Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 14

Peningamál - 01.03.2006, Qupperneq 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 14 Miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið hefur ekki verið hnökralaus Miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið hefur verið misgreið. Nokkur hækkun hefur þó orðið á vöxtum óverðtryggðra ríkisskulda- bréfa með líftíma til u.þ.b. fjögurra og sjö ára. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum hefur hins vegar þrýst niður vöxtum á skuldabréfum til eins árs auk þess sem uppkaup eru hafin á þeim flokki. Á tímabili gætti einnig áhrifa erlendu útgáfunnar á óverð- tryggða vexti til fjögurra ára, en þau virðast hafa dvínað eftir að gengi krónunnar tók að lækka, auk þess sem verulega hefur hægt á útgáf- unni það sem af er marsmánuði. Þrýstings til hækkunar hefur gætt á óverðtryggðum bréfum eftir að matsfyrirtækið Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar og krónan lækkaði skarpt í kjölfarið. Það kann að skýrast af því að horfur séu taldar á lakara mati á lánshæfi bréfanna, en hitt vegur þó líklega þyngra að fjárfestar telji verðbólguálag óverðtryggðra skuldabréfa of lágt í ljósi gengislækkunar krónunnar. Tímaróf vaxta á peningamarkaði hefur hliðrast upp í kjölfar stýri- vaxtahækkana og lögun tímarófsins hefur breyst töluvert síðasta mán- uðinn. Sérstaklega hefur orðið hliðrun á lengri enda þess. Gæti það stafað af auknum verðbólguvæntingum og væntingum um enn frekari hækkun stýrivaxta, en minnkandi útgáfa erlendra aðila á skuldabréf- um í íslenskum krónum kann einnig að hafa haft þar áhrif. Hins vegar er sérkennilegt að eins til þriggja mánaða vextir hafa verið umtalsvert lægri en stýrivextir Seðlabankans, þrátt fyrir ótvíræð skilaboð um að frekari hækkunar stýrivaxta væri að vænta.1 Túlkun framvirkra vaxta erfið Eins og fjallað var um í síðasta hefti Peningamála sætir túlkun ein- greiðsluferils óverðtryggðra vaxta nokkrum erfiðleikum. Kemur þar til mikil eftirspurn eftir innlendum skammtímaverðbréfum, sem hlýst af útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum, sem hefur þrýst niður stysta enda eingreiðsluferilsins. Þessu til viðbótar hefur ríkis- sjóður dregið mjög úr framboði skammtíma ríkisverðbréfa, sem hefur aukið enn frekar á ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á inn- lendum peningamarkaði og skekkt verðlagningu þessara verðbréfa. Því er varasamt að túlka án fyrirvara framvirka vexti sem lesa má út úr eingreiðsluferlinum sem væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta Seðlabankans næstu árin. Sérfræðingar á fjármálamarkaði vænta þess að stýrivextir haldi áfram að hækka um sinn Könnun á viðhorfum sem Seðlabankinn gerir reglulega meðal sérfræð- inga á fjármálamarkaði kann að gefa hugmynd um hve mikið ein- greiðsluferillinn víkur frá raunverulegum væntingum. Í könnuninni er 1. Um miðjan desember tilkynnti Lánasýsla ríkisins nýtt fyrirkomulag við útgáfu ríkisvíxla. Dregið yrði úr framboði víxla auk þess sem um styttri víxla yrði að ræða en áður. Í fyrsta útboðinu sem haldið var 27. febrúar var meðalávöxtun samþykktra tilboða 9,506%. Lága ávöxtunarkröfu miðað við stýrivextina má skýra með litlu framboði á víxlum. Frá því að víxillinn var skráður í Kauphöll Íslands (2. mars) hefur ávöxtunarkrafan verið töluvert hærri eða rúmlega 11%. RIKB 13 0517 RIKB 10 0317 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-3 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa og stýrivextir SÍ Daglegar tölur 3. janúar 2002 - 17. mars 2006 5 6 7 8 9 10 11 Stýrivextir SÍ 20062005200420032002 RIKB 07 0209 Mynd III-4 Tímaróf vaxta á krónumarkaði Heimild: Seðlabanki Íslands. 10.3. 2006 9.2. 2006 10.1. 2006 9.12. 2005 9.11. 2005 0 100 200 300 400 9,8 10,0 10,2 10,4 10,6 10,8 % Dagar til innlausnar Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-5 Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt framvirkum vöxtum og spám greiningaraðila Janúar 2006 - mars 2008 Spá greiningaraðila Framvirkir vextir % 6 7 8 9 10 11 12 13 20072006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.