs), náttúruhamförum og aðgerðum stjórnvalda
til að hafa bein áhrif á almennt verðlag. Í Nýja-Sjálandi og Sviss er einnig tilgreint að slíkar flóttaleiðir eigi eingöngu við ef þær leiða ekki til aukins
verðbólguþrýstings. 11. Þrátt fyrir að seðlabankar Noregs og Svíþjóðar hafi ekki skilgreindar flóttaleiðir er tilgreint að rétt sé að horfa fram hjá frávikum sem
orsakast af vaxtakostnaði húsnæðislána, breytingum óbeinna skatta og niðurgreiðslna og stórfelldum framboðsskellum. Því miðast framkvæmd peningastefn-
unnar við verðvísitölu án þessara liða þrátt fyrir að formlegt markmið peningastefnunnar sé VNV. Ákvæðin má því túlka sem flóttaleiðir. Það sama á einnig
við um Kanadabanka en hann er einnig með sérstaklega skilgreindar flóttaleiðir.
Heimildir: Mishkin og Schmidt-Hebbel (2001), Schaechter o.fl. (2000), Schmidt-Hebbel og Tapia (2002), Truman (2003), Þórarinn G. Pétursson (2002) og
heimasíður viðkomandi seðlabanka.