Peningamál - 01.03.2004, Síða 105
104 PENINGAMÁL 2004/1
Varúðarreglur um lausafjárhlutfall og gjaldeyrisjöfnuð
Varúðarreglum (e. prudential regulation) á fjármála-
markaði er almennt ætlað að stuðla að öruggum og
traustum starfsháttum í fjármálaþjónustu. Hugtakið
er nokkuð víðtækt þar sem það nær m.a. til reglna
sem kveða á um kröfur um stjórnunarhætti í
fjármálafyrirtækjum og greiðsluhæfni þeirra, neyt-
endavernd og skilvirkt innra og ytra eftirlit með starf-
semi þeirra. Í víðtækum skilningi er varúðarreglum
einnig ætlað að stuðla að stöðugleika í fjármála- og
hagkerfinu. Samkvæmt lögum setur Seðlabanki
Íslands reglur um lausafjárhlutfall lánastofnana og
um gjaldeyrisjöfnuð. Aðrar varúðarreglur á fjármála-
markaði eru ýmist bundnar í lögum, settar af ráðherra
eða af Fjármálaeftirlitinu.1 Meginefni reglnanna um
lausafjárhlutfall og gjaldeyrisjöfnuð er sem hér segir:
Lausafjárhlutfall
Lausafjárhlutfall lánastofnana má skilgreina sem
hlutfallið á milli lausafjárkrafna og lausafjárskuld-
bindinga. Í reglum nr. 386 frá 29. maí 2002, sbr. 12.
gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, er
kveðið á um lausafjárhlutfall lánastofnana. Markmið
reglnanna er að tryggja að lánastofnanir eigi ávallt
nægt laust fé til að mæta fyrirsjáanlegum og hugsan-
legum greiðsluskuldbindingum á tilteknu tímabili.
Þeim er skylt að senda Seðlabanka Íslands mánaðar-
lega sérstaka skýrslu um upplýsingar sem liggja til
grundvallar útreikningi á lausafjárhlutfallinu. Kröfur
og skuldbindingar sem falla undir útreikninginn eru
flokkaðar eftir eðli þeirra, binditíma og áhættu. Þá er
tilgreint hversu hátt hlutfall í hverjum flokki er tekið
með í útreikninginn. Allur sjóður lánastofnunar telst
þannig til lausafjárkrafna en einungis 5% af yfirdrátt-
arlánum, svo að dæmi sé tekið. Hlutfallið er reiknað
út fyrir fjögur tímabil, þ.e. til eins mánaðar, frá einum
til þriggja mánaða, frá þremur til sex mánaða og frá
sex til tólf mánaða. Hlutföll krafna og skuldbindinga
sem falla í gjalddaga eða breyta má í laust fé innan
eins mánaðar og innan þriggja mánaða skulu eigi
vera lægri en 1. Takist lánastofnun ekki að uppfylla
þessar kröfur kveða reglurnar á um viðurlög í formi
dagsekta á þær fjárhæðir sem á vantar. Lánastofnanir
skulu gera grein fyrir lausafjárhlutföllum fyrir önnur
tímabil þótt ekki séu gerðar kröfur til sérstakra hlut-
falla í þeim efnum.
Gjaldeyrisjöfnuður
Gjaldeyrisjöfnuð lánastofnunar má skilgreina sem
mismun á gengisbundnum eignum og skuldbinding-
um innan og utan efnahagsreiknings. Gjaldeyris-
jöfnuður er því mælikvarði á gjaldeyrisáhættu lána-
stofnunar. Í reglum nr. 387 frá 29. maí 2002, sbr. 13.
gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, er kveð-
ið á um gjaldeyrisjöfnuð lánastofnana og þeirra er
leyfi hafa til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti.
Markmiðið með reglunum er að takmarka gengis-
áhættu með því að koma í veg fyrir að gjaldeyris-
jöfnuður fari fram úr tilteknum mörkum. Reglurnar
kveða á um tvenns konar mörk í þessum efnum. Þau
fyrri lúta að opinni gjaldeyrisstöðu í einstökum gjald-
miðlum. Hún má hvorki vera jákvæð (gnóttstaða) né
neikvæð (skortstaða) um meira en nemur 15% af
eigin fé samkvæmt síðasta birta uppgjöri. Undan-
tekning er þó gerð að því er varðar Bandaríkjadal og
evru þar sem mörkin eru 20%. Síðari mörkin lúta að
heildargjaldeyrisstöðu í öllum gjaldmiðlum, um-
reiknaðri í íslenskar krónur, sem er summan af opinni
gjaldeyrisstöðu í einstökum myntum. Hún má hvorki
vera jákvæð né neikvæð um meira en 30% af eigin fé
samkvæmt síðasta birta uppgjöri. Lánastofnunum er
gert að skila Seðlabankanum mánaðarlega skýrslum
um gjaldeyrisjöfnuðinn. Fari jöfnuðurinn fram úr
ofangreindum mörkum skulu lánastofnanir þegar
grípa til aðgerða til að laga hann og skal hann vera
innan tilskilinna marka eigi síðar en innan þriggja
viðskiptadaga. Takist lánastofnun ekki að laga jöfn-
uðinn innan þessara tímamarka kveða reglurnar á um
viðurlög í formi dagsekta.
1. Sjá vefsíður viðskiptaráðuneytisins
(http://www.stjr.is/interpro/ivr/ivr.nsf/pages/log)
og Fjármálaeftirlitsins (http://www.fme.is/fme.nsf/pages/index.html).