Peningamál - 01.03.2006, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
24
Seðlabankinn spáði í desember. Þessi mikli vöxtur fylgdi í kjölfarið á
rúmlega 34% vexti árið 2004, eftir endurskoðun upp á við um 10
prósentur frá bráðabirgðatölunum sem birtar voru í september. Vöxtur
áranna 2004-2005 skýrist auðvitað fyrst og fremst af fjárfestingu í
ál- og orkuverum. Frávikið árið 2005 stafar einkum af 6 ma.kr. meiri
framkvæmdum við ál- og orkuver en gengið var út frá í desember.1
Atvinnuvegafjárfesting stendur í stað í ár en dregst saman um
tæpan þriðjung á næsta ári
Í desember spáði Seðlabankinn rúmlega 4% samdrætti í atvinnuvega-
fjárfestingu í ár og tæplega þriðjungssamdrætti á næsta ári. Nú er spáð
að atvinnuvegafjárfesting dragist saman um u.þ.b. 1% í ár en horfur
fyrir næsta ár eru taldar óbreyttar.
Fjárfesting í ál- og orkuverum nær hámarki í ár. Áætlað er að hún
nemi u.þ.b. 97 ma.kr., sem er um 6 ma.kr. meiri fjárfesting en í fyrra
og u.þ.b. 4 ma.kr. meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans.2
Á næsta ári verða umsvifin mun minni. Þá eru áætlaðar framkvæmdir
fyrir u.þ.b. 34 ma.kr. Skýrir það samdrátt atvinnuvegafjárfestingar á
næsta ári. Hlutdeild fjárfestingar í ál- og orkuverum í heildarfjármuna-
mynduninni fer úr tæplega þriðjungi í um 12% á næsta ári samkvæmt
framangreindu.
Fjárfesting í flugvélum hefur verið mikil að undanförnu. Útlit er
fyrir að framhald verði á því. Í fyrra nam hún um 10 ma.kr., en gert
er ráð fyrir enn meiri fjárfestingu í ár eða u.þ.b. 17 ma.kr. Einnig mun
fjárfesting í hótel- og veitingastarfsemi aukast nokkuð á milli ára,
úr 3 ma.kr. í fyrra í a.m.k. 5 ma.kr. í ár. Á næsta ári munu svo fram-
kvæmdir við hótel í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhús í miðbæ
Reykjavíkur komast á skrið en áætlað er að framkvæmdakostnaður
þar verði a.m.k. 7 ma.kr.
Væntingar fyrirtækja að glæðast á ný?
Samkvæmt könnun Gallups á viðhorfum forsvarsmanna stærstu fyr-
irtækja á Íslandi sem gerð var í febrúar voru þeir, líkt og neytendur,
nokkru bjartsýnni um stöðu og framtíðarhorfur efnahagsmála en
í október. Niðurstöðum könnunarinnar verður hins vegar að taka
með nokkrum fyrirvara þar sem hún var framkvæmd í kjölfar mik-
illar fjölmiðlaumræðu um frekari stóriðjuframkvæmdir og að nokkru
leyti áður en órói á fjármálamörkuðum átti sér stað. Svör forsvars-
manna fyrirtækja um fjárfestingaráform virðast samrýmast því mati að
atvinnuvegafjárfesting standi því sem næst í stað í ár.
Fjármunamyndun hins opinbera
Í desember spáði Seðlabankinn rúmlega 11% samdrætti í fjárfestingu
hins opinbera árið 2005, enn meiri samdrætti á yfirstandandi ári en
verulegri aukningu fjárfestingar á næsta ári. Samkvæmt þjóðhags-
reikningum var samdrátturinn nokkru meiri á síðasta ári en bankinn
1. Á móti vegur 2 ma.kr. tilfærsla á flugvélakaupum frá síðasta ári yfir á yfirstandandi ár.
2. Umfjöllun um mögulegar frekari stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi, stækkun álversins í
Straumsvík og álver í Helguvík má nálgast í rammagrein IV-2. Í þeirri þjóðhagsspá sem
er kynnt í þessum Peningamálum er ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmdum enda
hugmyndir mjög skammt á veg komnar.
-30
-20
-10
0
10
20
30
40
50
60
20052004200320022001200019991998
Fjármunamyndun alls
Fjármunamyndun atvinnuvega
Innflutningur fjárfestingarvöru
Heimild: Hagstofa Íslands.
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-7
Vöxtur fjármunamyndunar og innflutnings
fjárfestingarvöru 1998-2005
-40
-20
0
20
40
60
2007200620052004200320022001200019991998
Hið opinbera
Íbúðarhúsnæði
Atvinnuvegir
Fjármunamyndun alls
Mynd IV-8
Vöxtur fjármunamyndunar og helstu
undirflokka hennar 1998-20071
Magnbreyting frá fyrra ári (%)
1. Spá Seðlabankans 2006-2007.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.