Peningamál - 01.03.2006, Síða 12

Peningamál - 01.03.2006, Síða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 12 Erlendir ferðamenn streymdu til Íslands þrátt fyrir hátt gengi krónunnar Ferðamannaiðnaðurinn hefur orðið fyrir töluverðum þrengingum vegna hás gengis krónunnar. Eigi að síður fjölgaði erlendum ferða- mönnum um 2½% á síðasta ári og gistinóttum um 8%. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust hins vegar aðeins um 1% í krónum talið milli ára. Ferðaþjónustan hefur því tekið á sig hluta þess kostn- aðar sem hækkun krónunnar hafði í för með sér. Komum erlendra ferðamanna fyrstu tvo mánuði ársins fjölgaði um 12% frá fyrra ári. Því virðast engin merki um samdrátt í kjölfar hás gengis. Raungengi krónunnar hefur lækkað nokkuð frá nóvembermánuði Sem fyrr er raungengi krónunnar hátt í sögulegu samhengi, en tölu- verð lækkun hefur orðið á nafn- og raungengi krónunnar frá nóvem- bermánuði 2005. Miðað við meðalnafngengi fyrri hluta marsmánaðar var raungengi á mælikvarða verðlags um 10% lægra en í nóvember. Raungengi verður því töluvert lægra á næstu mánuðum en ársfjórð- ungana á undan haldist gengi krónunnar óbreytt eða lækki frekar.3 Líkur á töluvert minni útflutningi sjávarafurða á árinu en gert var ráð fyrir Í síðasta hefti Peningamála var gert ráð fyrir 3% aukningu í út flutn- ings framleiðslu sjávarafurða en spár benda nú hins vegar til þess að sam dráttur verði um 2% á árinu. Mismunurinn skýrist að miklu leyti af mun minni loðnuafla en búist var við. Hins vegar er gert ráð fyrir að vöxtur álframleiðslu sem spáð var árið 2007 muni að nokkru leyti koma fram á þessu ári. Búist er við lítils háttar samdrætti í útflutn- ingi annarrar iðnaðarvöru en áls og málmblendis. Spár um útflutning þjónustu eru að mestu óbreyttar. Samantekin áhrif á útflutning vöru og þjónustu eru þau að nú er búist við 3,4% vexti á árinu, sem er 2,4 prósentum minni vöxtur en gert var ráð fyrir í desember. 3. Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað er töluvert lægra nú en sýnt var í síðasta hefti Peningamála. Þetta er vegna endurmats á erlendum launakostnaði nokkur ár aftur í tímann. 1. Spá miðast við óbreytt gengi frá mars 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands. 1980 = 100 Mynd II-10 Raungengi 1. ársfj. 1986 - 4. ársfj. 20061 65 75 85 95 105 115 125 Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað Raungengi miðað við hlutfallslegt neysluverð 0604020098969492908886 +1 staðalfrávik Heimild: Seðlabanki Íslands. 1980 = 100 Mynd II-11 Raungengi janúar 1980 - mars 2006 Mánaðarleg gögn m.v. hlutfallslegt neysluverð 75 85 95 105 115 125 0604020098969492908886848280 -1 staðalfrávik Langtíma- meðaltal Tafla II-1 Útflutningur og helstu forsendur um þróun ytri skilyrða Breyting frá síðustu Núverandi spá1 spá (prósentur)2 2005 2006 2007 2005 2006 2007 Útflutningur vöru og þjónustu 3,5 3,4 13,1 -0,1 -2,4 -2,3 Útflutningsframleiðsla sjávarafurða -6,0 -2,0 2,0 -4,0 -5,0 0,0 Útflutningsframleiðsla áls 2,4 31,3 61,6 2,4 15,7 -23,3 Verð sjávarafurða í erlendri mynt 7,3 9,5 4,0 -1,7 3,5 1,0 Verð áls í USD3 7,7 27,0 -2,0 -4,2 19,7 0,0 Verð eldsneytis í erlendri mynt4 41,3 16,0 5,6 3,9 14,3 6,1 Alþjóðleg verðbólga5 2,3 2,0 2,0 -0,2 -0,3 0,0 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 1,0 7,2 1,3 0,7 3,3 0,6 Erlendir skammtímavextir6 2,7 3,1 3,5 0,1 0,0 0,0 1. Breyting frá fyrra ári í % nema fyrir vexti. 2. Breyting frá Peningamálum 2005/4. 3. Spá byggð á framvirku álverði. 4. Spá byggð á framvirku elds neytis- verði. 5. Spá frá Consensus Forecasts. 6. Spá byggð á vegnu meðaltali framvirkra vaxta helstu viðskiptalanda Íslands. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Bloomberg, Consensus Forecasts, Hagstofa Íslands, New York Mercantile Exchange, Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.