Peningamál - 01.03.2006, Side 30

Peningamál - 01.03.2006, Side 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 30 Í öðru lagi fær mat á framleiðsluspennu með nýja þjóðhags- líkaninu vægi í heildarmatinu. Í nýja líkaninu er framleiðslugetan metin út frá Cobb-Douglas fram leiðslufalli, sem er metið fyrir tíma- bilið 1981-2004, án þess að stuðst sé við HP-síu. Framleiðsluspenn- an er þá fengin á hefðbundinn hátt sem mismunur landsframleiðslu og framleiðslugetu. Í þriðja lagi eru gerðar nokkrar breytingar á því hvernig tek ið er tillit til stóriðjuframkvæmda. Áður var eldra þjóðhagslíkan Seðla- bankans notað til að meta landsframleiðslu, fjármunastofn, vinnu- afl snotkun og mannafl a sem myndast hefðu ef framkvæmdirnar ættu sér ekki stað. Þetta hefur reynst sífellt erfi ðara í framkvæmd eftir því sem liðið hefur á framkvæmdatímann. Í stað þess að reyna að búa til fráviksspá án stóriðjuframkvæmda er framleiðsluspennu sem metin er með nýja þjóðhagslíkaninu gefi ð aukið vægi í heild- armatinu þar sem það byggist ekki á notkun HP-síu. Í því er einn- ig tekið nokkurt tillit til áhrifa innfl utts vinnuafl s á framleiðslugetu hagkerfi sins en ljóst er að aðgangur að erlendu vinnuafl i hefur létt verulega á þrýstingi á innlendum vinnumarkaði sem ella hefði brotist fram í enn meiri verðbólgu. Ný framsetning framleiðsluspennumats Ekki er síður mikilvægt að huga vel að framsetningu mats á fram - leiðslu spennu en sjálfri aðferðafræðinni. Mikilvægt er að undirstrika þá óvissu sem umlykur mat á framleiðsluspennu. Því er óheppilegt að umræðan snúist um of um misáreiðanlegt punktmat. Þess vegna er mat á framleiðsluspennu nú sett fram með óvissubilum sem 50%, 75% og 90% líkur eru taldar á að framleiðsluspennan verði inn- an við út frá meðaltali staðalfráviks ólíkra matsaðferða síðan 1981. Myndrænt er óvissumatið sýnt með sífellt dekkri litum eftir því sem bil matsins þrengist. Rétt er að undirstrika að þessi framsetning tek- ur aðeins á óvissu sem snýr að útreikningum á framleiðslugetunni og áhrifum hennar á framleiðsluspennumat bankans. Ekki er gerð til raun til að gera grein fyrir áhrifum gagnaóvissu á mat bankans á framleiðsluspennu. Á myndinni má sjá að veruleg spenna er í hagkerfi nu um þess- ar mundir og engar líkur eru taldar á að framleiðsluslaki myndist á spátímabilinu, eða að þjóðarbúskapurinn sé ná lægt jafnvægi eftir- spurnar og framleiðslugetu. Aðrar vísbendingar um framleiðsluspennu Peningayfi rvöld víða um heim hafa stóraukið notkun kannana við mat á framleiðsluspennu. Reynsla síðustu ára sýnir að slíkar kann - anir veita peningayfi rvöldum gagnlegar upplýsingar um framleiðslu- spennu og gera þeim kleift að bera saman niðurstöður þeirra og hefðbundinna hagrannsókna. Niðurstöður kannana geta því þjón- að mikilvægu staðfestingarhlutverki gagnvart niðurstöðum ann arra hagrannsókna en einnig brýnu vísbendingahlutverki um stefnur og strauma í efnahagslífi nu. Í febrúarkönnun Gallups á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins var í fyrsta skipti spurt um getu fyrirtækja til að bregðast við óvæntri aukningu í eftirspurn eða sölu. Túlkun svara fyrirtækja er nokkrum takmörkunum háð þar sem ekki er hægt að bera svör þeirra saman við fyrri svör. Engu að síður kemur glögglega í ljós að mikill munur er á getu fyrirtækja til að bregðast við óvæntri aukningu eftirspurnar eða sölu á milli atvinnugreina. Mynd 1 Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki1 % af framleiðslugetu 1. Mat á framleiðsluspennu með óvissubili, þar sem 50%, 75% og 90% líkur eru á að framleiðsluspennan verði innan við það, miðað við meðaltal staðalfráviks ólíkra aðferða síðan 1981. Heimild: Seðlabanki Íslands. -7 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘93 ‘95 ‘97 ‘99 ‘01 ‘03 ‘05 ‘07
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.