Peningamál - 01.03.2006, Page 35

Peningamál - 01.03.2006, Page 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 1 35 1. Afgreiðslu umsókna frá ríkisborgurum hinna átta nýju aðildarríkja EES-samningsins var breytt í byrjun september til að minnka umsýslu og þann tíma sem tæki að afgreiða umsóknir. Í allt að fjórar vikur frá 7. september var einnig veitt undanþága frá þeirri meg- inreglu að dvalar- og atvinnuleyfi hafi verið gefin út áður en erlendur starfsmaður frá nýju aðildarríkjunum EES kæmi til landsins. Markmiðið var að bjóða þeim starfsmönnum sem komið höfðu frá þessum ríkjum á grundvelli t.d. þjónustusamninga, störf og starfskjör með hefðbundnum hætti. VI Vinnumarkaður og launaþróun Atvinnuleysi nálgast nú lágmark síðustu uppsveiflu. Vaxandi skort- ur á vinnuafli hefur ýtt undir launaskrið. Á sl. ári hafa laun hækkað töluvert umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Eigi að síður hafa laun hækkað minna en vænta mætti út frá sögulegu sambandi hagvaxtar, vinnuaflseftirspurnar og launabreyt- inga. Innflutningur vinnuafls hefur því greinilega aukið þanþol íslensks vinnumarkaðar og sveigjanleika hans. Vinnuframlag Íslendinga jókst nokkuð á síðasta ári og á líklega enn eftir að aukast töluvert miðað við reynslu frá síðustu uppsveiflu. Atvinnuleysi í takt við spá Atvinnuleysi á árinu 2005 var 2,1%, í samræmi við síðustu spá Seðlabankans. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt í vetur og var 1,3% í febrúar að teknu tilliti til árstíðarsveiflu, litlu meira en það var í október 2000 þegar árstíðarleiðrétt atvinnuleysi varð lægst 1,1% í síðustu uppsveiflu. Hefur atvinnuleysi ekki verið svo lágt frá því um mitt ár 2001. Horfur eru á að atvinnuleysi verði minna í ár en spáð var í des- ember, eða 1,5%. Gert er ráð fyrir að það aukist á næsta ári, og verði tæplega 2%. Á haustmánuðum dró úr framboði starfa hjá vinnumiðlunum. Frá því í desember hafa færri störf verið í boði en á sama tíma árið á undan. Hefur það ekki gerst frá janúarmánuði árið 2003. E.t.v. boðar þetta minnkandi spennu á vinnumarkaði, en gæti einnig tengst breyt- ingum sem gerðar voru í september á verklagi við afgreiðslu atvinnu- leyfa ríkisborgara nýju aðildarríkja EES, sem gætu hafa dregið úr þörf fyrir að auglýsa störf með jafnlöngum fyrirvara og áður.1 Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar er enn fyrir hendi ... Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar virðist enn töluverður. Framboð innlends vinnuafls sveiflast töluvert í takt við hagsveifluna, bæði fjöldi fólks á vinnumarkaði og vinnutími þess. Að auki flytja íslenskir rík- isborgarar til og frá landinu eftir aðstæðum á vinnumarkaði og þar við bætist nú aukið framboð erlends vinnuafls. Framboð innlends vinnuafls jókst árið 2005 frá árinu á undan og gæti enn átt eftir að aukast töluvert miðað við reynslu frá síðustu uppsveiflu. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands jókst vinnuaflsnotkun enn frekar á síðasta fjórðungi ársins 2005 og á árinu öllu urðu mikil umskipti frá fyrra ári, á alla mælikvarða vinnuaflsnotk- unar. Starfandi fólki fjölgaði um 3,3% milli ára, aukning heildarvinnu- magns var svipuð og atvinnuþátttaka jókst um 1,2 prósentur. Viðbótin við vinnuaflið kom, eins og í fyrri uppsveiflum, fyrst og fremst úr yngstu (16-24 ára) og elstu aldurshópunum (55-74 ára), hvort heldur skoðuð er fjölgun starfandi fólks eða heildarvinnumagn. 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-1 Atvinnuleysi janúar 1991 - febrúar 2006 % af mannafla Atvinnuleysi (ekki árstíðarleiðrétt) Atvinnuleysi (árstíðarleiðrétt) 0 250 500 750 1.000 1.250 1.500 1.750 0 100 200 300 400 500 600 700 2005 2006200420032002200120001999 Ný atvinnuleyfi (hægri ás) Laus störf (vinstri ás) Fjöldi lausra starfa Fjöldi leyfa 1. Mánaðarlegar tölur, sýnd eru þriggja mánaða hreyfanleg meðaltöl. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-2 Fjöldi lausra starfa hjá vinnumiðlunum og nýrra atvinnuleyfa 1999-20061 -2 -1 0 1 2 3 4 Mynd VI-3 Breytingar á vinnuafli 2003-2005 Breytingar milli ára '04-'05 Breytingar milli ára '03-'04 Heimild: Hagstofa Íslands. Atvinnu- þátttaka (prósentur) Fjöldi starfandi (%) Atvinnu- leysi (prósentur) Heildar- vinnumagn (%) Meðal- vinnutími (klst.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.