Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 91
Hér er mikilvægt að gera greinarmun á eftirliti og
stjórnun. Eftirlit getur aldrei falið í sér alla þá þætti
sem felast í stjórnun fyrirtækja og stofnana. Eftirlit
styður við en segir ekki fyrir um hvaða markmið
skuli setja fyrirtækinu. Eftirlit kemur ekki í veg fyrir
rangar ákvarðanir í stefnumótun eða rekstri.
Tilgangur flokkar þau viðmið sem gefa til kynna
stefnu fyrirtækis eða stofnunar:
• Markmið (leiðarljós og meginstefnu)
• Áhættu (og tækifæri)
• Stefnumál
• Áætlanagerð
• Árangursmarkmið og mælikvarða
Ábyrgð flokkar þau viðmið sem gefa til kynna
eiginleika og gildismat fyrirtækisins:
• Siðferðileg gildi, þar með talið ráðvendni
• Mannauðsstefnu
• Stöðu, ábyrgð og gildismat
• Gagnkvæmt traust
Geta flokkar þau viðmið sem gefa til kynna
starfshæfni fyrirtækisins:
• Þekkingu, færni og tæki
• Boðskiptaleiðir
• Upplýsingar
• Samhæfingu
• Eftirlitsstarfsemi
Eftirlit og þekkingaröflun flokkar þau viðmið sem
gefa til kynna þróun fyrirtækisins:
• Umsjón með innra og ytra starfsumhverfi
• Umsjón með árangri
• Ögrandi ætlunarverk
• Endurmat á upplýsingaþörf og upplýsingakerfum
• Eftirfylgni
• Mat á skilvirkni eftirlitskerfa
Samantekið byggist innra eftirlit upp af fimm
tengdum þáttum:
• Yfirsýn stjórnenda og eftirlitshefðum
• Áhættumati
• Eftirlitsstörfum
• Upplýsingum og boðmiðlun
• Umsjón með starfsemi
Markmiðum um góða stjórnunarhætti, áhættu-
stýringu og eftirlit er einungis hægt að ná ef réttar
upplýsingar berast réttum aðilum á réttum tíma.
Viðeigandi, öflugt og vel stýrt upplýsingakerfi getur
gert gæfumuninn. Tæknin ein er þó aldrei nóg. Nauð-
synlegt er að skilgreina starfshætti og verkferla ná-
kvæmlega, ráða hæft starfsfólk, halda því og þjálfa
svo að fyrirtækið eða stofnunin geti komið á og við-
haldið starfsemi í hæsta gæðaflokki.
Verkefni æðstu stjórnenda er, eins og að ofan
greinir, að tryggja að innri og ytri þættir sem haft
gætu slæm áhrif og hindrað fyrirtækið eða stofnunina
í að ná settum markmiðum séu skilgreindir og metn-
ir. Æðstu stjórnendur ættu einnig að tryggja stöðugt
mat á þeirri áhættu sem steðjað getur að meginstefnu
og markmiðum stofnunarinnar.
Innri endurskoðun
Innra eftirlit gefur ákveðna vísbendingu um að unnið
sé að settum markmiðum. Mikilvægur þáttur innri
endurskoðunar er samspil eftirlits og góðra stjórnun-
arhátta í starfsumhverfi hennar. Í nýjustu hugmynd-
um um góða stjórnunarhætti er því haldið fram að
skilvirkni innri endurskoðunar velti á stöðu hennar
innan stofnunarinnar og tilvist hæfs starfsfólks sem
beitir viðurkenndum og öguðum aðferðum við innri
endurskoðun. Í tímans rás, er stofnanir efldust að
margbreytileika og umfangi, gerðist þess þörf að
90 PENINGAMÁL 2004/1
Mynd 2
Mælikvarðar eftirlits