Peningamál - 01.03.2006, Síða 34
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
6
•
1
34
Hagsveiflan í opinberum búskap
Umfjöllunin hér að framan ber með sér að hagsveiflan hefur talsverð
áhrif á fjármál hins opinbera og meiri á hag ríkis en sveitarfélaga.
Því veldur hve viðkvæmar tekjur af óbeinum sköttum, tekjuskött-
um fyrirtækja og fjármagnstekjuskatti, eru fyrir efnahagsástandi og
raungengi og hve miklu næmari tekjuskattur einstaklinga til ríkisins er
fyrir sveiflum en útsvarstekjur sveitarfélaga. Fremur en að nota mælda
afkomu hins opinbera sem mælikvarða á aðhaldsstig ríkisfjármála,
er gjarnan reynt að leiðrétta hana með því að draga frá þann hluta
tekna og gjalda sem rakinn verður til áhrifa hagsveiflunnar. Í þessu
skyni er yfirleitt reynt að meta hvernig tekjur og gjöld breytast með
breytingum á framleiðsluspennu og nota þá fylgni til að leiðrétta fyrir
sveiflunni.
Í Peningamálum í desember 2005 var talið að árið 2006 yrði
afgangur á rekstri hins opinbera rúmlega 4½% af landsframleiðslu en
sveifluleiðréttur afgangur yrði um 2½%. Nú er talið að afgangurinn
verði tæplega 3½% af landsframleiðslu og sveifluleiðréttur afgangur
rúmlega 1%. Á mynd V-6 er sýndur rekstrarafgangur hins opinbera
ásamt sveifluleiðréttum afgangi, en á mynd V-7 er sýnd sveifluleið-
réttingin, mismunur afgangs og sveifluleiðrétts afgangs, eins og hann
er metinn nú og eins og hann var metinn í síðustu Peningamálum.
Þótt áætlaður og leiðréttur afgangur hafi lækkað árið 2006, er leiðrétt-
ingin óbreytt, enda er metin framleiðsluspenna sú sama. Á árinu 2007
eykst hagsveifluleiðréttingin hins vegar frá desembermánuði, þ.e.a.s.
verður meira neikvæð. Skýringin er að nú er talið að hægar dragi úr
framleiðsluspennu en álitið var í desember.
Heimild: Áætlanir Seðlabankans.
Mynd V-6
Sveifluleiðrétt afkoma hins opinbera
1998 -2007
% af VLF
Afgangur
Leiðréttur afgangur
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Heimild: Áætlanir Seðlabankans.
Mynd V-7
Sveifluleiðrétting á opinberum búskap
2003 - 2007
Leiðréttur afgangur mínus afgangur
% af VLF
-2,5
-2,0
-1,5
-1,0
-0,5
0,0
0,5
20072006200520042003
Í desember 2005
Í mars 2006