Peningamál - 01.03.2006, Page 11

Peningamál - 01.03.2006, Page 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 11 hráolíu og málma (sjá mynd II-6). Með aukinni framleiðslu á þessu ári er hins vegar búist við minni verðsveiflum. Seðlabanki Japans hefur nýverið aukið aðhald sitt í peninga- málum eftir merki um töluverðan efnahagsbata í lok fyrra árs. Spár Consensus Forecasts gera ráð fyrir verulegri aukningu iðnaðarfram- leiðslu og einkaneyslu á árinu sem muni skila sér í 2,9% hagvexti, sem er tölu vert hærra en í fyrri spám. Jafnframt er búist við hóflegri hækkun neyslu verðsvísitölu eftir langt tímabil verðhjöðnunar. Afli dregst lítillega saman en verðlag sjávarafurða hækkar Í tonnum talið var aflinn í fyrra svipaður og árið áður en verðmæti aflans var minna vegna lakari þorsk- og karfaafla. Þá dróst rækjuaflinn saman um meira en helming. Aflinn tvo fyrstu mánuði þessa árs hefur verið óvenju rýr. Á það við um bæði botnfisk- og loðnuaflann. Talsverðar líkur eru á að ekki muni veiðast meiri loðna en komin var á land í byrjun marsmánaðar. Yrði þá yfirstandandi loðnuvertíð ein sú lakasta um árabil. Gert er ráð fyrir svipuðum botnfiskafla og í fyrra, en talið er að rækjuaflinn haldi áfram að dragast saman. Að þessu gefnu er gert ráð fyrir að magn útflutnings sjávarafurða dragist saman um 2% á þessu ári. Mun meira verðmæti fæst þó úr loðnu- og síldaraflanum vegna þess að stór hluti síldaraflans fer að mestu leyti til matvælavinnslu og líklega hafa allt að 40% af loðnuafla nýlokinnar vetrarvertíðar einnig farið til matvæla- vinnslu. Aukið vinnsluverðmæti þessara afurða vegur á móti magn- samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Verðlag sjávarafurða hækkaði verulega á liðnu ári. Botnfiskafurðir hækkuðu um rúmlega 8% og sjávarafurðir í heild um 8,4%. Mest hækkaði verð sjófrystra afurða og fersks fisks. Þá hækkaði mjöl- og lýs- isverð umtalsvert. Hraði verðhækkana jókst þegar leið á árið. Seljendur telja að verð á öllum helstu sjávarafurðum muni halda áfram að hækka á þessu ári. Í spánni er gert ráð fyrir allt að 10% hækkun á verðlagi sjávarafurða í erlendum gjaldmiðlum milli áranna 2005 og 2006. Horfur á að álverð haldist áfram hátt Eftirspurn eftir áli hefur aukist hratt á undanförnum árum og hefur ekkert lát orðið á þeirri þróun á fyrstu mánuðum þessa árs. Birgðir í heiminum voru því sem næst helmingi minni í fyrra en árin 2002-2003. Verð áls hækkaði hratt á sl. ári, en sveiflur í framboði og eftir spurn höfðu í för með sér nokkrar sveiflur í verði. Grunnþættir verðmyndun- ar benda til þess að verðið haldist áfram hátt. Gert er ráð fyrir að dragi úr útflutningi frá Kína, þar sem hraður vöxtur innlendrar eftirspurnar krefst sífellt stærri hluta framleiðslugetunnar. Gæti innlend eftirspurn jafnvel fljótlega orðið meiri en innlend framleiðsla. Endurskipulagning framleiðslu í Evrópu og Bandaríkjunum og almennt vaxandi eftirspurn eftir áli í heiminum, t.d. í Bandaríkjunum, ætti að þrýsta verðinu upp. Heimseftirspurn er talin hafa aukist um 6% á sl. ári og er 20% vöxtur eftirspurnar í Kína talinn eiga þar stóran hlut að máli. Framvirkir samn- ingar á London Metal Exchange benda til þess að verðið fari hæst á öðrum ársfjórðungi í 2.500 $/t, sem er því sem næst 40% hærra en á sama tíma í fyrra. GFMS Metals Consulting spáir því að meðalverð á áli verði yfir 2.000 $/t bæði í ár og á næsta ári. Heimildir: JP Morgan, Reuters EcoWin. 2000 = 100 Mynd II-7 Raungengi Bandaríkjadals janúar 1970 - febrúar 2006 Mánaðarleg gögn m.v. hlutfallslegt neysluverð 75 80 85 90 95 100 105 110 115 120 06030097949188858279767370 +1 staðalfrávik -1 staðalfrávik Langtímameðaltal Heimild: Reuters EcoWin. 1990 = 100 Mynd II-8 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur janúar 2000 - febrúar 2006 85 95 105 115 125 135 145 155 165 Matvara (í EUR) Öll hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í USD) Öll hrávara án eldsneytis (í USD) 2006200520042003200220012000 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 2003 = 100 Mynd II-9 Verðlag sjávarafurða janúar 2000 - febrúar 2006 85 90 95 100 105 110 115 120 125 Í erlendri mynt Í íslenskum krónum 2006200520042003200220012000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.